Segir Seðlabankann lafandi hræddan kynda undir verðbólgu Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. nóvember 2015 16:00 Þorsteinn Sæmundsson í ræðustól. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, fór hörðum orðum um Seðlabankann og stjórnendur hans í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Þorsteinn talar um málið en það gerði hann meðal annars einnig undir störfum þingsins þann 10. júní síðastliðinn, sem og þann 23. sama mánaðar. Tilefnið var vaxtahækkunarákvörðun peningastefnunefndar bankans sem kynnt var í morgun. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 5,75 prósent en þetta er í þriðja sinn sem bankinn ákveður að hækka meginvextina á síðustu misserum. Þessa ákvörðun sagði Þorsteinn vera grafalvarlega og algörlega óþolandi á Alþingi á fjórða tímanum í dag. Gaf hann lítið fyrir eina meginforsendu hækkunarinnar sem Seðlabankinn sagði vera versnandi verðbólguhorfur. Verðbólgan er nú um 1.8 prósent á ársgrundvelli en bankinn gerir ráð fyrir umtalsverðri hækkun, til að mynda vegna mikilla launahækkana að undanförnu.Kasta spreki á verðbólgubálið Að mati Þorsteins eru þó fá teikn á lofti um það að hér muni verðbólga aukast á næstu mánuðum sem um muni. „Vegna þess að við eigum ennþá inni vöruverðslækkun vegna styrkingar krónu,“ útskýrði Þorsteinn. „Það virðist því einhvern veginn þannig að Seðlabankamenn séu að bíða eftir verðbólgu sem ætlar að láta standa á sér og ætla þeir sér því að henda einu spreki á eldinn til þess að reyna að kynda undir henni með þessari ákvörðun. Rétt eins og þeir gerðu í vor þegar þeir bjuggu til kostnaðarverðbólgu með ófyrirsjáanlegum afleiðingum,“ sagði Þorsteinn á Alþingi í dag. Styrking krónunnar og meðfylgjandi lækkun vöruverðs ætti þannig eftir að vega upp á móti þessum ótta Seðlabankamanna að mati Þorsteins. „Það myndi til dæmis muna um það fyrir jólin ef að fatnaður á Íslandi myndi lækka um svona fimm til tíu prósent eins og krónustyrkingin gefur fulla ástæðu til og gæti þess vegna vel virkað inn í þær verðbólgumælingar sem hér eru,“ sagði hann í því samhengi.Seðlabankamenn „lafandi hræddir“ „Verðbólgan er hér nú um 1.8 prósent á ársgrundvelli, ef við tökum íbúðarverðshækkun frá þá er hún nálægt núllinu. Hagvöxtur er 4.6 prósent og menn eru bara lafandi hræddir útaf þessu,“ bætti Þorsteinn við. Því næst tók við upptalning á hagvísum á Írlandi. Þar er verðbólga undir einu prósent, hagvöxtur um 6 prósent en þrátt fyrir það eru stýrivextir lágir, „0.025 eða eitthvað slíkt,“ sagði Þorsteinn. „Ég skil ekki hvernig menn eru að tala hérna um verðbólgu, þar á meðal Seðlabankastjóri; „hún kemur nú samt“ þó að hún sé ekki komin - og í leiðinni erum við að bjóða erlendum aðilum enn til vaxtamunaveislu. Það á að fara að selja hér í janúar aflandskrónur upp á 200 og eitthvað milljarða en hvað er búið að gerast hér á síðustu mánuðum? Það er að safnast upp önnur snjóhengja. Það er bara skafl núna, 40 milljarðar, en hún heldur áfram. Ætla menn þá að safna í aðra snjóhengju. Hvenær ætli þessir 40 milljarðar og fleiri sem á eftir fylgja verði boðnir upp? Þetta er algjörlega óþolandi ákvörðun,“ sagði Þorsteinn á Alþingi í dag. Alþingi Tengdar fréttir Vextir Seðlabankans hækka um 0,25 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 5,75%. 4. nóvember 2015 09:00 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Sjá meira
