Malín fékk lánaðan Yaris hjá umboðinu sem systurnar óku á til að sækja fjárkúgunarféð Aðalsteinn Kjartansson skrifar 6. nóvember 2015 12:00 Lögreglan handtók Malín og systur hennar Hlín þegar þær komu í Hafnarfjörð til að sækja fjármunina og skilaði svo bílnum í umboðið. Vísir Malín Brand fékk lánaðan bíl hjá Toyota á Íslandi daginn sem hún ók systur sinni Hlín Einarsdóttur út í hraun við Vallarhverfið í Hafnarfirði þar sem til stóð að sækja peninga sem þær eru grunaðar um að hafa reynt að kúga út úr forsætisráðherra. Þetta staðfestir upplýsingafulltrúi Toyota. „Þetta er ekkert leyndarmál, hún var á Yaris frá okkur, það er bara svoleiðis,“ segir Páll Þorsteinsson, upplýsingafulltrúi Toyota. „Hún hefur oft komið til okkar, hún náttúrulega starfaði sem bílablaðamaður á Morgunblaðinu og hefur prófað bíla oft og hefur mjög oft komið til okkar og fengið bíla til að reynsluaka.“Lögreglan skilaði bílnum Lögreglan handtók Malín og systur hennar Hlín þegar þær komu í Hafnarfjörð til að sækja fjármunina. Malín hefur frá því að greint var frá málinu haldið því fram að hennar aðkoma hafi aðeins falist í að aka systur sinni á staðinn og að hún hafi ekki trúað því að nokkur maður myndi taka mark á hótuninni. Páll segir að lögreglan hafi skilað bílnum í kjölfar handtökunnar. „Og [lögreglan] ræddi við framkvæmdastjóra Toyota í Kauptúni, sem sagt söluaðilanum, og við veittum allar upplýsingar sem beðið var um,“ segir hann.Ekki fyrir vinnunaPáll segir aðspurður að hún hafi ekki fengið bílinn lánaðan til að reynsluaka fyrir vinnu. „Hún sagði að hún væri að prófa þennan bíl fyrir frænku sína sem væri að velta fyrir sér að kaupa Yaris,“ segir hann. „Það var langt síðan hún hafði keyrt hann og bað um að fá að taka aðeins hring á bílnum til þess að rifja upp hvernig bíllinn væri og hvort hann passaði fyrir frænku sína.“Engin lífsýni á bréfinu Rannsókn málsins lauk fyrr í vikunni og er það á leið til ríkissaksóknara, sem mun taka ákvörðun um hvort gefin verði út ákæra í málinu eða ekki. Málið hefur verið til rannsóknar allt frá mánaðamótum maí og júní en meðal annars voru gögn send til lífsýnarannsóknar í útlöndum. Samkvæmt heimildum Vísis fundust engin lífsýni eða fingraför á hótunarbréfinu sem sent var á heimili Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Ekki náðist í Malín við vinnslu fréttarinnar. Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Rannsókn fjárkúgunarmálsins lokið Málið verður sent ríkissaksóknara í vikunni. 4. nóvember 2015 10:52 Hlín Einars: „Gerir mig afar sorgmædda að sjá með hvaða hætti systir mín firrir sig ábyrgð“ Hlín Einarsdóttir segist sorgmædd yfir orðum systur sinnar Malínar Brand í viðtali. 5. nóvember 2015 15:00 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Sjá meira
Malín Brand fékk lánaðan bíl hjá Toyota á Íslandi daginn sem hún ók systur sinni Hlín Einarsdóttur út í hraun við Vallarhverfið í Hafnarfirði þar sem til stóð að sækja peninga sem þær eru grunaðar um að hafa reynt að kúga út úr forsætisráðherra. Þetta staðfestir upplýsingafulltrúi Toyota. „Þetta er ekkert leyndarmál, hún var á Yaris frá okkur, það er bara svoleiðis,“ segir Páll Þorsteinsson, upplýsingafulltrúi Toyota. „Hún hefur oft komið til okkar, hún náttúrulega starfaði sem bílablaðamaður á Morgunblaðinu og hefur prófað bíla oft og hefur mjög oft komið til okkar og fengið bíla til að reynsluaka.“Lögreglan skilaði bílnum Lögreglan handtók Malín og systur hennar Hlín þegar þær komu í Hafnarfjörð til að sækja fjármunina. Malín hefur frá því að greint var frá málinu haldið því fram að hennar aðkoma hafi aðeins falist í að aka systur sinni á staðinn og að hún hafi ekki trúað því að nokkur maður myndi taka mark á hótuninni. Páll segir að lögreglan hafi skilað bílnum í kjölfar handtökunnar. „Og [lögreglan] ræddi við framkvæmdastjóra Toyota í Kauptúni, sem sagt söluaðilanum, og við veittum allar upplýsingar sem beðið var um,“ segir hann.Ekki fyrir vinnunaPáll segir aðspurður að hún hafi ekki fengið bílinn lánaðan til að reynsluaka fyrir vinnu. „Hún sagði að hún væri að prófa þennan bíl fyrir frænku sína sem væri að velta fyrir sér að kaupa Yaris,“ segir hann. „Það var langt síðan hún hafði keyrt hann og bað um að fá að taka aðeins hring á bílnum til þess að rifja upp hvernig bíllinn væri og hvort hann passaði fyrir frænku sína.“Engin lífsýni á bréfinu Rannsókn málsins lauk fyrr í vikunni og er það á leið til ríkissaksóknara, sem mun taka ákvörðun um hvort gefin verði út ákæra í málinu eða ekki. Málið hefur verið til rannsóknar allt frá mánaðamótum maí og júní en meðal annars voru gögn send til lífsýnarannsóknar í útlöndum. Samkvæmt heimildum Vísis fundust engin lífsýni eða fingraför á hótunarbréfinu sem sent var á heimili Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Ekki náðist í Malín við vinnslu fréttarinnar.
Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Rannsókn fjárkúgunarmálsins lokið Málið verður sent ríkissaksóknara í vikunni. 4. nóvember 2015 10:52 Hlín Einars: „Gerir mig afar sorgmædda að sjá með hvaða hætti systir mín firrir sig ábyrgð“ Hlín Einarsdóttir segist sorgmædd yfir orðum systur sinnar Malínar Brand í viðtali. 5. nóvember 2015 15:00 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Sjá meira
Rannsókn fjárkúgunarmálsins lokið Málið verður sent ríkissaksóknara í vikunni. 4. nóvember 2015 10:52
Hlín Einars: „Gerir mig afar sorgmædda að sjá með hvaða hætti systir mín firrir sig ábyrgð“ Hlín Einarsdóttir segist sorgmædd yfir orðum systur sinnar Malínar Brand í viðtali. 5. nóvember 2015 15:00