Leggja fram tillögu um rannsókn á Kleppjárnsreykjum Bjarki Ármannsson skrifar 3. nóvember 2015 23:34 Meðal flutningsmanna tillögunnar er Katrín Jakobsdóttir, sem kallaði eftir rannsókn á Kleppjárnsreykjum í óundirbúnum fyrirspurnartíma í síðasta mánuði. Vísir Fimmtán þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi hafa lagt fram þingályktunartillögu um að vistheimilisnefnd kanni starfsemi á vinnuhælinu á Kleppjárnsreykjum á árunum 1942 og 1943. Jafnframt hlutist forsætisráðherra til um að rannsakað verði hvort íslensk yfirvöld hafi framið mannréttindabrot við að sporna við samskiptum íslenskra kvenna við erlenda hermenn í kjölfar hernámsins árið 1940. Starfsemin á Kleppjárnsreykjum hefur verið talsvert til umræðu undanfarið í tengslum við nýja heimildarmynd sem fjallar um ungar íslenskar konur sem voru fordæmdar í dagblöðum og margar sendar á vinnuhælið fyrir að hafa haft samneyti við setulið Bandaríkjahers. Alma Ómarsdóttir fréttamaður gerði myndina en hún segir gríðarleg mannréttindabrot hafa átt sér stað við yfirheyrslur kvennanna og vistun á Kleppjárnsreykjum. Þá hefur Þór Whitehead sagnfræðiprófessor einnig farið yfir skjöl um þessar aðgerðir stjórnvalda, sem voru gerð opinber að hluta árið 2012, og sagt þær víðtækustu njósnir um einkalíf manna hér á landi.Alma Ómarsdóttir gerði heimildarmynd um Kleppjárnsreyki, sem komið hefur af stað miklu umtali.Vísir/PjeturEkki of seint að biðjast opinberlega afsökunar Meðal flutningsmanna tillögunnar er Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sem kallaði eftir rannsókn á Kleppjárnsreykjum í óundirbúnum fyrirspurnartíma í síðasta mánuði. Fyrsti flutningsmaður er Heiða Kristín Helgadóttir úr Bjartri framtíð. „Brýna nauðsyn ber til þess að upplýst verði með opinberri rannsókn hvað raunverulega átti sér stað á Kleppjárnsreykjum og við lögreglurannsóknir á ungum konum í kjölfar komu erlendra herliða til landsins,“ segir meðal annars í greinargerð tillögunnar. „Enn eimir af fordómum í garð þeirra kvenna sem voru viðfangsefni þessara rannsókna og sættu jafnvel frelsissviptingu í kjölfarið. Sumar þessara kvenna eru enn á lífi og ekki of seint að þeim verði veitt opinber afsökunarbeiðni.“ Alþingi Tengdar fréttir Vill rannsókn á aðgerðum yfirvalda gegn stúlkum á hernámsárunum „Tökum á þessum svarta bletti í sögunni,“ sagði Katrín Jakobsdóttir á þingi í dag. 14. október 2015 16:45 Ástríðuþrungin elska á Íslandi var drifkraftur Jóhönnu Knudsen Baráttan gegn óhollum erlendum áhrifum þýddi að taka varð ástandsstúlkur föstum tökum. 14. október 2015 14:50 Njósnir og ofsóknir gegn saklausum stúlkum Alma Ómarsdóttir hefur gert heimildarmyndina Stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum – Lauslæti og landráð. Í myndinni er fjallað um gróf mannréttindabrot af hálfu íslenskra stjórnvalda gagnvart ungum konum á stríðsárunum. 8. október 2015 10:30 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Sjá meira
Fimmtán þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi hafa lagt fram þingályktunartillögu um að vistheimilisnefnd kanni starfsemi á vinnuhælinu á Kleppjárnsreykjum á árunum 1942 og 1943. Jafnframt hlutist forsætisráðherra til um að rannsakað verði hvort íslensk yfirvöld hafi framið mannréttindabrot við að sporna við samskiptum íslenskra kvenna við erlenda hermenn í kjölfar hernámsins árið 1940. Starfsemin á Kleppjárnsreykjum hefur verið talsvert til umræðu undanfarið í tengslum við nýja heimildarmynd sem fjallar um ungar íslenskar konur sem voru fordæmdar í dagblöðum og margar sendar á vinnuhælið fyrir að hafa haft samneyti við setulið Bandaríkjahers. Alma Ómarsdóttir fréttamaður gerði myndina en hún segir gríðarleg mannréttindabrot hafa átt sér stað við yfirheyrslur kvennanna og vistun á Kleppjárnsreykjum. Þá hefur Þór Whitehead sagnfræðiprófessor einnig farið yfir skjöl um þessar aðgerðir stjórnvalda, sem voru gerð opinber að hluta árið 2012, og sagt þær víðtækustu njósnir um einkalíf manna hér á landi.Alma Ómarsdóttir gerði heimildarmynd um Kleppjárnsreyki, sem komið hefur af stað miklu umtali.Vísir/PjeturEkki of seint að biðjast opinberlega afsökunar Meðal flutningsmanna tillögunnar er Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sem kallaði eftir rannsókn á Kleppjárnsreykjum í óundirbúnum fyrirspurnartíma í síðasta mánuði. Fyrsti flutningsmaður er Heiða Kristín Helgadóttir úr Bjartri framtíð. „Brýna nauðsyn ber til þess að upplýst verði með opinberri rannsókn hvað raunverulega átti sér stað á Kleppjárnsreykjum og við lögreglurannsóknir á ungum konum í kjölfar komu erlendra herliða til landsins,“ segir meðal annars í greinargerð tillögunnar. „Enn eimir af fordómum í garð þeirra kvenna sem voru viðfangsefni þessara rannsókna og sættu jafnvel frelsissviptingu í kjölfarið. Sumar þessara kvenna eru enn á lífi og ekki of seint að þeim verði veitt opinber afsökunarbeiðni.“
Alþingi Tengdar fréttir Vill rannsókn á aðgerðum yfirvalda gegn stúlkum á hernámsárunum „Tökum á þessum svarta bletti í sögunni,“ sagði Katrín Jakobsdóttir á þingi í dag. 14. október 2015 16:45 Ástríðuþrungin elska á Íslandi var drifkraftur Jóhönnu Knudsen Baráttan gegn óhollum erlendum áhrifum þýddi að taka varð ástandsstúlkur föstum tökum. 14. október 2015 14:50 Njósnir og ofsóknir gegn saklausum stúlkum Alma Ómarsdóttir hefur gert heimildarmyndina Stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum – Lauslæti og landráð. Í myndinni er fjallað um gróf mannréttindabrot af hálfu íslenskra stjórnvalda gagnvart ungum konum á stríðsárunum. 8. október 2015 10:30 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Sjá meira
Vill rannsókn á aðgerðum yfirvalda gegn stúlkum á hernámsárunum „Tökum á þessum svarta bletti í sögunni,“ sagði Katrín Jakobsdóttir á þingi í dag. 14. október 2015 16:45
Ástríðuþrungin elska á Íslandi var drifkraftur Jóhönnu Knudsen Baráttan gegn óhollum erlendum áhrifum þýddi að taka varð ástandsstúlkur föstum tökum. 14. október 2015 14:50
Njósnir og ofsóknir gegn saklausum stúlkum Alma Ómarsdóttir hefur gert heimildarmyndina Stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum – Lauslæti og landráð. Í myndinni er fjallað um gróf mannréttindabrot af hálfu íslenskra stjórnvalda gagnvart ungum konum á stríðsárunum. 8. október 2015 10:30