#þettahefðigetaðveriðég: Sýna samhug með hjúkrunarfræðingnum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. nóvember 2015 22:01 Hjúkrunarfræðingar standa þétt að baki hinnar ákærðu. Vísir/Vilhelm „Ég þekki hjúkrunarfræðinginn sem hefur verið ákærður ekki neitt, hef aldrei hitt hann svo ég viti. Ég veit í raun ekkert hver hann er, enda skiptir það ekki máli. Hann hefði getað verið ég. Hann hefði getað verið þú.“ Svo ritar Helga Rós Másdóttir í Facebook-hópinn Samhugur í verki en hún hefur hrundið af stað styrktarreikningi til styrktar hjúkrunarfræðingsins sem ákærð hefur fyrir manndráp af gáleysi. Tilgangurinn með styrktarreikningnum er að „létta hjúkrunarfræðingnum og fjölskyldu hans lífið eftir erfiða reynslu og erfitt dómsmál.“ Ráðgert er að reikningurinn verði opinn til 15. desember og eftir það verði honum lokað og upphæðin sem safnast hefur saman færð til hjúkrunarfræðingsins. Tekið er fram að söfnunin sé einstaklingsframtak en gerð með vitund forystu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og hinnar ákærðu. Fjölmargir hjúkrunarfræðingar og aðstandur þeirra hafa lýst yfir stuðningi við hjúkrunarfræðinginn og senda honum stuðningskveðjur í gegnum Facebook. Notast hefur verið við myllumerkið #þettahefðigetaðveriðég á Facebook og Twitter. Þegar rennt er yfir innlegg og athugasemdir í Facebook-hópnum sést að margir hjúkrunarfræðingar eru mjög hugsi yfir ákærunni á hendur hjúkrunarfræðingnum og telja það ljóst að að þetta atvik hefði getað komið fyrir hvaða hjúkrunarfræðing sem er. Hjúkrunarfræðingurinn var ákærð fyrir manndráp af gáleysi vegna atviks sem átti sér stað árið 2012 þegar Guðmundur Már Bjarnason lést á gjörgæsludeild Landspítalans. Málsmeðferð í málinu hófst fyrir skömmu og ber hjúkrunarfræðingurinn því fyrir sér að gríðarlegt álag og undirmönnum hafi verið á gjörgæslunni umrætt kvöld. Málið er einstakt sinnar tegundar á Íslandi. Aldrei áður hefur hjúkrunarfræðingur verið ákærður fyrir að sýna af sér gáleysi í vinnu. Upplýsingar um styrktarreikninginn má finna hér: Reikningsnúmer 0546-14-404044 Kennitala 060779-4659 Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Landspítalinn Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingurinn í dómsal: „Ég er búin að vera í helvíti síðustu þrjú ár“ Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hjúkrunarfræðingi sem ákærður er fyrir manndráp af gáleysi fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 4. nóvember 2015 12:17 Var í taugaáfalli við yfirheyrslu Hjúkrunarfræðingur sem er ákærður fyrir manndráp hafði hlaupið á milli margra deilda og gefist lítill tími til að sinna sjúklingi sem lést. Sjálfsásakanir hafi valdið því að hún neitaði ekki sök í fyrstu skýrslutöku. 5. nóvember 2015 06:00 Segir ómögulegt að vita hver hafi getað átt við belginn Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hjúkrunarfræðingi á Landspítalanum, sem er ákærður fyrir manndráp af gáleysi, var framhaldið nú eftir hádegi. 4. nóvember 2015 14:54 Yfirlæknir á gjörgæslu: Ekki hægt að kenna einum um þegar svona fer Manninum var vart hugað líf eftir stóra aðgerð en sýndi batamerki næstu daga og þótti þokast í rétta átt. 4. nóvember 2015 15:59 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Fleiri fréttir Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Sjá meira
