Gatið í ósonlaginu yfir Suðurskautslandinu aldrei stærra Birgir Olgeirsson skrifar 30. október 2015 11:25 Frá Suðurskautslandinu. Vísir/EPA Gatið í ósonlaginu yfir Suðurskautslandinu hefur aldrei mælst stærra en í þessum mánuði. Alþjóðaveðurfræðistofnunin greinir frá þessu en segir að ekki þurfi að hafa miklar áhyggjur af þessu meti þó svo að ósonlagið verji allt líf á jörðinni fyrir geislum sólarinnar. Miklar sveiflur eru á stærð gatsins í ósonlaginu yfir Suðurskautslandinu og er það oftast nær stærst á þessum tíma árs þegar mikill kuldi er í heiðhvolfinu.Hér má sjá gatið í ósonlaginu yfir Suðurskautslandinu eins og það blasti við geimferðastofnun Bandaríkjanna, Nasa, 2. nóvember síðastliðinn. Blái og fjólubláiliturinn sýna hvar ósonlagið er sem minnst.Vísir/NasaÍ fyrra greindi Alþjóðaveðurfræðistofnunin frá því að mælingar gæfu til kynna að eyðing ósonlagsins væri í rénun. Voru orsökin rakin til ársins 1987 þegar lagt var bann við notkun efna sem valda eyðingu ósonlagsins, þá sérstaklega flúorklóríðs. Stofnunin sagði hins vegar að það gæti liðið meira en áratugur þar til gatið í ósonlaginu yfir Suðurskautslandinu færi aftur minnkandi og því full ástæða til að halda uppteknum hætti við að reyna að vernda ósonlagið fyrir skaðlegum efnum. Fyrr í mánuðinum mældist gatið 28,2 milljónir ferkílómetra að stærð, sem er meira en flatarmál Kanada og Rússlands til samans og er nýtt met. Árni Sigurðsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir flesta sammála um að almennt aukist styrkur ósonlagsins frá því sem áður var. Gat myndast þó í ósonlaginu yfir Suðurskautslandinu á hverju ári. Það er rakið til kulda í heiðhvolfinu yfir Suðurskautslandinu, en í ár var kaldara en í meðalári. „Þess vegna eyðist meira óson en það er bara tímabundið. Þegar er svona kuldi þéttist meiri raki og það myndast glitský í heiðhvolfinu og það er í tengslum við þessi ský sem ósoneyðingin á sér stað.“Ósonlagið yfir Reykjavík hefur þykknað síðastliðin ár samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands. Vísir/StefánÁrni er á meðal þeirra sem fylgjast með ósonlaginu yfir Reykjavík. Hann segir starfsmenn Veðurstofu Íslands ekki sjá annað en að ósonlagið yfir höfuðborginni sé að þykkna aftur. Það sé hins vegar ekki alveg jafn þykkt og það var áður en eyðingin hófst á áttunda áratug síðustu aldar. „Það er ekki alveg komið í það sama og það var en það nálgast það. Frá árinu 2000 höfum við sérstaklega tekið eftir breytingu, þetta er jafnt og þétt að þykkna aftur.“ Veður Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Gatið í ósonlaginu yfir Suðurskautslandinu hefur aldrei mælst stærra en í þessum mánuði. Alþjóðaveðurfræðistofnunin greinir frá þessu en segir að ekki þurfi að hafa miklar áhyggjur af þessu meti þó svo að ósonlagið verji allt líf á jörðinni fyrir geislum sólarinnar. Miklar sveiflur eru á stærð gatsins í ósonlaginu yfir Suðurskautslandinu og er það oftast nær stærst á þessum tíma árs þegar mikill kuldi er í heiðhvolfinu.Hér má sjá gatið í ósonlaginu yfir Suðurskautslandinu eins og það blasti við geimferðastofnun Bandaríkjanna, Nasa, 2. nóvember síðastliðinn. Blái og fjólubláiliturinn sýna hvar ósonlagið er sem minnst.Vísir/NasaÍ fyrra greindi Alþjóðaveðurfræðistofnunin frá því að mælingar gæfu til kynna að eyðing ósonlagsins væri í rénun. Voru orsökin rakin til ársins 1987 þegar lagt var bann við notkun efna sem valda eyðingu ósonlagsins, þá sérstaklega flúorklóríðs. Stofnunin sagði hins vegar að það gæti liðið meira en áratugur þar til gatið í ósonlaginu yfir Suðurskautslandinu færi aftur minnkandi og því full ástæða til að halda uppteknum hætti við að reyna að vernda ósonlagið fyrir skaðlegum efnum. Fyrr í mánuðinum mældist gatið 28,2 milljónir ferkílómetra að stærð, sem er meira en flatarmál Kanada og Rússlands til samans og er nýtt met. Árni Sigurðsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir flesta sammála um að almennt aukist styrkur ósonlagsins frá því sem áður var. Gat myndast þó í ósonlaginu yfir Suðurskautslandinu á hverju ári. Það er rakið til kulda í heiðhvolfinu yfir Suðurskautslandinu, en í ár var kaldara en í meðalári. „Þess vegna eyðist meira óson en það er bara tímabundið. Þegar er svona kuldi þéttist meiri raki og það myndast glitský í heiðhvolfinu og það er í tengslum við þessi ský sem ósoneyðingin á sér stað.“Ósonlagið yfir Reykjavík hefur þykknað síðastliðin ár samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands. Vísir/StefánÁrni er á meðal þeirra sem fylgjast með ósonlaginu yfir Reykjavík. Hann segir starfsmenn Veðurstofu Íslands ekki sjá annað en að ósonlagið yfir höfuðborginni sé að þykkna aftur. Það sé hins vegar ekki alveg jafn þykkt og það var áður en eyðingin hófst á áttunda áratug síðustu aldar. „Það er ekki alveg komið í það sama og það var en það nálgast það. Frá árinu 2000 höfum við sérstaklega tekið eftir breytingu, þetta er jafnt og þétt að þykkna aftur.“
Veður Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira