Kjartan Atli á skammarvegginn: Spilaði betur en flestir leikmenn Hattar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. nóvember 2015 14:30 vísir/Stefán Kjartan Atli Kjartansson dró aftur fram körfuboltaskóna þegar hann tók þátt í bikarævintýri KV, sem er betur þekkt fyrir afrek sín í neðri deildum íslenskrar knattspyrnu. Kjartan Atli þekkir bikarkeppnina afar vel, enda varð hann þrefaldur bikarmeistari með Stjörnunni á sínum tíma - tvívegis sem leikmaður og einu sinni sem aðstoðarþjálfari. Bikarævintýrið reyndist þó skammvinnt að þessu sinni, þar sem að KV tapaði fyrir Keflavík, toppliði Domino's-deildarinnar, með 80 stiga mun, 136-56.Sjá einnig: Áttatíu stiga sigur Keflavíkur Kjartan Atli hefur slegið í gegn sem þáttarstjórnandi Domino's Körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport þar sem hver umferð í deildinni er gerð upp. Þar hefur hann farið mikinn, rétt eins og hann gerði í umræddum leik. Skotbakvörðurinn Kjartan Atli náði nefnilega þrefaldri tvennu, afrek sem flesta körfuboltamenn dreymir um, þó svo að þessi hafi verið heldur vafasöm - 15 stig, 10 fráköst og 10 tapaðir boltar.Kjartan Atli varð bikarmeistari árið 2009.Vísir/VilhelmTvenna ekki afrek í svona leik „Ég get ekki sagt að ég sé stoltur af þessari vafasömu þrennu, nei,“ sagði Kjartan Atli í samtali við Vísi en fyrirfram vissi hann ekki við hverju hann mátti búast, enda hafði hann ekki spilað í langan tíma. „Tölfræði í svona leikjum er alltaf svo steikt, því það er svo mikill munur á liðunum að enginn er alveg á fullu gasi. Að ná tvennu [15 stig, 10 fráköst] er ekki einu sinni afrek,“ segir hann en Kjartan Atli spilaði af þvílíkri ákefð að hann missti tánögl á stóru tá í miðjum leik og þurfti að skipta um skó í hálfleik. Kjartan Atli spilaði í rúmar 34 mínútur í leiknum og nýtti stuttu skotin sín ágætlega [3/6 í 2ja stiga skotum] auk þess sem vítanýtingin var prýðileg [3/4]. En aðra sögu er að segja af þriggja stiga skotunum - helsta vopni Kjartans Atla. Hann endaði með því að nýta tvö skot af fimmtán - en klikkaði þó á fyrstu þrettán skotunum sínum.Ákallaði alla guði himinhvolfanna „Trúleysinginn ég var farinn að ákalla alla guði himinhvolfanna,“ rifjar hann upp en Kjartan Atli hafði hitt vel í upphitun og leið vel fyrir leikinn. „En svo fann ég kraftinn þverrast eftir því sem ég hitaði lengur upp. Væntanlega var það stressið, því Keflvíkingar litu svo vel út þegar þeir voru að skjóta fyrir leik. Og ég sá Reggie Dupree fyrir mér pressa mig allan völlinn.“Leikmaðurinn Kjartan Atli.Vísir/VilhelmFann körfuna Eftir þrettán misheppnuð skot blasti lausnin við. „Ég hætti að hugsa. Sem er lykillinn að því að hitta. Þá var ég búinn að „finna“ körfuna. Þá varð þetta aldrei spurning því næsta skot fór líka ofan í. Ég vildi að ég hefði dottið fyrr í gang. En svona er þetta bara.“ Kjartan Atli hefur fengið sterk viðbrögð úr körfuboltahreyfingunni eftir frammistöðuna og sjaldnast eru þau góð. Sem honum þykir einkennilegt, sérstaklega miðað við hvað Högni Egilsson vakti mikla lukku þegar hann tók fram skóna með Val og setti niður þriggja stiga körfu í leik gegn KR. „Svo kem ég aftur; hleð í tvennu gegn efsta liði Domino‘s deildarinnar, ber boltann upp á móti tveimur af bestu varnarmönnum deildarinnar í Gumma Jóns og Reggie og gef allt sem ég á í leikinn. En ég fæ ekkert nema skammir og yfirdrull.“Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, með Bandaríkjamanninum Tobin Carberry.Vísir/StefánViðar er með símanúmerið mitt Einn þeirra sem sendi Kjartani Atla pillu var Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari botnliðs Hattar í Domino's-deildinni. Það kom Kjartani Atla á óvart, ekki síst í ljósi þess að Höttur tapaði fyrir Keflavík með 30 stiga mun þegar liðin mættust á föstudagskvöldið. Kjartan Atli bendir á að enginn leikmaður Hattar fékk tvennu í þeim leik.Sjá einnig: Keflavík ósigrað á toppinn „Svo mæti ég, hef ekki spilað leik í langan tíma, og geri betur en flestir leikmennirnir hans. Við Viðar þjálfum u15 ára landsliðið saman, þannig að hann er með símann hjá mér. Ég hef ekki enn fengið samningstilboð. Hann er alltaf að kvarta að leikmenn vilji ekki fara út á land. Hann ætti kannski að pæla í hvaða leikmenn hann er að reyna að fá.“ Þeir sem hafa fylgst með Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport vita af þrennuveggnum fræga. Hann prýða nöfn þeirra leikmanna, úr bæði karla- og kvennadeildunum, sem hafa náð þrennu á tímabilinu. Garðar Örn Arnarson, framleiðandi þáttarins Körfuboltakvöld, var ekki í vafa um hvar þrennan hans Kjartan Atla ætti heima, miðað við neðangreinda færslu hans á Twitter. Þess má geta að Kjartan Atli er starfsmaður 365 sem er útgefandi Vísis.@gummisteinars @kjartansson4 fer á nýjan vegg... Wall of shame— Garðar Örn Arnarson (@gardarorn23) November 1, 2015 Íslenski körfuboltinn Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Upp á líf og dauða Körfubolti Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Upp á líf og dauða Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Sjá meira
Kjartan Atli Kjartansson dró aftur fram körfuboltaskóna þegar hann tók þátt í bikarævintýri KV, sem er betur þekkt fyrir afrek sín í neðri deildum íslenskrar knattspyrnu. Kjartan Atli þekkir bikarkeppnina afar vel, enda varð hann þrefaldur bikarmeistari með Stjörnunni á sínum tíma - tvívegis sem leikmaður og einu sinni sem aðstoðarþjálfari. Bikarævintýrið reyndist þó skammvinnt að þessu sinni, þar sem að KV tapaði fyrir Keflavík, toppliði Domino's-deildarinnar, með 80 stiga mun, 136-56.Sjá einnig: Áttatíu stiga sigur Keflavíkur Kjartan Atli hefur slegið í gegn sem þáttarstjórnandi Domino's Körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport þar sem hver umferð í deildinni er gerð upp. Þar hefur hann farið mikinn, rétt eins og hann gerði í umræddum leik. Skotbakvörðurinn Kjartan Atli náði nefnilega þrefaldri tvennu, afrek sem flesta körfuboltamenn dreymir um, þó svo að þessi hafi verið heldur vafasöm - 15 stig, 10 fráköst og 10 tapaðir boltar.Kjartan Atli varð bikarmeistari árið 2009.Vísir/VilhelmTvenna ekki afrek í svona leik „Ég get ekki sagt að ég sé stoltur af þessari vafasömu þrennu, nei,“ sagði Kjartan Atli í samtali við Vísi en fyrirfram vissi hann ekki við hverju hann mátti búast, enda hafði hann ekki spilað í langan tíma. „Tölfræði í svona leikjum er alltaf svo steikt, því það er svo mikill munur á liðunum að enginn er alveg á fullu gasi. Að ná tvennu [15 stig, 10 fráköst] er ekki einu sinni afrek,“ segir hann en Kjartan Atli spilaði af þvílíkri ákefð að hann missti tánögl á stóru tá í miðjum leik og þurfti að skipta um skó í hálfleik. Kjartan Atli spilaði í rúmar 34 mínútur í leiknum og nýtti stuttu skotin sín ágætlega [3/6 í 2ja stiga skotum] auk þess sem vítanýtingin var prýðileg [3/4]. En aðra sögu er að segja af þriggja stiga skotunum - helsta vopni Kjartans Atla. Hann endaði með því að nýta tvö skot af fimmtán - en klikkaði þó á fyrstu þrettán skotunum sínum.Ákallaði alla guði himinhvolfanna „Trúleysinginn ég var farinn að ákalla alla guði himinhvolfanna,“ rifjar hann upp en Kjartan Atli hafði hitt vel í upphitun og leið vel fyrir leikinn. „En svo fann ég kraftinn þverrast eftir því sem ég hitaði lengur upp. Væntanlega var það stressið, því Keflvíkingar litu svo vel út þegar þeir voru að skjóta fyrir leik. Og ég sá Reggie Dupree fyrir mér pressa mig allan völlinn.“Leikmaðurinn Kjartan Atli.Vísir/VilhelmFann körfuna Eftir þrettán misheppnuð skot blasti lausnin við. „Ég hætti að hugsa. Sem er lykillinn að því að hitta. Þá var ég búinn að „finna“ körfuna. Þá varð þetta aldrei spurning því næsta skot fór líka ofan í. Ég vildi að ég hefði dottið fyrr í gang. En svona er þetta bara.“ Kjartan Atli hefur fengið sterk viðbrögð úr körfuboltahreyfingunni eftir frammistöðuna og sjaldnast eru þau góð. Sem honum þykir einkennilegt, sérstaklega miðað við hvað Högni Egilsson vakti mikla lukku þegar hann tók fram skóna með Val og setti niður þriggja stiga körfu í leik gegn KR. „Svo kem ég aftur; hleð í tvennu gegn efsta liði Domino‘s deildarinnar, ber boltann upp á móti tveimur af bestu varnarmönnum deildarinnar í Gumma Jóns og Reggie og gef allt sem ég á í leikinn. En ég fæ ekkert nema skammir og yfirdrull.“Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, með Bandaríkjamanninum Tobin Carberry.Vísir/StefánViðar er með símanúmerið mitt Einn þeirra sem sendi Kjartani Atla pillu var Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari botnliðs Hattar í Domino's-deildinni. Það kom Kjartani Atla á óvart, ekki síst í ljósi þess að Höttur tapaði fyrir Keflavík með 30 stiga mun þegar liðin mættust á föstudagskvöldið. Kjartan Atli bendir á að enginn leikmaður Hattar fékk tvennu í þeim leik.Sjá einnig: Keflavík ósigrað á toppinn „Svo mæti ég, hef ekki spilað leik í langan tíma, og geri betur en flestir leikmennirnir hans. Við Viðar þjálfum u15 ára landsliðið saman, þannig að hann er með símann hjá mér. Ég hef ekki enn fengið samningstilboð. Hann er alltaf að kvarta að leikmenn vilji ekki fara út á land. Hann ætti kannski að pæla í hvaða leikmenn hann er að reyna að fá.“ Þeir sem hafa fylgst með Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport vita af þrennuveggnum fræga. Hann prýða nöfn þeirra leikmanna, úr bæði karla- og kvennadeildunum, sem hafa náð þrennu á tímabilinu. Garðar Örn Arnarson, framleiðandi þáttarins Körfuboltakvöld, var ekki í vafa um hvar þrennan hans Kjartan Atla ætti heima, miðað við neðangreinda færslu hans á Twitter. Þess má geta að Kjartan Atli er starfsmaður 365 sem er útgefandi Vísis.@gummisteinars @kjartansson4 fer á nýjan vegg... Wall of shame— Garðar Örn Arnarson (@gardarorn23) November 1, 2015
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Upp á líf og dauða Körfubolti Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Upp á líf og dauða Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Sjá meira