Áhyggjur af litlum fjárframlögum til lögreglunnar Heimir Már Pétursson skrifar 19. nóvember 2015 15:15 Innanríkisráðherra ætlar að leita leiða til að meira fé verði veitt til löggæslumála við afgreiðslu fjárlaga fyrir næsta ár. Eins og oft áður báru mörg mál á góma í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins hafði áhyggjur af litlum fjárframlögum til lögreglunnar í ljósi þess að það væri ein af grunnskyldum ríkisins að gæta innra og ytra öryggis borgaranna, eins og þingmaðurinn orðaði það. Ytra öryggi væri tryggt með varnarsamningi við Bandaríkjamenn og aðildinni að NATO. „En innra öryggið er fyrst og fremst lögregla og síðan Landhelgisgæsla. Á undanförnum árum hefur löggæslan hins vegar látið mjög á sjá og það er kominn tími til að við sameiginlega stöndum að endurreisn lögreglunnar,“ sagði Óli Björn. Lögregluna sárvantaði bæði búnað og mannskap og spurði þingmaðurinn Ólöfu Nordal innanríkisráðherra hvort ekki stæði til að tryggja aukið fjármagn til lögreglunnar í fjárlögum fyrir næsta ár. Ólöf tók undir með þingmanninum um mikilvægi lögreglunnar. Verkefni hennar væru sífellt að aukast á mörgum sviðum, m.a. vegna aukins ferðamannastraums. Löggæsluáætlun væri nú í mótun í innanríkisráðuneytinu. „Ég mun reyna eins og ég get núna á næstunni á næstunni til að finna meira fé til að leggja til löggæslumála. Og ég er sannfærð um að þingið verður samferða mér í þeirri vegferð,“ sagði innanríkisráðherra. Alþingi Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Innanríkisráðherra ætlar að leita leiða til að meira fé verði veitt til löggæslumála við afgreiðslu fjárlaga fyrir næsta ár. Eins og oft áður báru mörg mál á góma í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins hafði áhyggjur af litlum fjárframlögum til lögreglunnar í ljósi þess að það væri ein af grunnskyldum ríkisins að gæta innra og ytra öryggis borgaranna, eins og þingmaðurinn orðaði það. Ytra öryggi væri tryggt með varnarsamningi við Bandaríkjamenn og aðildinni að NATO. „En innra öryggið er fyrst og fremst lögregla og síðan Landhelgisgæsla. Á undanförnum árum hefur löggæslan hins vegar látið mjög á sjá og það er kominn tími til að við sameiginlega stöndum að endurreisn lögreglunnar,“ sagði Óli Björn. Lögregluna sárvantaði bæði búnað og mannskap og spurði þingmaðurinn Ólöfu Nordal innanríkisráðherra hvort ekki stæði til að tryggja aukið fjármagn til lögreglunnar í fjárlögum fyrir næsta ár. Ólöf tók undir með þingmanninum um mikilvægi lögreglunnar. Verkefni hennar væru sífellt að aukast á mörgum sviðum, m.a. vegna aukins ferðamannastraums. Löggæsluáætlun væri nú í mótun í innanríkisráðuneytinu. „Ég mun reyna eins og ég get núna á næstunni á næstunni til að finna meira fé til að leggja til löggæslumála. Og ég er sannfærð um að þingið verður samferða mér í þeirri vegferð,“ sagði innanríkisráðherra.
Alþingi Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum