Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Haukar 57-109 | Haukar gjörsamlega slátruðu ÍR-ingum Stefán Árni Pálsson í Hertz-hellinum skrifar 13. nóvember 2015 18:30 Sveinbjörn Claessen, hdl, leikmaður ÍR. vísir/vilhelm Haukar gjörsamlega slátruðu ÍR-ingum 109-57, í Dominos-deild karla í kvöld. ÍR-ingar gátu hreinlega ekki neitt í kvöld og ein versta frammistaða liðsins á tímabilinu staðreynd. Haukar voru aftur á móti frábærir. Haukar byrjuðu leikinn betur og komst liðið fljótalega í 11-2. Haukur Óskarsson var gríðarlega sterkur í liðið Hauka á upphafsmínútum leiksins og hafði hann þá skorað níu stig. Haukar héldu áfram að leika sérstaklega vel en á sama tíma gekk akkúrat ekkert upp hjá ÍR-ingum. Gestirnir fengu fína aðstoð frá bekknum og þegar fyrsta leikhluta var lokið var staðan 32-11 fyrir Hauka. ÍR-ingar náðu aðeins að skora ellefu stig í fyrsta leikhlutanum. Það er skemmst frá því að segja að það var aðeins eitt lið á vellinum allan fyrri hálfleikinn og það tók til að mynda ÍR-inga fimm mínútur að skora sín fyrst stig í öðrum leikhluta og þá var staðan orðin 44-11. Með hreinum ólíkindum og Haukar gjörsamlega að valta yfir heimamenn. Haukar komust mest 36 stigum yfir í fyrri hálfleiknum og ÍR-ingar voru bara eins og leikskólakrakkar í höndum þeirra rauðklæddu. Staðan í hálfleik 23-55. ÍR-ingar þurftu náttúrulega ekkert nema kraftaverk til að komast inn í leikinn. Sama sagan hélt áfram í síðar hálfleik og þegar þriðji leikhlutinn var hálfnaður var staðan 72-26. Tölur sem maður sér aldrei í efstu deild og tölur sem eiga ekki að sjást. Leikurinn var búinn í hálfleik og það breytist aldrei. Haukar náðu mest 56 stiga forskoti í leiknum og ÍR-ingar eiga í raun að skammast sín eftir leikinn í kvöld. Síðari hálfleikurinn var eðlilega aldrei spennandi. Haukar léku sér að heimamönnum og náði hinn ungi Hjálmar Stefánsson, leikmaður Hauka, til að mynd í tvígang svokallaðri alley oop troðslu. Í eitt skiptið fékk hann sendingu nánast yfir allan völlinn. Ótrúlegt atvik. Kristinn Jónasson var atkvæðamestur í liði Hauka í kvöld með 24 stig. Bein lýsing: ÍR - Haukar Bjarni: Versti leikur hjá liði undir minni stjórn„Þetta er versti leikur hjá liði undir minni stjórn,“ segir Bjarni Magnússon, þjálfari ÍR, eftir leikinn. „Þetta var bara ömurleg frammistaða frá okkur öllum og bara skammarleg. Svona stuttu eftir leik þá þarf maður ekkert að taka eitthvað tryllingskast inn í klefa, strákarnir vita alveg upp á sig sökina.“ Bjarni vonar að menn læri af þessum leik. „Við erum núna búnir að spila tvö hræðilega leiki í röð og þetta er eitthvað sem við verðum að leysa, og það strax. Við erum ekkert að hitta úr opnum skotum og bara brotnum strax í byrjun.“ Ívar: Ótrúlega auðveldur leikur„Þetta var í raun ótrúlega auðvelt, en við erum líka búnir að vera spila vel að undanförnu,“ segir Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, eftir leikinn. „Þetta er þriðji leikurinn í röð sem við erum að vinna nokkuð örugglega svo þetta lítur ágætlega út fyrir okkur þessa stundina.“ Ívar segir samt sem áður að ÍR-ingarnir hafi verið óvenju slakir í kvöld. „Þeir hittu ekki úr opnum skotum og voru fljótir að missa sjálfstraustið,“ segir Ívar en Haukar byrjuðu ekkert sérstaklega á þessu tímabili. Núna er allt annað sjá til liðsins. „Við lærðum bara af þessum fyrstu tveimur leikjum liðsins sem töpuðust og það gera bara sterk lið.“ Bein lýsing: ÍR - HaukarTweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild karla Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira
Haukar gjörsamlega slátruðu ÍR-ingum 109-57, í Dominos-deild karla í kvöld. ÍR-ingar gátu hreinlega ekki neitt í kvöld og ein versta frammistaða liðsins á tímabilinu staðreynd. Haukar voru aftur á móti frábærir. Haukar byrjuðu leikinn betur og komst liðið fljótalega í 11-2. Haukur Óskarsson var gríðarlega sterkur í liðið Hauka á upphafsmínútum leiksins og hafði hann þá skorað níu stig. Haukar héldu áfram að leika sérstaklega vel en á sama tíma gekk akkúrat ekkert upp hjá ÍR-ingum. Gestirnir fengu fína aðstoð frá bekknum og þegar fyrsta leikhluta var lokið var staðan 32-11 fyrir Hauka. ÍR-ingar náðu aðeins að skora ellefu stig í fyrsta leikhlutanum. Það er skemmst frá því að segja að það var aðeins eitt lið á vellinum allan fyrri hálfleikinn og það tók til að mynda ÍR-inga fimm mínútur að skora sín fyrst stig í öðrum leikhluta og þá var staðan orðin 44-11. Með hreinum ólíkindum og Haukar gjörsamlega að valta yfir heimamenn. Haukar komust mest 36 stigum yfir í fyrri hálfleiknum og ÍR-ingar voru bara eins og leikskólakrakkar í höndum þeirra rauðklæddu. Staðan í hálfleik 23-55. ÍR-ingar þurftu náttúrulega ekkert nema kraftaverk til að komast inn í leikinn. Sama sagan hélt áfram í síðar hálfleik og þegar þriðji leikhlutinn var hálfnaður var staðan 72-26. Tölur sem maður sér aldrei í efstu deild og tölur sem eiga ekki að sjást. Leikurinn var búinn í hálfleik og það breytist aldrei. Haukar náðu mest 56 stiga forskoti í leiknum og ÍR-ingar eiga í raun að skammast sín eftir leikinn í kvöld. Síðari hálfleikurinn var eðlilega aldrei spennandi. Haukar léku sér að heimamönnum og náði hinn ungi Hjálmar Stefánsson, leikmaður Hauka, til að mynd í tvígang svokallaðri alley oop troðslu. Í eitt skiptið fékk hann sendingu nánast yfir allan völlinn. Ótrúlegt atvik. Kristinn Jónasson var atkvæðamestur í liði Hauka í kvöld með 24 stig. Bein lýsing: ÍR - Haukar Bjarni: Versti leikur hjá liði undir minni stjórn„Þetta er versti leikur hjá liði undir minni stjórn,“ segir Bjarni Magnússon, þjálfari ÍR, eftir leikinn. „Þetta var bara ömurleg frammistaða frá okkur öllum og bara skammarleg. Svona stuttu eftir leik þá þarf maður ekkert að taka eitthvað tryllingskast inn í klefa, strákarnir vita alveg upp á sig sökina.“ Bjarni vonar að menn læri af þessum leik. „Við erum núna búnir að spila tvö hræðilega leiki í röð og þetta er eitthvað sem við verðum að leysa, og það strax. Við erum ekkert að hitta úr opnum skotum og bara brotnum strax í byrjun.“ Ívar: Ótrúlega auðveldur leikur„Þetta var í raun ótrúlega auðvelt, en við erum líka búnir að vera spila vel að undanförnu,“ segir Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, eftir leikinn. „Þetta er þriðji leikurinn í röð sem við erum að vinna nokkuð örugglega svo þetta lítur ágætlega út fyrir okkur þessa stundina.“ Ívar segir samt sem áður að ÍR-ingarnir hafi verið óvenju slakir í kvöld. „Þeir hittu ekki úr opnum skotum og voru fljótir að missa sjálfstraustið,“ segir Ívar en Haukar byrjuðu ekkert sérstaklega á þessu tímabili. Núna er allt annað sjá til liðsins. „Við lærðum bara af þessum fyrstu tveimur leikjum liðsins sem töpuðust og það gera bara sterk lið.“ Bein lýsing: ÍR - HaukarTweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild karla Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira