Róbert: Ekkert skrítið að FH fékk til sín frábæran markvörð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. nóvember 2015 12:34 Róbert Örn skrifar undir i hádeginu í dag. Vísir/Vilhelm Róbert Örn Óskarsson, sem varð Íslandsmeistari með FH í Pepsi-deildinni í sumar, skrifaði í dag undir þriggja ára samning við Víking. Róbert hefur varið mark FH undanfarin tvö ár, en hann var áður á mála hjá Víkingi fyrir fjórum árum. Þá spilaði hann ekki leik.Sjá einnig: Markvörður meistaranna samdi við Víking "Fyrst og fremst valdi ég Víking því það vildi mest fá mig," sagði Róbert við Vísi um ástæðu þess að hann valdi Fossvogsfélagið, en Fjölnir, Fylkir og ÍBV vildu einnig fá hann í sínar raðir. "Það skipti miklu miklu máli og svo þekki ég Milos þjálfara líka. Þegar ákveðið var að fara frá FH var auðveld ákvörðun að velja Víking," sagði Róbert, en ræddi hann við fleiri félög?Sjá einnig: Fimm lið berjast um Róbert Örn "Ég ræddi mest við FH og var ekkert mikið að gefa færi á mér fyrir það. Ætli það hafi ekki verið eitthvað innsæi sem sagði mér að standa ekki í öðrum viðræðum en við Víkingana. Það var samt eitthvað annað í gangi sem vinur minn Bjarki Gunnlaugsson sá um. En þetta var niðurstaðan." FH fékk til sín færeyska landsliðsmarkvörðinn Gunnar Nielsen á dögunum og sá Róbert því sæng sína væntanlega uppreidda í Hafnarfirðinum. Hann kveður þó ekki í fússi.Róbert Örn í Víkingstreyjunni.Vísir/Vilhelm"Það var ekkert skrítið að FH fékk nýjan markvörð í ljósi þess að Kristján Finnbogason, sem er 44 ára, var að leggja hanskana á hilluna. Það er algjörlega í takti við FH að fá svona frábæran markvörð því í liðinu eru tveir menn um hverja stöðu. Það sama á að gilda um markverðina," sagði Róbert, en er hann svekktur með að vera ekki þar áfram?Sjá einnig: Gunnar Nielsen genginn í raðir FH "Ég horfi á þetta frá mörgum hliðum. Það var gífurlega erfið ákvörðun að fara frá FH og FH-ingarnir komu vel fram við mig. En á þessum tímapunkgi finnst mér þetta vera rétta ákvörðunin og ég verð að standa með henni." Róbert hefur fengið sinn skerf af gagnrýni undanfarin tvö ár þrátt fyrir að verja mark liðsins sem hafnaði í öðru sæti í fyrra og varð Íslandsmeistari í ár. Nú mun mæða enn meira á honum þegar hann gengur í raðir smærra liðs. Er hann tilbúinn fyrir þá pressu? "Já, alveg pottþétt. Þetta verður öðruvísi pressa. Ég tel mig vera tilbúinn í þessa nýju áskorun sem er Víkingur," sagði Róbert Örn Óskarsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira
Róbert Örn Óskarsson, sem varð Íslandsmeistari með FH í Pepsi-deildinni í sumar, skrifaði í dag undir þriggja ára samning við Víking. Róbert hefur varið mark FH undanfarin tvö ár, en hann var áður á mála hjá Víkingi fyrir fjórum árum. Þá spilaði hann ekki leik.Sjá einnig: Markvörður meistaranna samdi við Víking "Fyrst og fremst valdi ég Víking því það vildi mest fá mig," sagði Róbert við Vísi um ástæðu þess að hann valdi Fossvogsfélagið, en Fjölnir, Fylkir og ÍBV vildu einnig fá hann í sínar raðir. "Það skipti miklu miklu máli og svo þekki ég Milos þjálfara líka. Þegar ákveðið var að fara frá FH var auðveld ákvörðun að velja Víking," sagði Róbert, en ræddi hann við fleiri félög?Sjá einnig: Fimm lið berjast um Róbert Örn "Ég ræddi mest við FH og var ekkert mikið að gefa færi á mér fyrir það. Ætli það hafi ekki verið eitthvað innsæi sem sagði mér að standa ekki í öðrum viðræðum en við Víkingana. Það var samt eitthvað annað í gangi sem vinur minn Bjarki Gunnlaugsson sá um. En þetta var niðurstaðan." FH fékk til sín færeyska landsliðsmarkvörðinn Gunnar Nielsen á dögunum og sá Róbert því sæng sína væntanlega uppreidda í Hafnarfirðinum. Hann kveður þó ekki í fússi.Róbert Örn í Víkingstreyjunni.Vísir/Vilhelm"Það var ekkert skrítið að FH fékk nýjan markvörð í ljósi þess að Kristján Finnbogason, sem er 44 ára, var að leggja hanskana á hilluna. Það er algjörlega í takti við FH að fá svona frábæran markvörð því í liðinu eru tveir menn um hverja stöðu. Það sama á að gilda um markverðina," sagði Róbert, en er hann svekktur með að vera ekki þar áfram?Sjá einnig: Gunnar Nielsen genginn í raðir FH "Ég horfi á þetta frá mörgum hliðum. Það var gífurlega erfið ákvörðun að fara frá FH og FH-ingarnir komu vel fram við mig. En á þessum tímapunkgi finnst mér þetta vera rétta ákvörðunin og ég verð að standa með henni." Róbert hefur fengið sinn skerf af gagnrýni undanfarin tvö ár þrátt fyrir að verja mark liðsins sem hafnaði í öðru sæti í fyrra og varð Íslandsmeistari í ár. Nú mun mæða enn meira á honum þegar hann gengur í raðir smærra liðs. Er hann tilbúinn fyrir þá pressu? "Já, alveg pottþétt. Þetta verður öðruvísi pressa. Ég tel mig vera tilbúinn í þessa nýju áskorun sem er Víkingur," sagði Róbert Örn Óskarsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira