Innanríkisráðherra segist ekki skilja orð Snorra Magnússonar Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 15. nóvember 2015 19:13 Ummæli Snorra Magnússonar formanns Landssambands lögreglumanna sem birtust á samfélagsmiðlinum Facebook á föstudagskvöldið hafa vakið töluverða athygli. Þar fer hann hörðum orðum um Schengen samstarfið sem hann segir líta vel út á pappírum en ekki ganga upp í raunveruleikanum meðal annars vegna niðurskurðar í löggæslumálum. Með færslunni deildi hann frétt um hryðjuverkaárásirnar í París. Þá sagðist Snorri í ummælum við eigin færslu sjálfur hafa farið með hlaðna skammbyssu í handfarangri inná Schengen svæðið án þess að hún hafi fundist. Slíkt er ólöglegt ef flogið er. Ekki hefur náðst í Snorra þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir um helgina.Hér má sjá skjáskot af ummælum Snorra. Klikkaðu á myndina til þess að lesa textann.VísirInnanríkisráðherra segist vera ein þeirra sem vilji efla löggæslu í landinu líkt og Landssamband lögreglumanna en sé hins vegar ósammála gagnrýninni á þátttöku Íslands í Schengen samstarfinu.Sjá einnig: Formaður Landssambands lögreglumanna harmar niðurfellingu landamæraeftirlits „Ég er á þeirri skoðun að Schengen hafi reynst okkur vel og að það skipti okkur máli að vera í sambandi við okkar sambandsþjóðir,“ segir Ólöf. Hún segir menn verða að gæta þess að fella ekki of þunga dóma beint í miðju svona atburða. Þá segist hún ekki skilja ummæli Snorra um að hann hafi ferðast með hlaðna byssu en nauðsynlegt sé að halda ró sinni í umræðum í tengslum við mál sem þessi. „Það skiptir máli fyrir okkur öll að vera róleg og sýna yfirvegun. Ég held að menn eigi að passa sig á því sem þeir segi og að það sé eftir því tekið þegar ákveðnir aðilar taka til máls. Þetta sýnir það kannski líka að það sé ákveðið vonleysi þegar svona atburðir gerast. Þeir kalla fram sterkar tilfinningar; skiptir máli að ná tökum á þeim áður en maður fer að tjá sig um svona.“ Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Formaður Landssambands lögreglumanna harmar niðurfellingu landamæraeftirlits Snorri Magnússon segir að eitt sinn hafi hann ferðast inn á Schengen svæðið með hlaðna Glock skammbyssu í handfarangri. 14. nóvember 2015 13:47 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Ummæli Snorra Magnússonar formanns Landssambands lögreglumanna sem birtust á samfélagsmiðlinum Facebook á föstudagskvöldið hafa vakið töluverða athygli. Þar fer hann hörðum orðum um Schengen samstarfið sem hann segir líta vel út á pappírum en ekki ganga upp í raunveruleikanum meðal annars vegna niðurskurðar í löggæslumálum. Með færslunni deildi hann frétt um hryðjuverkaárásirnar í París. Þá sagðist Snorri í ummælum við eigin færslu sjálfur hafa farið með hlaðna skammbyssu í handfarangri inná Schengen svæðið án þess að hún hafi fundist. Slíkt er ólöglegt ef flogið er. Ekki hefur náðst í Snorra þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir um helgina.Hér má sjá skjáskot af ummælum Snorra. Klikkaðu á myndina til þess að lesa textann.VísirInnanríkisráðherra segist vera ein þeirra sem vilji efla löggæslu í landinu líkt og Landssamband lögreglumanna en sé hins vegar ósammála gagnrýninni á þátttöku Íslands í Schengen samstarfinu.Sjá einnig: Formaður Landssambands lögreglumanna harmar niðurfellingu landamæraeftirlits „Ég er á þeirri skoðun að Schengen hafi reynst okkur vel og að það skipti okkur máli að vera í sambandi við okkar sambandsþjóðir,“ segir Ólöf. Hún segir menn verða að gæta þess að fella ekki of þunga dóma beint í miðju svona atburða. Þá segist hún ekki skilja ummæli Snorra um að hann hafi ferðast með hlaðna byssu en nauðsynlegt sé að halda ró sinni í umræðum í tengslum við mál sem þessi. „Það skiptir máli fyrir okkur öll að vera róleg og sýna yfirvegun. Ég held að menn eigi að passa sig á því sem þeir segi og að það sé eftir því tekið þegar ákveðnir aðilar taka til máls. Þetta sýnir það kannski líka að það sé ákveðið vonleysi þegar svona atburðir gerast. Þeir kalla fram sterkar tilfinningar; skiptir máli að ná tökum á þeim áður en maður fer að tjá sig um svona.“
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Formaður Landssambands lögreglumanna harmar niðurfellingu landamæraeftirlits Snorri Magnússon segir að eitt sinn hafi hann ferðast inn á Schengen svæðið með hlaðna Glock skammbyssu í handfarangri. 14. nóvember 2015 13:47 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Formaður Landssambands lögreglumanna harmar niðurfellingu landamæraeftirlits Snorri Magnússon segir að eitt sinn hafi hann ferðast inn á Schengen svæðið með hlaðna Glock skammbyssu í handfarangri. 14. nóvember 2015 13:47