Sannað að ketillinn hefur stækkað mikið Svavar Hávarðsson skrifar 30. október 2015 06:00 Hlaupið er metið helmingi stærra en þau stærstu sem á undan því komu. vísir/vilhelm Grunur jarðvísindamanna hefur verið staðfestur um að ástæðan fyrir hinu stóra Skaftárhlaupi sem hófst fyrir réttum mánuði er veruleg stækkun á Eystri-Skaftárkatli sem liggur undir vestanverðum Vatnajökli. „Skýr merki eru um stækkun ketilsins til vesturs, austurs og suðurs,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, og bætir við að ástæður hins mjög svo stóra Skaftárhlaups liggi að mestu ljósar fyrir. Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur „Vatnsborð reis með venjulegum hætti fyrst eftir síðasta hlaup á undan, sem varð sumarið 2010. En frá og með 2011 var risið hægara en áður hefur sést og eftir 2013 hefur miðjan nánast ekkert risið. Ástæðan fyrir þessu virðist vera tilfærsla á jarðhitanum, einkum til suðausturs og e.t.v. til vesturs líka. Jarðhitinn virðist ekki hafa aukist að afli til, bara færst til,“ segir Magnús Tumi og bætir við að tilfærslan hafi valdið því að bráðnun var að mestu leyti við jaðra ketilsins svo hann víkkaði án þess að hækka. „Fyrir vikið safnast meira vatn fyrir og þegar hlaupið loks kom, var það stærra en áður hefur sést úr Skaftárkötlum. Við vitum ekki hvað veldur tilfærslu jarðhitans, en það er ekkert einsdæmi að hann taki breytingum, t.d. höfum við séð mun stærri breytingar í Grímsvötnum á síðustu 70 árum.“ Magnús Tumi, ásamt samstarfsmönnum, vinnur þessa dagana úr gögnum sem fengust í rannsóknarflugi með TF-FMS, flugvél Isavia, á mánudaginn var. Verið er að draga upp kort af katlinum út frá þeim gögnum sem þá söfnuðust þar sem lagt verður mat á rúmmálsbreytingar á katlinum. Spurður hvort þessar niðurstöður taki af allan vafa um að nýr taktur sé kominn til frambúðar í hlaup úr eystri Skaftárkatli, en hlaupið nú var alla vega helmingi stærra en flóðið á undan, árið 2010, segir Magnús: „Ef þessi þróun heldur áfram þá er líklegt að í framtíðinni verði stærri hlaup með lengra millibili. En það er engu hægt að slá föstu. Við eigum eftir að skoða þetta almennilega og bera saman við fleiri gögn, t.d. eru til íssjármælingar sem gerðar voru yfir ketilinn sem geta varpað betra ljósi á þessi mál,“ segir Magnús og vísar til gagna sem var safnað í vorferð Jöklarannsóknafélagsins í vor. Fréttir af flugi Hlaup í Skaftá Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Sjá meira
Grunur jarðvísindamanna hefur verið staðfestur um að ástæðan fyrir hinu stóra Skaftárhlaupi sem hófst fyrir réttum mánuði er veruleg stækkun á Eystri-Skaftárkatli sem liggur undir vestanverðum Vatnajökli. „Skýr merki eru um stækkun ketilsins til vesturs, austurs og suðurs,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, og bætir við að ástæður hins mjög svo stóra Skaftárhlaups liggi að mestu ljósar fyrir. Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur „Vatnsborð reis með venjulegum hætti fyrst eftir síðasta hlaup á undan, sem varð sumarið 2010. En frá og með 2011 var risið hægara en áður hefur sést og eftir 2013 hefur miðjan nánast ekkert risið. Ástæðan fyrir þessu virðist vera tilfærsla á jarðhitanum, einkum til suðausturs og e.t.v. til vesturs líka. Jarðhitinn virðist ekki hafa aukist að afli til, bara færst til,“ segir Magnús Tumi og bætir við að tilfærslan hafi valdið því að bráðnun var að mestu leyti við jaðra ketilsins svo hann víkkaði án þess að hækka. „Fyrir vikið safnast meira vatn fyrir og þegar hlaupið loks kom, var það stærra en áður hefur sést úr Skaftárkötlum. Við vitum ekki hvað veldur tilfærslu jarðhitans, en það er ekkert einsdæmi að hann taki breytingum, t.d. höfum við séð mun stærri breytingar í Grímsvötnum á síðustu 70 árum.“ Magnús Tumi, ásamt samstarfsmönnum, vinnur þessa dagana úr gögnum sem fengust í rannsóknarflugi með TF-FMS, flugvél Isavia, á mánudaginn var. Verið er að draga upp kort af katlinum út frá þeim gögnum sem þá söfnuðust þar sem lagt verður mat á rúmmálsbreytingar á katlinum. Spurður hvort þessar niðurstöður taki af allan vafa um að nýr taktur sé kominn til frambúðar í hlaup úr eystri Skaftárkatli, en hlaupið nú var alla vega helmingi stærra en flóðið á undan, árið 2010, segir Magnús: „Ef þessi þróun heldur áfram þá er líklegt að í framtíðinni verði stærri hlaup með lengra millibili. En það er engu hægt að slá föstu. Við eigum eftir að skoða þetta almennilega og bera saman við fleiri gögn, t.d. eru til íssjármælingar sem gerðar voru yfir ketilinn sem geta varpað betra ljósi á þessi mál,“ segir Magnús og vísar til gagna sem var safnað í vorferð Jöklarannsóknafélagsins í vor.
Fréttir af flugi Hlaup í Skaftá Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Sjá meira