Minntust Árna Steinars Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. nóvember 2015 14:28 Árni Steinar Jóhannsson. Þingmenn minntust Árna Steinars Jóhannssonar, fyrrverandi alþingismanns, á þingfundi í dag. Árni Steinn lést síðla sunnudags á dvalarheimilinu Dalbæ á Dalvík. Hann var aðeins 62 ára að aldri, en hafði um nokkur misseri barist við krabbamein.Einar Kr. Guðfinsson, forseti Alþingis, minntist Árna í ræðu sem lesa má hér að neðan. Að henni lokinni risu þingmenn úr sætum til að votta honum virðingu sína og minnast hans.Árni Steinar Jóhannsson var fæddur á Dalvík 12. júní 1953. Foreldrar voru Jóhann Ásgrímsson Helgason sjómaður og kona hans, Valrós Árnadóttir verslunarmaður.Árni Steinar lauk gagnfræðaprófi á Dalvík 1969. Eftir árs nám í framhaldsskóla í Bandaríkjunum fór hann í Garðyrkjuskóla ríkisins og lauk prófi þaðan árið 1974 og framhaldsnám stundaði hann í Landbúnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn í fimm ár, til ársins 1979. Þá fluttist hann til Akureyrar og varð garðyrkjustjóri þar og síðar umhverfisstjóri fram til 1999 er hann var kosinn á Alþingi. Að lokinni þingmennsku var Árni Steinar um tíma sjálfstætt starfandi ráðgjafi í umhverfismálum en síðar var hann ráðinn umhverfisstjóri Fjarðabyggðar og gegndi því starfi meðan kraftar entust. Árni Steinar sat í stjórnum félaga og stofnana á sérsviði sínu og tók þátt í alþjóðlegri samvinnu garðyrkju- og skógræktarmanna. Hann sat í stjórn Rariks frá árinu 2008 til 2014, og sem stjórnarformaður frá því í maí 2009.Sem ungur maður var Árni Steinar Jóhannsson mjög áhugasamur um þjóðmál, hafði róttækar skoðanir og barðist ekki hvað síst fyrir sjónarmiðum landsbyggðar og valddreifingar. Gætti þess mjög í málflutningi hans og verkum innan þings og utan. Hann leiddi lista Þjóðarflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra 1991 og náði athyglisverðum árangri, skorti lítið á til að hljóta þingsæti. Hann var síðar í framboði fyrir Alþýðubandalagið og óháða, og árið 1999 var hann í 2. sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og var kosinn þingmaður það kjörtímabil, til vors 2003. Hann hafði áður verið varaþingmaður tvívegis og tvisvar sinnum síðar tók hann sæti varamanns. Hann sat á níu þingum alls. Árni Steinar var einn af varaforsetum Alþingis meðan hann átti hér fast sæti og var þar dugmikill, vel látinn og mikill mannasættir. Fyrir vikið varð hann vinmargur og skipti þá engu hvort í hlut áttu pólitískir samherjar eða andstæðingar.Árni Steinar Jóhannsson verður þeim sem með honum störfuðu á Alþingi, svo og öðrum sem honum kynntust, minnisstæður fyrir hve hreinskiptinn hann var, glaðlyndur og gamansamur, en jafnframt skyldurækinn, vandvirkur fagmaður og metnaðarfullur við störf sín. Hann hafði græna fingur og vann brautryðjendastörf í umhverfismálum víða um land. Hann naut vinsælda hvar sem hann starfaði fyrir einlægni sína, þekkingu og áhuga á verkefnum sínum og skilur eftir í hugum samferðamanna hugljúfa mynd af drengskaparmanni. Alþingi Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Sjá meira
Þingmenn minntust Árna Steinars Jóhannssonar, fyrrverandi alþingismanns, á þingfundi í dag. Árni Steinn lést síðla sunnudags á dvalarheimilinu Dalbæ á Dalvík. Hann var aðeins 62 ára að aldri, en hafði um nokkur misseri barist við krabbamein.Einar Kr. Guðfinsson, forseti Alþingis, minntist Árna í ræðu sem lesa má hér að neðan. Að henni lokinni risu þingmenn úr sætum til að votta honum virðingu sína og minnast hans.Árni Steinar Jóhannsson var fæddur á Dalvík 12. júní 1953. Foreldrar voru Jóhann Ásgrímsson Helgason sjómaður og kona hans, Valrós Árnadóttir verslunarmaður.Árni Steinar lauk gagnfræðaprófi á Dalvík 1969. Eftir árs nám í framhaldsskóla í Bandaríkjunum fór hann í Garðyrkjuskóla ríkisins og lauk prófi þaðan árið 1974 og framhaldsnám stundaði hann í Landbúnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn í fimm ár, til ársins 1979. Þá fluttist hann til Akureyrar og varð garðyrkjustjóri þar og síðar umhverfisstjóri fram til 1999 er hann var kosinn á Alþingi. Að lokinni þingmennsku var Árni Steinar um tíma sjálfstætt starfandi ráðgjafi í umhverfismálum en síðar var hann ráðinn umhverfisstjóri Fjarðabyggðar og gegndi því starfi meðan kraftar entust. Árni Steinar sat í stjórnum félaga og stofnana á sérsviði sínu og tók þátt í alþjóðlegri samvinnu garðyrkju- og skógræktarmanna. Hann sat í stjórn Rariks frá árinu 2008 til 2014, og sem stjórnarformaður frá því í maí 2009.Sem ungur maður var Árni Steinar Jóhannsson mjög áhugasamur um þjóðmál, hafði róttækar skoðanir og barðist ekki hvað síst fyrir sjónarmiðum landsbyggðar og valddreifingar. Gætti þess mjög í málflutningi hans og verkum innan þings og utan. Hann leiddi lista Þjóðarflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra 1991 og náði athyglisverðum árangri, skorti lítið á til að hljóta þingsæti. Hann var síðar í framboði fyrir Alþýðubandalagið og óháða, og árið 1999 var hann í 2. sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og var kosinn þingmaður það kjörtímabil, til vors 2003. Hann hafði áður verið varaþingmaður tvívegis og tvisvar sinnum síðar tók hann sæti varamanns. Hann sat á níu þingum alls. Árni Steinar var einn af varaforsetum Alþingis meðan hann átti hér fast sæti og var þar dugmikill, vel látinn og mikill mannasættir. Fyrir vikið varð hann vinmargur og skipti þá engu hvort í hlut áttu pólitískir samherjar eða andstæðingar.Árni Steinar Jóhannsson verður þeim sem með honum störfuðu á Alþingi, svo og öðrum sem honum kynntust, minnisstæður fyrir hve hreinskiptinn hann var, glaðlyndur og gamansamur, en jafnframt skyldurækinn, vandvirkur fagmaður og metnaðarfullur við störf sín. Hann hafði græna fingur og vann brautryðjendastörf í umhverfismálum víða um land. Hann naut vinsælda hvar sem hann starfaði fyrir einlægni sína, þekkingu og áhuga á verkefnum sínum og skilur eftir í hugum samferðamanna hugljúfa mynd af drengskaparmanni.
Alþingi Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Sjá meira