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, fór hörðum orðum um Seðlabankann og stjórnendur hans í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Þorsteinn talar um málið en það gerði hann meðal annars einnig undir störfum þingsins þann 10. júní síðastliðinn, sem og þann 23. sama mánaðar. Tilefnið var vaxtahækkunarákvörðun peningastefnunefndar bankans sem kynnt var í morgun. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 5,75 prósent en þetta er í þriðja sinn sem bankinn ákveður að hækka meginvextina á síðustu misserum. Þessa ákvörðun sagði Þorsteinn vera grafalvarlega og algörlega óþolandi á Alþingi á fjórða tímanum í dag. Gaf hann lítið fyrir eina meginforsendu hækkunarinnar sem Seðlabankinn sagði vera versnandi verðbólguhorfur. Verðbólgan er nú um 1.8 prósent á ársgrundvelli en bankinn gerir ráð fyrir umtalsverðri hækkun, til að mynda vegna mikilla launahækkana að undanförnu.Kasta spreki á verðbólgubálið Að mati Þorsteins eru þó fá teikn á lofti um það að hér muni verðbólga aukast á næstu mánuðum sem um muni. „Vegna þess að við eigum ennþá inni vöruverðslækkun vegna styrkingar krónu,“ útskýrði Þorsteinn. „Það virðist því einhvern veginn þannig að Seðlabankamenn séu að bíða eftir verðbólgu sem ætlar að láta standa á sér og ætla þeir sér því að henda einu spreki á eldinn til þess að reyna að kynda undir henni með þessari ákvörðun. Rétt eins og þeir gerðu í vor þegar þeir bjuggu til kostnaðarverðbólgu með ófyrirsjáanlegum afleiðingum,“ sagði Þorsteinn á Alþingi í dag. Styrking krónunnar og meðfylgjandi lækkun vöruverðs ætti þannig eftir að vega upp á móti þessum ótta Seðlabankamanna að mati Þorsteins. „Það myndi til dæmis muna um það fyrir jólin ef að fatnaður á Íslandi myndi lækka um svona fimm til tíu prósent eins og krónustyrkingin gefur fulla ástæðu til og gæti þess vegna vel virkað inn í þær verðbólgumælingar sem hér eru,“ sagði hann í því samhengi.Seðlabankamenn „lafandi hræddir“ „Verðbólgan er hér nú um 1.8 prósent á ársgrundvelli, ef við tökum íbúðarverðshækkun frá þá er hún nálægt núllinu. Hagvöxtur er 4.6 prósent og menn eru bara lafandi hræddir útaf þessu,“ bætti Þorsteinn við. Því næst tók við upptalning á hagvísum á Írlandi. Þar er verðbólga undir einu prósent, hagvöxtur um 6 prósent en þrátt fyrir það eru stýrivextir lágir, „0.025 eða eitthvað slíkt,“ sagði Þorsteinn. „Ég skil ekki hvernig menn eru að tala hérna um verðbólgu, þar á meðal Seðlabankastjóri; „hún kemur nú samt“ þó að hún sé ekki komin - og í leiðinni erum við að bjóða erlendum aðilum enn til vaxtamunaveislu. Það á að fara að selja hér í janúar aflandskrónur upp á 200 og eitthvað milljarða en hvað er búið að gerast hér á síðustu mánuðum? Það er að safnast upp önnur snjóhengja. Það er bara skafl núna, 40 milljarðar, en hún heldur áfram. Ætla menn þá að safna í aðra snjóhengju. Hvenær ætli þessir 40 milljarðar og fleiri sem á eftir fylgja verði boðnir upp? Þetta er algjörlega óþolandi ákvörðun,“ sagði Þorsteinn á Alþingi í dag.
Alþingi Tengdar fréttir Vextir Seðlabankans hækka um 0,25 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 5,75%. 4. nóvember 2015 09:00 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Sjá meira
Vextir Seðlabankans hækka um 0,25 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 5,75%. 4. nóvember 2015 09:00