Hafði greinilega meiri trú á stelpunum en aðrir þjálfarar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 31. október 2015 06:00 ÍBV er enn taplaust eftir átta leiki í Olísdeild kvenna á fyrsta ári sínu undir stjórn Hrafnhildar Skúladóttur. Vísir/Valli „Þetta er búið að vera alveg ótrúlega gaman,“ segir Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, þjálfari kvennaliðs ÍBV, en hennar lið hefur farið frábærlega af stað í Olís-deild kvenna. Liðið er búið að vinna átta fyrstu leiki sína í deildinni og á fimmtudag skelltu stelpurnar hennar Íslandsmeisturum Gróttu í uppgjöri ósigruðu liðanna. Byrjun liðsins er því fullkomin en það kemur mörgum á óvart enda var ÍBV spáð fimmta sætinu í deildinni í árlegri spá fyrir mótið. „Ég hafði alltaf meiri trú á þessum stelpum en aðrir þjálfarar deildarinnar greinilega. Við höfum aðeins fengið einn leikmann síðan spáin var birt og sú er ekki í byrjunarliðinu þó að hún spili mikið,“ segir Hrafnhildur og bætir við að margir hafi líka haft litla trú á hinum 19 ára gamla markverði hennar, Erlu Rós Sigmarsdóttur, sem er reynslulítil. „Það var alltaf sagt við mig að ég gæti ekki verið í efstu sætunum af því mig vantaði markvörð. Ég hafði séð hana síðan hún var 17 ára og sá strax hvað hún er mikið efni. Það kemur mér því ekkert á óvart að hún sé að springa út í vetur. Hún byrjaði frábærlega í fyrsta leik gegn Fram og hefur síðan haldið uppteknum hætti,“ segir Hrafnhildur en Erla er dóttir Sigmars Þrastar Óskarssonar, fyrrverandi landsliðsmarkvarðar. „Hún fær örugglega góð ráð heima fyrir.“ Hrafnhildur er eini kvenkynsaðalþjálfari deildarinnar og hún er að slá strákunum við á sínu fyrsta ári sem þjálfari. „Ég er í það minnsta búin að slá þeim við í fyrstu átta leikjunum. Það væri fínt ef þetta endaði bara núna,“ segir Hrafnhildur og hlær dátt. „Það er nóg eftir af mótinu og ÍBV tók mikla dýfu eftir áramót í fyrra. Það á mikið eftir að ganga á áður en yfir lýkur,“ segir Hrafnhildur sem getur ekki neitað því að það sé svakalega gaman að hefja þjálfaraferilinn í meistaraflokki svona vel. „Fyrsti leikurinn var gegn Stebba [Stefáni Arnarsyni, fyrrverandi þjálfara Hrafnhildar] og gaman að vinna hann en égátti nú kannski ekki alveg von á þessari flottu byrjun hjá okkur.“ Hrafnhildur ætlar sér stóra hluti í þjálfuninni og halda áfram að mennta sig í fræðunum. Í Vestmannaeyjum getur hún einbeitt sér algjörlega að þjálfuninni en segir að ef hún væri í bænum hefði hún þurft að sinna fullu starfi samhliða þjálfuninni. „Það eru mikil forréttindi að fá að starfa í þessu umhverfi og við þessar aðstæður. Þetta er snilld eins og maður segir og mér finnst þetta hrikalega gaman. Ég sé ekki eftir því að hafa komið til Eyja.“ Þjálfarinn var þekktur keppnismaður er hún var enn að spila og tapaði sjaldan. Hvernig hefur henni gengið að aðlagast lífinu utan vallarins? „Það skiptir mig engu máli hvort ég er þjálfari eða áhorfandi. Það er miklu erfiðara að vera utan við þennan helvítis völl. Ég hef þó smá áhrif sem þjálfari og það hjálpar.“ Í dag fer Hrafnhildur með sitt lið á fornar slóðir er ÍBV sækir Val heim. Hrafnhildur vann allt sem hægt er að vinna með Val og það oftar en einu sinni. „Það verður yndislegt að mæta þangað. Það er alltaf vel tekið á móti mér þarna og ég á marga vini í Val. Það verður lagt til hliðar í 60 mínútur samt og vonandi yfirgef ég svæðið með tvo punkta.“ Olís-deild kvenna Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Fleiri fréttir Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Sjá meira
„Þetta er búið að vera alveg ótrúlega gaman,“ segir Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, þjálfari kvennaliðs ÍBV, en hennar lið hefur farið frábærlega af stað í Olís-deild kvenna. Liðið er búið að vinna átta fyrstu leiki sína í deildinni og á fimmtudag skelltu stelpurnar hennar Íslandsmeisturum Gróttu í uppgjöri ósigruðu liðanna. Byrjun liðsins er því fullkomin en það kemur mörgum á óvart enda var ÍBV spáð fimmta sætinu í deildinni í árlegri spá fyrir mótið. „Ég hafði alltaf meiri trú á þessum stelpum en aðrir þjálfarar deildarinnar greinilega. Við höfum aðeins fengið einn leikmann síðan spáin var birt og sú er ekki í byrjunarliðinu þó að hún spili mikið,“ segir Hrafnhildur og bætir við að margir hafi líka haft litla trú á hinum 19 ára gamla markverði hennar, Erlu Rós Sigmarsdóttur, sem er reynslulítil. „Það var alltaf sagt við mig að ég gæti ekki verið í efstu sætunum af því mig vantaði markvörð. Ég hafði séð hana síðan hún var 17 ára og sá strax hvað hún er mikið efni. Það kemur mér því ekkert á óvart að hún sé að springa út í vetur. Hún byrjaði frábærlega í fyrsta leik gegn Fram og hefur síðan haldið uppteknum hætti,“ segir Hrafnhildur en Erla er dóttir Sigmars Þrastar Óskarssonar, fyrrverandi landsliðsmarkvarðar. „Hún fær örugglega góð ráð heima fyrir.“ Hrafnhildur er eini kvenkynsaðalþjálfari deildarinnar og hún er að slá strákunum við á sínu fyrsta ári sem þjálfari. „Ég er í það minnsta búin að slá þeim við í fyrstu átta leikjunum. Það væri fínt ef þetta endaði bara núna,“ segir Hrafnhildur og hlær dátt. „Það er nóg eftir af mótinu og ÍBV tók mikla dýfu eftir áramót í fyrra. Það á mikið eftir að ganga á áður en yfir lýkur,“ segir Hrafnhildur sem getur ekki neitað því að það sé svakalega gaman að hefja þjálfaraferilinn í meistaraflokki svona vel. „Fyrsti leikurinn var gegn Stebba [Stefáni Arnarsyni, fyrrverandi þjálfara Hrafnhildar] og gaman að vinna hann en égátti nú kannski ekki alveg von á þessari flottu byrjun hjá okkur.“ Hrafnhildur ætlar sér stóra hluti í þjálfuninni og halda áfram að mennta sig í fræðunum. Í Vestmannaeyjum getur hún einbeitt sér algjörlega að þjálfuninni en segir að ef hún væri í bænum hefði hún þurft að sinna fullu starfi samhliða þjálfuninni. „Það eru mikil forréttindi að fá að starfa í þessu umhverfi og við þessar aðstæður. Þetta er snilld eins og maður segir og mér finnst þetta hrikalega gaman. Ég sé ekki eftir því að hafa komið til Eyja.“ Þjálfarinn var þekktur keppnismaður er hún var enn að spila og tapaði sjaldan. Hvernig hefur henni gengið að aðlagast lífinu utan vallarins? „Það skiptir mig engu máli hvort ég er þjálfari eða áhorfandi. Það er miklu erfiðara að vera utan við þennan helvítis völl. Ég hef þó smá áhrif sem þjálfari og það hjálpar.“ Í dag fer Hrafnhildur með sitt lið á fornar slóðir er ÍBV sækir Val heim. Hrafnhildur vann allt sem hægt er að vinna með Val og það oftar en einu sinni. „Það verður yndislegt að mæta þangað. Það er alltaf vel tekið á móti mér þarna og ég á marga vini í Val. Það verður lagt til hliðar í 60 mínútur samt og vonandi yfirgef ég svæðið með tvo punkta.“
Olís-deild kvenna Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Fleiri fréttir Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita