Hverja óttumst við? Geir Finnsson skrifar 14. nóvember 2015 21:24 Á augnabliki hættu tístin okkar og stöðuuppfærslur að snúast um prófin og djammið og fjölluðu þess í stað um reiði, sorg, samúð og ótta. Voðaverkin sem ISIS framdi í París á föstudagskvöldið fóru ekki framhjá neinum.„Það er enn hægt að stöðva þessa þróun á Íslandi !!!! Fyrsta skrefið er að tala opinskátt og láta ekki íslenska Political Correct fasismann hræða sig frá því að kalla hlutum réttum nöfnum !!!!“Skiljanlega hófust margir handa við hreingerningar á sínum samfélagsmiðlum og eyddu út nýbirtum og vafasömum djammtístum, enda almennt skynsamlegt að segja aðeins það sem er við hæfi á slíkum skelfingartímum. Þrátt fyrir það birtist okkur fjöldi færslna sem voru umtalsvert meira óviðeigandi en léttvæg djammtíst, sem fjölmiðlar þurftu beinlínis að ritskoða. Ég man og fann það sjálfur að hörmungum loknum, þegar ég lagðist loks á koddann minn, að ég óttaðist ekki fleiri hryðjuverk komandi daga, heldur röng viðbrögð þeirra sem ala á fordómum og einangrun. Þó stærstur hluti þjóðarinnar hafi fundið til með fórnarlömbum miskunnarlausra árása var, því miður, allt of stór hópur fólks sem vildi ekkert annað sjá en hörmulegar lausnir við röngum vanda.„hvenar á að fara útrýma þessum islam viðbjóði? já það er þannig að þettar rusl sem stóð af þessu helvítis ógeðis múslimar“Sökudólgarnir, að þeirra mati, voru fórnarlömbin. Þessi pistill er ætlaður þeim sem sjá stöðuna svona. Til þeirra sem hringja reglulega inn á Útvarp Sögu í leit að samþykki fyrir sínum vanhugsuðu skoðunum. Sem sjá ástæðu til að loka dyrunum á þá sem síst skyldi. Einmitt þá sem flýja hörmungar hryðjuverkamanna.„er þetta ekki málið fyri þig og þinn miðbæ?rotta?“Það er mér algjör skelfing að margir Íslendingar hugsi svona. Að það sé þeim svo óskiljanlegt að flóttafólk séu þau sem flýja það fólk sem framkvæmir þessar skelfilegu árásir. Það er ekkert samasem merki að finna, en þó er auðvelt fyrir marga í kringum okkur að búa það til úr engu. Viðvörunarbjöllunum hefur verið hringt og við sjáum ljósið smám saman dofna sem leiddi hina upplýstu Evrópu. Það eru ekki innflytjendur sem breiða yfir birtuna og leiða okkur á myrkar brautir, heldur þeir sem úthýsa þeim. Evrópa finnur sig á sömu braut og áður leiddi okkur til heimsstyrjalda.„Hvað sem þessi skrímsli gera munu því miður margir vitgrannir Íslendingar halda uppi vörnum fyrir þau og kalla okkur sem höfum eitthvað við þetta að athuga “rasista”“Flóðbylgja fordóma og einangrunasinna skellur á okkur öllum. Því er rík ástæða til að opna augun og binda enda á þetta ástand áður en það færir okkur aftur á þann upphafspunkt sem tók okkur nærri öld að vinna okkur frá. Við eigum ekki að þurfa að eyða kröftum okkar í að hneykslast út í hvort annað. Því það er einmitt sú gildra sem hryðjuverkamenn leggja fyrir okkur. Þeir vilja sjá okkur sundruð frekar en sameinuð í því að taka á móti flóttamönnum, sem eru jafn andsnúnir hryðjuverkamönnunum og við.„Já hvað stendur aftur til að taka á móti mörgum frá Sýrlandi? 55 eða 555? Verður frábært hér eftir svona 5 ár. Komin moska og nóg af liði til að hlusta á boðskapinn þaðan. Boðskap um dauða yfir samkynhneigðum, konum, kristnum ofl ofl.“Samfélagið okkar er á slæmum stað þegar við förum að sofa og óttumst ekki fyrst og fremst árásir á fleiri fórnarlömb, heldur einnig viðbrögð samborgara okkar, sem ala aðeins á því hatri sem knýr hryðjuverkaógnina áfram. Satt að segja veit líklega enginn um eina rétta lausn við þessum vanda okkar. Ég leyfi mér þó að fullyrða að það eina sem fær fáfræði, fordóma og tilheyrandi voðaverk stöðvuð sé upplýstari, opnari og frjálsari heimur. Hann byrjar hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geir Finnsson Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Á augnabliki hættu tístin okkar og stöðuuppfærslur að snúast um prófin og djammið og fjölluðu þess í stað um reiði, sorg, samúð og ótta. Voðaverkin sem ISIS framdi í París á föstudagskvöldið fóru ekki framhjá neinum.„Það er enn hægt að stöðva þessa þróun á Íslandi !!!! Fyrsta skrefið er að tala opinskátt og láta ekki íslenska Political Correct fasismann hræða sig frá því að kalla hlutum réttum nöfnum !!!!“Skiljanlega hófust margir handa við hreingerningar á sínum samfélagsmiðlum og eyddu út nýbirtum og vafasömum djammtístum, enda almennt skynsamlegt að segja aðeins það sem er við hæfi á slíkum skelfingartímum. Þrátt fyrir það birtist okkur fjöldi færslna sem voru umtalsvert meira óviðeigandi en léttvæg djammtíst, sem fjölmiðlar þurftu beinlínis að ritskoða. Ég man og fann það sjálfur að hörmungum loknum, þegar ég lagðist loks á koddann minn, að ég óttaðist ekki fleiri hryðjuverk komandi daga, heldur röng viðbrögð þeirra sem ala á fordómum og einangrun. Þó stærstur hluti þjóðarinnar hafi fundið til með fórnarlömbum miskunnarlausra árása var, því miður, allt of stór hópur fólks sem vildi ekkert annað sjá en hörmulegar lausnir við röngum vanda.„hvenar á að fara útrýma þessum islam viðbjóði? já það er þannig að þettar rusl sem stóð af þessu helvítis ógeðis múslimar“Sökudólgarnir, að þeirra mati, voru fórnarlömbin. Þessi pistill er ætlaður þeim sem sjá stöðuna svona. Til þeirra sem hringja reglulega inn á Útvarp Sögu í leit að samþykki fyrir sínum vanhugsuðu skoðunum. Sem sjá ástæðu til að loka dyrunum á þá sem síst skyldi. Einmitt þá sem flýja hörmungar hryðjuverkamanna.„er þetta ekki málið fyri þig og þinn miðbæ?rotta?“Það er mér algjör skelfing að margir Íslendingar hugsi svona. Að það sé þeim svo óskiljanlegt að flóttafólk séu þau sem flýja það fólk sem framkvæmir þessar skelfilegu árásir. Það er ekkert samasem merki að finna, en þó er auðvelt fyrir marga í kringum okkur að búa það til úr engu. Viðvörunarbjöllunum hefur verið hringt og við sjáum ljósið smám saman dofna sem leiddi hina upplýstu Evrópu. Það eru ekki innflytjendur sem breiða yfir birtuna og leiða okkur á myrkar brautir, heldur þeir sem úthýsa þeim. Evrópa finnur sig á sömu braut og áður leiddi okkur til heimsstyrjalda.„Hvað sem þessi skrímsli gera munu því miður margir vitgrannir Íslendingar halda uppi vörnum fyrir þau og kalla okkur sem höfum eitthvað við þetta að athuga “rasista”“Flóðbylgja fordóma og einangrunasinna skellur á okkur öllum. Því er rík ástæða til að opna augun og binda enda á þetta ástand áður en það færir okkur aftur á þann upphafspunkt sem tók okkur nærri öld að vinna okkur frá. Við eigum ekki að þurfa að eyða kröftum okkar í að hneykslast út í hvort annað. Því það er einmitt sú gildra sem hryðjuverkamenn leggja fyrir okkur. Þeir vilja sjá okkur sundruð frekar en sameinuð í því að taka á móti flóttamönnum, sem eru jafn andsnúnir hryðjuverkamönnunum og við.„Já hvað stendur aftur til að taka á móti mörgum frá Sýrlandi? 55 eða 555? Verður frábært hér eftir svona 5 ár. Komin moska og nóg af liði til að hlusta á boðskapinn þaðan. Boðskap um dauða yfir samkynhneigðum, konum, kristnum ofl ofl.“Samfélagið okkar er á slæmum stað þegar við förum að sofa og óttumst ekki fyrst og fremst árásir á fleiri fórnarlömb, heldur einnig viðbrögð samborgara okkar, sem ala aðeins á því hatri sem knýr hryðjuverkaógnina áfram. Satt að segja veit líklega enginn um eina rétta lausn við þessum vanda okkar. Ég leyfi mér þó að fullyrða að það eina sem fær fáfræði, fordóma og tilheyrandi voðaverk stöðvuð sé upplýstari, opnari og frjálsari heimur. Hann byrjar hér.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun