Töluvert af eldingum á landinu það sem af er degi Birgir Olgeirsson skrifar 30. október 2015 14:31 Töluvert hefur verið af eldingu á Suðausturlandi það sem af er degi miðað við íslenskan mælikvarða. Vísir/Getty Töluvert hefur verið af eldingum á suðausturhluta landsins um og eftir hádegi í dag og gætu þær gert vart við sig á suðvesturhluta landsins á næstu klukkutímum. Inni á vef Veðurstofu Íslands er að finna eldingaspá sem sýnir veltimætti (Cape). Veltimætti er mælikvarði á lóðréttan óstöðugleika lofts en eftir því sem loftið er óstöðugra eykst hætta á myndun skúraflóka og við mikinn óstöðugleika er hætta á þrumuveðri. Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir spár gefa til kynna að þetta veltimætti verði fremur hátt við suðurströnd landsins seinnipartinn í dag. Síðastliðna nótt og snemma í morgun voru slíkar aðstæður suður af Hornafirði en um hádegisbilið var veltimættið mjög hátt yfir Hornafirði. Nokkrar eldingar hafa sést innan af Hornafirði, austast í Vatnajökli, og ein við Klaustur. Síðustu þrjú korterin hafa nokkrar sést í kringum Öræfin en annars ekki vestan Mýrdalsjökuls. „Ég er svolítið spenntur að sjá hvað þetta ætlar að gera hérna seinni partinn við suðurströndina. Það gæti eitthvað gerst hérna á næstu tveimur til fjórum tímum en ég er ekki farinn að sjá neitt sem bendir til þess að þetta gerist,“ segir Óli Þór. Hann segir aldrei hægt að útiloka að eitthvað tjón geti orðið af eldingum. „Tjón á heimilistækjum er ekki óalgeng ef það gerir eldingu nálægt. Eða í loftneti eða eitthvað slíkt. Það er alltaf möguleiki. Þó það sé búið að vera einhver tugur eldinga hérna þá þykir þetta mjög ómerkilegt á flesta mælikvarða ef menn eru að miða við útlönd. En það er búið að vera þokkalegt af eldingum á Suðausturlandi miðað við íslenskan mælikvarða.“ Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Sjá meira
Töluvert hefur verið af eldingum á suðausturhluta landsins um og eftir hádegi í dag og gætu þær gert vart við sig á suðvesturhluta landsins á næstu klukkutímum. Inni á vef Veðurstofu Íslands er að finna eldingaspá sem sýnir veltimætti (Cape). Veltimætti er mælikvarði á lóðréttan óstöðugleika lofts en eftir því sem loftið er óstöðugra eykst hætta á myndun skúraflóka og við mikinn óstöðugleika er hætta á þrumuveðri. Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir spár gefa til kynna að þetta veltimætti verði fremur hátt við suðurströnd landsins seinnipartinn í dag. Síðastliðna nótt og snemma í morgun voru slíkar aðstæður suður af Hornafirði en um hádegisbilið var veltimættið mjög hátt yfir Hornafirði. Nokkrar eldingar hafa sést innan af Hornafirði, austast í Vatnajökli, og ein við Klaustur. Síðustu þrjú korterin hafa nokkrar sést í kringum Öræfin en annars ekki vestan Mýrdalsjökuls. „Ég er svolítið spenntur að sjá hvað þetta ætlar að gera hérna seinni partinn við suðurströndina. Það gæti eitthvað gerst hérna á næstu tveimur til fjórum tímum en ég er ekki farinn að sjá neitt sem bendir til þess að þetta gerist,“ segir Óli Þór. Hann segir aldrei hægt að útiloka að eitthvað tjón geti orðið af eldingum. „Tjón á heimilistækjum er ekki óalgeng ef það gerir eldingu nálægt. Eða í loftneti eða eitthvað slíkt. Það er alltaf möguleiki. Þó það sé búið að vera einhver tugur eldinga hérna þá þykir þetta mjög ómerkilegt á flesta mælikvarða ef menn eru að miða við útlönd. En það er búið að vera þokkalegt af eldingum á Suðausturlandi miðað við íslenskan mælikvarða.“
Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Sjá meira