Hafði greinilega meiri trú á stelpunum en aðrir þjálfarar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 31. október 2015 06:00 ÍBV er enn taplaust eftir átta leiki í Olísdeild kvenna á fyrsta ári sínu undir stjórn Hrafnhildar Skúladóttur. Vísir/Valli „Þetta er búið að vera alveg ótrúlega gaman,“ segir Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, þjálfari kvennaliðs ÍBV, en hennar lið hefur farið frábærlega af stað í Olís-deild kvenna. Liðið er búið að vinna átta fyrstu leiki sína í deildinni og á fimmtudag skelltu stelpurnar hennar Íslandsmeisturum Gróttu í uppgjöri ósigruðu liðanna. Byrjun liðsins er því fullkomin en það kemur mörgum á óvart enda var ÍBV spáð fimmta sætinu í deildinni í árlegri spá fyrir mótið. „Ég hafði alltaf meiri trú á þessum stelpum en aðrir þjálfarar deildarinnar greinilega. Við höfum aðeins fengið einn leikmann síðan spáin var birt og sú er ekki í byrjunarliðinu þó að hún spili mikið,“ segir Hrafnhildur og bætir við að margir hafi líka haft litla trú á hinum 19 ára gamla markverði hennar, Erlu Rós Sigmarsdóttur, sem er reynslulítil. „Það var alltaf sagt við mig að ég gæti ekki verið í efstu sætunum af því mig vantaði markvörð. Ég hafði séð hana síðan hún var 17 ára og sá strax hvað hún er mikið efni. Það kemur mér því ekkert á óvart að hún sé að springa út í vetur. Hún byrjaði frábærlega í fyrsta leik gegn Fram og hefur síðan haldið uppteknum hætti,“ segir Hrafnhildur en Erla er dóttir Sigmars Þrastar Óskarssonar, fyrrverandi landsliðsmarkvarðar. „Hún fær örugglega góð ráð heima fyrir.“ Hrafnhildur er eini kvenkynsaðalþjálfari deildarinnar og hún er að slá strákunum við á sínu fyrsta ári sem þjálfari. „Ég er í það minnsta búin að slá þeim við í fyrstu átta leikjunum. Það væri fínt ef þetta endaði bara núna,“ segir Hrafnhildur og hlær dátt. „Það er nóg eftir af mótinu og ÍBV tók mikla dýfu eftir áramót í fyrra. Það á mikið eftir að ganga á áður en yfir lýkur,“ segir Hrafnhildur sem getur ekki neitað því að það sé svakalega gaman að hefja þjálfaraferilinn í meistaraflokki svona vel. „Fyrsti leikurinn var gegn Stebba [Stefáni Arnarsyni, fyrrverandi þjálfara Hrafnhildar] og gaman að vinna hann en égátti nú kannski ekki alveg von á þessari flottu byrjun hjá okkur.“ Hrafnhildur ætlar sér stóra hluti í þjálfuninni og halda áfram að mennta sig í fræðunum. Í Vestmannaeyjum getur hún einbeitt sér algjörlega að þjálfuninni en segir að ef hún væri í bænum hefði hún þurft að sinna fullu starfi samhliða þjálfuninni. „Það eru mikil forréttindi að fá að starfa í þessu umhverfi og við þessar aðstæður. Þetta er snilld eins og maður segir og mér finnst þetta hrikalega gaman. Ég sé ekki eftir því að hafa komið til Eyja.“ Þjálfarinn var þekktur keppnismaður er hún var enn að spila og tapaði sjaldan. Hvernig hefur henni gengið að aðlagast lífinu utan vallarins? „Það skiptir mig engu máli hvort ég er þjálfari eða áhorfandi. Það er miklu erfiðara að vera utan við þennan helvítis völl. Ég hef þó smá áhrif sem þjálfari og það hjálpar.“ Í dag fer Hrafnhildur með sitt lið á fornar slóðir er ÍBV sækir Val heim. Hrafnhildur vann allt sem hægt er að vinna með Val og það oftar en einu sinni. „Það verður yndislegt að mæta þangað. Það er alltaf vel tekið á móti mér þarna og ég á marga vini í Val. Það verður lagt til hliðar í 60 mínútur samt og vonandi yfirgef ég svæðið með tvo punkta.“ Olís-deild kvenna Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira
