„Snýst um að leiðrétta gríðarlegt óréttlæti“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 4. nóvember 2015 12:35 Heiða Kristín Helgadóttir. vísir/stefán Fimmtán þingmenn allra stjórnarandstöðuflokka á Alþingi hafa óskað eftir því að rannsókn fari fram á vinnuhælinu á Kleppjárnsreykjum og aðgerðum yfirvalda gegn samskiptum íslenskra stúlkna við erlenda hermenn í kjölfar hernámsins árið 1940. Starfsemin á Kleppjárnsreykjum hefur verið talsvert til umræðu undanfarið, meðal annars í tengslum við nýja heimildamynd sem fjallar um ungar íslenskar konur sem voru fordæmdar í dagblöðum og margar sendar á vinnuhælið fyrir að hafa haft samneyti við setulið Bandaríkjahers. Þingmennirnir leggja til að forsætisráðherra verði falið að setja vistheimilisnefnd erindisbréf þess efnis að nefndin kanni starfsemi vinnuhælisins á árunum 1942 til 1943. Þá vilja þeir að lögð verði áhersla á hvort mannréttindabrot hafi verið framin af hálfu íslenskra yfirvalda.Gríðarlegt óréttlæti „Samkvæmt þeim upplýsingum sem liggja fyrir voru allavega fjórtán stúlkur dæmdar í einhvers konar nauðungavist vegna samskipta við hermenn. Þetta snýst fyrst og fremst um það að leiðrétta það sem ég held að allir flutningsmenn séu sammála um að sé gríðarlegt óréttlæti og opna upp einhverja áratugagamla skömm sem þessar konur fá sannarlega að upplifa á sínum tíma og jafnvel enn þá," segir Heiða Kristín Helgadóttir þingmaður Bjartrar framtíðar og fyrsti flutningsmaður þingsláyktunartillögunnar. Hún segir að enn eimi af fordómum í garð þeirra kvenna sem voru viðfangsefni þessara rannsókna og jafnvel sætti frelsisviptingu í kjölfarið. Sumar þeirra séu enn á lífi og mikilvægt sé að þeim verði opinber afsökunarbeiðni.Skipulegustu persónunjósnir Íslandssögunnar „Í sjálfu sér var aldrei hægt að laga neitt svona sem gerðist fyrir mörgum áratugum síðan og það verður aldrei hægt að bæta upp fyrir það eða gefa þessum konum til baka þá sjálfsvirðingu sem þær eiga skilið eins og allir. En það er allavega eitthvað í því ferli að viðurkenna að það hafi verið brotið á manni, sem skiptir gríðarlega miklu máli fyrir þá sem verða fyrir því áfalli að vera brotnir með þessum hætti, sérstaklega svona skipulögðum hætti. Fræðimenn hafa orðað þetta sem svo að þetta hafi verið skipulegustu persónunjósnir sem framkvæmdar hafa verið hér." Þá sé mikilvægt að draga lærdóm af málinu. „Ég man alveg eftir þessari umræðu enn þá þegar ég var sjálf að læra í skóla þá var þetta bara orð sem manni var kennt sem einhvers konar hluta af sögunni; ástandsstúlkur og kanamellur. Eins og það væri bara allt í lagi," segir Heiða Kristín og bætir við að þetta sé henni hjartans mál. „Hver getur ekki orðið ástfanginn af einhverjum sem er ekki pólitískt rétt að maður sé ástfanginn af. Hjartað vill bara það sem hjartað vill."Þingsályktunartillöguna má lesa í heild hér. Alþingi Tengdar fréttir Leggja fram tillögu um rannsókn á Kleppjárnsreykjum Fimmtán þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna vilja rannsaka hvort íslensk yfirvöld hafi framið mannréttindabrot á tímum hernámsins. 3. nóvember 2015 23:34 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira
Fimmtán þingmenn allra stjórnarandstöðuflokka á Alþingi hafa óskað eftir því að rannsókn fari fram á vinnuhælinu á Kleppjárnsreykjum og aðgerðum yfirvalda gegn samskiptum íslenskra stúlkna við erlenda hermenn í kjölfar hernámsins árið 1940. Starfsemin á Kleppjárnsreykjum hefur verið talsvert til umræðu undanfarið, meðal annars í tengslum við nýja heimildamynd sem fjallar um ungar íslenskar konur sem voru fordæmdar í dagblöðum og margar sendar á vinnuhælið fyrir að hafa haft samneyti við setulið Bandaríkjahers. Þingmennirnir leggja til að forsætisráðherra verði falið að setja vistheimilisnefnd erindisbréf þess efnis að nefndin kanni starfsemi vinnuhælisins á árunum 1942 til 1943. Þá vilja þeir að lögð verði áhersla á hvort mannréttindabrot hafi verið framin af hálfu íslenskra yfirvalda.Gríðarlegt óréttlæti „Samkvæmt þeim upplýsingum sem liggja fyrir voru allavega fjórtán stúlkur dæmdar í einhvers konar nauðungavist vegna samskipta við hermenn. Þetta snýst fyrst og fremst um það að leiðrétta það sem ég held að allir flutningsmenn séu sammála um að sé gríðarlegt óréttlæti og opna upp einhverja áratugagamla skömm sem þessar konur fá sannarlega að upplifa á sínum tíma og jafnvel enn þá," segir Heiða Kristín Helgadóttir þingmaður Bjartrar framtíðar og fyrsti flutningsmaður þingsláyktunartillögunnar. Hún segir að enn eimi af fordómum í garð þeirra kvenna sem voru viðfangsefni þessara rannsókna og jafnvel sætti frelsisviptingu í kjölfarið. Sumar þeirra séu enn á lífi og mikilvægt sé að þeim verði opinber afsökunarbeiðni.Skipulegustu persónunjósnir Íslandssögunnar „Í sjálfu sér var aldrei hægt að laga neitt svona sem gerðist fyrir mörgum áratugum síðan og það verður aldrei hægt að bæta upp fyrir það eða gefa þessum konum til baka þá sjálfsvirðingu sem þær eiga skilið eins og allir. En það er allavega eitthvað í því ferli að viðurkenna að það hafi verið brotið á manni, sem skiptir gríðarlega miklu máli fyrir þá sem verða fyrir því áfalli að vera brotnir með þessum hætti, sérstaklega svona skipulögðum hætti. Fræðimenn hafa orðað þetta sem svo að þetta hafi verið skipulegustu persónunjósnir sem framkvæmdar hafa verið hér." Þá sé mikilvægt að draga lærdóm af málinu. „Ég man alveg eftir þessari umræðu enn þá þegar ég var sjálf að læra í skóla þá var þetta bara orð sem manni var kennt sem einhvers konar hluta af sögunni; ástandsstúlkur og kanamellur. Eins og það væri bara allt í lagi," segir Heiða Kristín og bætir við að þetta sé henni hjartans mál. „Hver getur ekki orðið ástfanginn af einhverjum sem er ekki pólitískt rétt að maður sé ástfanginn af. Hjartað vill bara það sem hjartað vill."Þingsályktunartillöguna má lesa í heild hér.
Alþingi Tengdar fréttir Leggja fram tillögu um rannsókn á Kleppjárnsreykjum Fimmtán þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna vilja rannsaka hvort íslensk yfirvöld hafi framið mannréttindabrot á tímum hernámsins. 3. nóvember 2015 23:34 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira
Leggja fram tillögu um rannsókn á Kleppjárnsreykjum Fimmtán þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna vilja rannsaka hvort íslensk yfirvöld hafi framið mannréttindabrot á tímum hernámsins. 3. nóvember 2015 23:34