„Ég þekki hjúkrunarfræðinginn sem hefur verið ákærður ekki neitt, hef aldrei hitt hann svo ég viti. Ég veit í raun ekkert hver hann er, enda skiptir það ekki máli. Hann hefði getað verið ég. Hann hefði getað verið þú.“ Svo ritar Helga Rós Másdóttir í Facebook-hópinn Samhugur í verki en hún hefur hrundið af stað styrktarreikningi til styrktar hjúkrunarfræðingsins sem ákærð hefur fyrir manndráp af gáleysi. Tilgangurinn með styrktarreikningnum er að „létta hjúkrunarfræðingnum og fjölskyldu hans lífið eftir erfiða reynslu og erfitt dómsmál.“ Ráðgert er að reikningurinn verði opinn til 15. desember og eftir það verði honum lokað og upphæðin sem safnast hefur saman færð til hjúkrunarfræðingsins. Tekið er fram að söfnunin sé einstaklingsframtak en gerð með vitund forystu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og hinnar ákærðu. Fjölmargir hjúkrunarfræðingar og aðstandur þeirra hafa lýst yfir stuðningi við hjúkrunarfræðinginn og senda honum stuðningskveðjur í gegnum Facebook. Notast hefur verið við myllumerkið #þettahefðigetaðveriðég á Facebook og Twitter. Þegar rennt er yfir innlegg og athugasemdir í Facebook-hópnum sést að margir hjúkrunarfræðingar eru mjög hugsi yfir ákærunni á hendur hjúkrunarfræðingnum og telja það ljóst að að þetta atvik hefði getað komið fyrir hvaða hjúkrunarfræðing sem er. Hjúkrunarfræðingurinn var ákærð fyrir manndráp af gáleysi vegna atviks sem átti sér stað árið 2012 þegar Guðmundur Már Bjarnason lést á gjörgæsludeild Landspítalans. Málsmeðferð í málinu hófst fyrir skömmu og ber hjúkrunarfræðingurinn því fyrir sér að gríðarlegt álag og undirmönnum hafi verið á gjörgæslunni umrætt kvöld. Málið er einstakt sinnar tegundar á Íslandi. Aldrei áður hefur hjúkrunarfræðingur verið ákærður fyrir að sýna af sér gáleysi í vinnu. Upplýsingar um styrktarreikninginn má finna hér: Reikningsnúmer 0546-14-404044 Kennitala 060779-4659
Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Landspítalinn Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingurinn í dómsal: „Ég er búin að vera í helvíti síðustu þrjú ár“ Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hjúkrunarfræðingi sem ákærður er fyrir manndráp af gáleysi fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 4. nóvember 2015 12:17 Var í taugaáfalli við yfirheyrslu Hjúkrunarfræðingur sem er ákærður fyrir manndráp hafði hlaupið á milli margra deilda og gefist lítill tími til að sinna sjúklingi sem lést. Sjálfsásakanir hafi valdið því að hún neitaði ekki sök í fyrstu skýrslutöku. 5. nóvember 2015 06:00 Segir ómögulegt að vita hver hafi getað átt við belginn Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hjúkrunarfræðingi á Landspítalanum, sem er ákærður fyrir manndráp af gáleysi, var framhaldið nú eftir hádegi. 4. nóvember 2015 14:54 Yfirlæknir á gjörgæslu: Ekki hægt að kenna einum um þegar svona fer Manninum var vart hugað líf eftir stóra aðgerð en sýndi batamerki næstu daga og þótti þokast í rétta átt. 4. nóvember 2015 15:59 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Fleiri fréttir Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Sjá meira
Hjúkrunarfræðingurinn í dómsal: „Ég er búin að vera í helvíti síðustu þrjú ár“ Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hjúkrunarfræðingi sem ákærður er fyrir manndráp af gáleysi fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 4. nóvember 2015 12:17
Var í taugaáfalli við yfirheyrslu Hjúkrunarfræðingur sem er ákærður fyrir manndráp hafði hlaupið á milli margra deilda og gefist lítill tími til að sinna sjúklingi sem lést. Sjálfsásakanir hafi valdið því að hún neitaði ekki sök í fyrstu skýrslutöku. 5. nóvember 2015 06:00
Segir ómögulegt að vita hver hafi getað átt við belginn Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hjúkrunarfræðingi á Landspítalanum, sem er ákærður fyrir manndráp af gáleysi, var framhaldið nú eftir hádegi. 4. nóvember 2015 14:54
Yfirlæknir á gjörgæslu: Ekki hægt að kenna einum um þegar svona fer Manninum var vart hugað líf eftir stóra aðgerð en sýndi batamerki næstu daga og þótti þokast í rétta átt. 4. nóvember 2015 15:59