„Þetta er búið að vera alveg ótrúlega gaman,“ segir Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, þjálfari kvennaliðs ÍBV, en hennar lið hefur farið frábærlega af stað í Olís-deild kvenna. Liðið er búið að vinna átta fyrstu leiki sína í deildinni og á fimmtudag skelltu stelpurnar hennar Íslandsmeisturum Gróttu í uppgjöri ósigruðu liðanna. Byrjun liðsins er því fullkomin en það kemur mörgum á óvart enda var ÍBV spáð fimmta sætinu í deildinni í árlegri spá fyrir mótið. „Ég hafði alltaf meiri trú á þessum stelpum en aðrir þjálfarar deildarinnar greinilega. Við höfum aðeins fengið einn leikmann síðan spáin var birt og sú er ekki í byrjunarliðinu þó að hún spili mikið,“ segir Hrafnhildur og bætir við að margir hafi líka haft litla trú á hinum 19 ára gamla markverði hennar, Erlu Rós Sigmarsdóttur, sem er reynslulítil. „Það var alltaf sagt við mig að ég gæti ekki verið í efstu sætunum af því mig vantaði markvörð. Ég hafði séð hana síðan hún var 17 ára og sá strax hvað hún er mikið efni. Það kemur mér því ekkert á óvart að hún sé að springa út í vetur. Hún byrjaði frábærlega í fyrsta leik gegn Fram og hefur síðan haldið uppteknum hætti,“ segir Hrafnhildur en Erla er dóttir Sigmars Þrastar Óskarssonar, fyrrverandi landsliðsmarkvarðar. „Hún fær örugglega góð ráð heima fyrir.“ Hrafnhildur er eini kvenkynsaðalþjálfari deildarinnar og hún er að slá strákunum við á sínu fyrsta ári sem þjálfari. „Ég er í það minnsta búin að slá þeim við í fyrstu átta leikjunum. Það væri fínt ef þetta endaði bara núna,“ segir Hrafnhildur og hlær dátt. „Það er nóg eftir af mótinu og ÍBV tók mikla dýfu eftir áramót í fyrra. Það á mikið eftir að ganga á áður en yfir lýkur,“ segir Hrafnhildur sem getur ekki neitað því að það sé svakalega gaman að hefja þjálfaraferilinn í meistaraflokki svona vel. „Fyrsti leikurinn var gegn Stebba [Stefáni Arnarsyni, fyrrverandi þjálfara Hrafnhildar] og gaman að vinna hann en égátti nú kannski ekki alveg von á þessari flottu byrjun hjá okkur.“ Hrafnhildur ætlar sér stóra hluti í þjálfuninni og halda áfram að mennta sig í fræðunum. Í Vestmannaeyjum getur hún einbeitt sér algjörlega að þjálfuninni en segir að ef hún væri í bænum hefði hún þurft að sinna fullu starfi samhliða þjálfuninni. „Það eru mikil forréttindi að fá að starfa í þessu umhverfi og við þessar aðstæður. Þetta er snilld eins og maður segir og mér finnst þetta hrikalega gaman. Ég sé ekki eftir því að hafa komið til Eyja.“ Þjálfarinn var þekktur keppnismaður er hún var enn að spila og tapaði sjaldan. Hvernig hefur henni gengið að aðlagast lífinu utan vallarins? „Það skiptir mig engu máli hvort ég er þjálfari eða áhorfandi. Það er miklu erfiðara að vera utan við þennan helvítis völl. Ég hef þó smá áhrif sem þjálfari og það hjálpar.“ Í dag fer Hrafnhildur með sitt lið á fornar slóðir er ÍBV sækir Val heim. Hrafnhildur vann allt sem hægt er að vinna með Val og það oftar en einu sinni. „Það verður yndislegt að mæta þangað. Það er alltaf vel tekið á móti mér þarna og ég á marga vini í Val. Það verður lagt til hliðar í 60 mínútur samt og vonandi yfirgef ég svæðið með tvo punkta.“
Olís-deild kvenna Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira