Hálendið er hjarta Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar 14. nóvember 2015 07:00 Traustið á valdastofnunum og valdsmönnum er í réttu hlutfalli við skynsemina sem ræður gjörðum þeirra: Nú erum við í þeirri fáránlegu stöðu að þurfa að rökræða „hvort“ hálendið verði þjóðgarður í staðinn fyrir að rökræða af krafti og sköpun: „Hvernig“ þjóðgarður. Reikult og ráðvillt Alþingi með 18% traust tekur ekki föstum tökum mál sem stór meirihluti þjóðarinnar styður, en sjáum þó til, tveir flokkar hafa nú í haust lagt fram þingsályktunartillögur um Hálendisþjóðgarð. Fólkið sem talaði háðslega um „fjallagrasastefnu“ þegar deilur um hina óarðbæru Kárahnúkavirkjun stóðu sem hæst er enn við sama horn, þau sem fyrir 10 árum fóru með skop um „eitthvað annað“ tillögur þeirra sem vildu ekki sökkva náttúruverðmætum í drullufen verða nú að viðurkenna að þetta „eitthvað annað“ er stærsti atvinnuvegur þjóðarinnar, skapar tekjur upp á 400 milljarða árlega og 80% þeirra sem koma til landsins með gjaldeyri sem forðaði okkur frá gjaldþroti tala um að „óspillt náttúra“ sé meginaðdráttaraflið. Þessi ósigur rökræðunnar er á stærð við fall Sovétríkjanna í íslensku samhengi.Að hafa efni á? Í bók sem ég gaf út í fyrra, „Afríka, ást við aðra sýn“, er kafli um hvernig fátækar þjóðir eins og Namibía, Botswana og Malaví hafa brugðið hlífiskildi yfir risavaxin landsvæði til að vernda villta náttúru. Ég nefndi tvö náttúruundur sem nú njóta verndar: Ókavangó-óshólmana í Kalahari-eyðimörkinni og Etosha-garðinn í Namibíu sem reyndar hefur verið friðlýstur í meira en öld. Eitt fátækasta ríki í heimi, Malaví, friðlýsti Nyika-hásléttuna löngu áður en nokkrum datt í hug Vatnajökulsþjóðgarður. Í langflestum tilvikum hefði mátt „virkja“ þessar lendur fyrir nautgriparækt, maísakra, hrísgrjón eða uppistöðulón. En þessi fátæku ríki hafa staðið við sitt á vakt fyrir mannkyn allt, enda svæði sem eiga sér hvergi líka.Hér má sjá útlínur tveggja merkra þjóðgarða í Afríku, Etosha og Ókavangó, í samanburði við hálendi Íslands.Á Íslandi eru svæði sem frömuðir eins og Guðmundur Páll Ólafsson og Ómar Ragnarsson hafa bent á að í samfelldri heild sinni eru stórkostleg auðævi, ekki aðeins fyrir Ísland heldur allt mannkyn. Þökk sé Landvernd og náttúruverndarsamtökum, hugsjónafólki eins og Björk, Andra Snæ og mörgum öðrum að þessi mál eru nú komin í fremstu víglínu stjórnmálanna. Því þar eru þau. Hálendið verður ekki aftur heimt sé því spillt. Í þessum hópi eru ekki bara einhverjir ljóðaraulandi aular, Styrmir Gunnarsson og Vigdís Finnbogadóttir eru þarna líka. Höfum við efni á því að vernda hálendið? Í bók minni áðurnefndri sýndi ég kort sem dregur upp útlínur tveggja merkra þjóðgarða í Afríku, Etosha og Ókavangó, í samanburði við hálendi Íslands. Stærðin er nánast sú sama. Og þarna stendur: „Okkar megin miðbaugs, þar sem auður og völd eiga griðlönd, er enn rætt um orkuver á hálendinu, risastór burðarvirki þar yfir og upphækkaða vegi sem skera auðnina og skipta í vinnubúðareiti“. Þetta er úrslitamál Spurningin um hálendi Íslands er ekki einhver suðandi dægurfluga sem þagnar þegar næst er keppt í Júróvisjón. Þetta er úrslitamál um það hvernig þjóð við ætlum að vera og í hvernig landi við ætlum að búa. Í sumar skrifaði ég grein, framtíðarspá gamals manns sem horfir um öxl á dánarbeði eftir 30 ár. Hana má finna á stefanjon.is og í henni stendur meðal annars þetta um það sem gerist á næstunni: „Leiti maður að einstökum atburðum sem mörkuðu straumhvörf tel ég að sigurinn í baráttunni um hálendið hafi ráðið mestu. Við eigum nú stærstu ósnortnu víðerni í Evrópu, reyndar þau einu. 40.000 ferkílómetra af friði og ró?… Þessi barátta gerði ekki bara það að tryggja okkur þessa fögru auðn um aldur og ævi, sem þó var ærið verkefni í hugum margra. Sigurinn knúði allan orkugeirann til að endurhugsa gömlu góðu leiðina. Þessi deild í íslenska rányrkjubúinu neyddist til að hætta að kreista sífellt fleiri megavött úr landinu og finna leiðir til að kreista fleiri dollara úr megavöttunum… Orkumöguleikarnir voru ekki endalausir og nýting varð kjörorð. Rafvæðing á öllum samgöngum landsins á landi og sjó var miklu ábatasamari en stóriðja, alþjóðleg útboð á lausri orku snarhækkuðu verðið til atvinnuvega sem engin atvinnuveganefnd hafði látið sér detta í hug… Ég kalla þennan sigur Straumhvörf því sigurinn um hálendið markaði annað fráhvarf Íslendinga frá rányrkjustefnu síðan land byggðist – hitt var þegar við hættum að reyna að drepa alla fiskana í sjónum.“ Látum þetta verða orð að sönnu eftir þrjátíu ár.Fátækar þjóðir eins og Namibía, Botswana og Malaví hafa brugðið hlífiskildi yfir risavaxin landsvæði til að vernda villta náttúru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Traustið á valdastofnunum og valdsmönnum er í réttu hlutfalli við skynsemina sem ræður gjörðum þeirra: Nú erum við í þeirri fáránlegu stöðu að þurfa að rökræða „hvort“ hálendið verði þjóðgarður í staðinn fyrir að rökræða af krafti og sköpun: „Hvernig“ þjóðgarður. Reikult og ráðvillt Alþingi með 18% traust tekur ekki föstum tökum mál sem stór meirihluti þjóðarinnar styður, en sjáum þó til, tveir flokkar hafa nú í haust lagt fram þingsályktunartillögur um Hálendisþjóðgarð. Fólkið sem talaði háðslega um „fjallagrasastefnu“ þegar deilur um hina óarðbæru Kárahnúkavirkjun stóðu sem hæst er enn við sama horn, þau sem fyrir 10 árum fóru með skop um „eitthvað annað“ tillögur þeirra sem vildu ekki sökkva náttúruverðmætum í drullufen verða nú að viðurkenna að þetta „eitthvað annað“ er stærsti atvinnuvegur þjóðarinnar, skapar tekjur upp á 400 milljarða árlega og 80% þeirra sem koma til landsins með gjaldeyri sem forðaði okkur frá gjaldþroti tala um að „óspillt náttúra“ sé meginaðdráttaraflið. Þessi ósigur rökræðunnar er á stærð við fall Sovétríkjanna í íslensku samhengi.Að hafa efni á? Í bók sem ég gaf út í fyrra, „Afríka, ást við aðra sýn“, er kafli um hvernig fátækar þjóðir eins og Namibía, Botswana og Malaví hafa brugðið hlífiskildi yfir risavaxin landsvæði til að vernda villta náttúru. Ég nefndi tvö náttúruundur sem nú njóta verndar: Ókavangó-óshólmana í Kalahari-eyðimörkinni og Etosha-garðinn í Namibíu sem reyndar hefur verið friðlýstur í meira en öld. Eitt fátækasta ríki í heimi, Malaví, friðlýsti Nyika-hásléttuna löngu áður en nokkrum datt í hug Vatnajökulsþjóðgarður. Í langflestum tilvikum hefði mátt „virkja“ þessar lendur fyrir nautgriparækt, maísakra, hrísgrjón eða uppistöðulón. En þessi fátæku ríki hafa staðið við sitt á vakt fyrir mannkyn allt, enda svæði sem eiga sér hvergi líka.Hér má sjá útlínur tveggja merkra þjóðgarða í Afríku, Etosha og Ókavangó, í samanburði við hálendi Íslands.Á Íslandi eru svæði sem frömuðir eins og Guðmundur Páll Ólafsson og Ómar Ragnarsson hafa bent á að í samfelldri heild sinni eru stórkostleg auðævi, ekki aðeins fyrir Ísland heldur allt mannkyn. Þökk sé Landvernd og náttúruverndarsamtökum, hugsjónafólki eins og Björk, Andra Snæ og mörgum öðrum að þessi mál eru nú komin í fremstu víglínu stjórnmálanna. Því þar eru þau. Hálendið verður ekki aftur heimt sé því spillt. Í þessum hópi eru ekki bara einhverjir ljóðaraulandi aular, Styrmir Gunnarsson og Vigdís Finnbogadóttir eru þarna líka. Höfum við efni á því að vernda hálendið? Í bók minni áðurnefndri sýndi ég kort sem dregur upp útlínur tveggja merkra þjóðgarða í Afríku, Etosha og Ókavangó, í samanburði við hálendi Íslands. Stærðin er nánast sú sama. Og þarna stendur: „Okkar megin miðbaugs, þar sem auður og völd eiga griðlönd, er enn rætt um orkuver á hálendinu, risastór burðarvirki þar yfir og upphækkaða vegi sem skera auðnina og skipta í vinnubúðareiti“. Þetta er úrslitamál Spurningin um hálendi Íslands er ekki einhver suðandi dægurfluga sem þagnar þegar næst er keppt í Júróvisjón. Þetta er úrslitamál um það hvernig þjóð við ætlum að vera og í hvernig landi við ætlum að búa. Í sumar skrifaði ég grein, framtíðarspá gamals manns sem horfir um öxl á dánarbeði eftir 30 ár. Hana má finna á stefanjon.is og í henni stendur meðal annars þetta um það sem gerist á næstunni: „Leiti maður að einstökum atburðum sem mörkuðu straumhvörf tel ég að sigurinn í baráttunni um hálendið hafi ráðið mestu. Við eigum nú stærstu ósnortnu víðerni í Evrópu, reyndar þau einu. 40.000 ferkílómetra af friði og ró?… Þessi barátta gerði ekki bara það að tryggja okkur þessa fögru auðn um aldur og ævi, sem þó var ærið verkefni í hugum margra. Sigurinn knúði allan orkugeirann til að endurhugsa gömlu góðu leiðina. Þessi deild í íslenska rányrkjubúinu neyddist til að hætta að kreista sífellt fleiri megavött úr landinu og finna leiðir til að kreista fleiri dollara úr megavöttunum… Orkumöguleikarnir voru ekki endalausir og nýting varð kjörorð. Rafvæðing á öllum samgöngum landsins á landi og sjó var miklu ábatasamari en stóriðja, alþjóðleg útboð á lausri orku snarhækkuðu verðið til atvinnuvega sem engin atvinnuveganefnd hafði látið sér detta í hug… Ég kalla þennan sigur Straumhvörf því sigurinn um hálendið markaði annað fráhvarf Íslendinga frá rányrkjustefnu síðan land byggðist – hitt var þegar við hættum að reyna að drepa alla fiskana í sjónum.“ Látum þetta verða orð að sönnu eftir þrjátíu ár.Fátækar þjóðir eins og Namibía, Botswana og Malaví hafa brugðið hlífiskildi yfir risavaxin landsvæði til að vernda villta náttúru.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar