Forseti áminnir höfund "bankaskítafýlunnar“ Heimir Már Pétursson skrifar 11. nóvember 2015 19:00 Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir nóg komið af sóðaskap í viðskiptum og hvetti landsmenn á Alþingi í dag til að hætta viðskiptum við Símann. Hjá fyrirtækinu virtist skítastuðullinn kominn upp í rjáfur eins og hann hafi verið fyrir kreppu. Þingforseti gerði athugasemd við orðbragð þingmannsins. Í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag rifjaði þingmaðurinn upp þegar hann fyrstur manna notaði orðið „bankaskítafýlu" í tengslum við sölu Arion banka á hlutabréfum í Símanum í síðasta mánuði. Þau ummæli hefðu vakið mikil viðbrögð og m.a. leitt til þess að bankastjóri Arion hafi viðurkennt viss mistök við sölu hlutabréfa til útvalins hóps, meðal annars yfirmanna Símans, framhjá almennu hlutafjárútboði. „En hjá Símanum eru þau mistök ekki viðurkennd. Þar virðist skítastuðullinn vera kominn upp í rjáfur aftur eins og hann var hérna fyrir kreppu. Þar ætla menn ekki að skila illa fengnum ránsfeng eins og þjófarnir eru tregir til,“ sagði Ásmundur. Það þyrfti þjóðarsókn gegn spillingu í bankakerfinu og atvinnulífinu. „Og ég hvet til þess að hið háa Alþingi hætti nú viðskiptum við svona fyrirtæki, eins og Símann. Það ætla ég að gera og ég hvet þjóðina til að segja upp viðskiptum við þetta fyrirtæki,“ sagði Ásmundur. Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis var greinilega ekki sáttur við orðbragð þingmannsins. „Forseti vill biðja háttvirta þingmenn um að gæta orðavals í ræðum sínum. Það er vel hægt að koma sjónarmiðum sínum á framfæri án óþarfa stóryrða,“ sagði Einar úr sæti forseta eftir að Ásmundur lauk ræðu sinni. Í samtali við fréttastofu sagði Ásmundur að það hafi misboðið þjóðinni þegar yfirmenn Símans hafi fengið hlutabréf í fyrirtækinu frá Arion banka á sérkjörum. „Ég hvatti þá til að skila þessum hlutabréfum og sitja við sama borð og aðrir. Alla vega við sama borð og aðrir starfsmenn. Ég held að þjóðinni og okkur finnist nóg komið af þessum sóðaskap. Honum verði að linna og Íslendingar geti farið að búa við umhverfi sem er eðlilegt. Þar sem fólk getur treyst hvort öðru og við getum treyst því að þessi fyrirtæki og þeirra yfirmenn séu að vinna samkvæmt eðlilegum vinnureglum á markaði,“ segir Ásmundur Friðriksson. Alþingi Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir nóg komið af sóðaskap í viðskiptum og hvetti landsmenn á Alþingi í dag til að hætta viðskiptum við Símann. Hjá fyrirtækinu virtist skítastuðullinn kominn upp í rjáfur eins og hann hafi verið fyrir kreppu. Þingforseti gerði athugasemd við orðbragð þingmannsins. Í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag rifjaði þingmaðurinn upp þegar hann fyrstur manna notaði orðið „bankaskítafýlu" í tengslum við sölu Arion banka á hlutabréfum í Símanum í síðasta mánuði. Þau ummæli hefðu vakið mikil viðbrögð og m.a. leitt til þess að bankastjóri Arion hafi viðurkennt viss mistök við sölu hlutabréfa til útvalins hóps, meðal annars yfirmanna Símans, framhjá almennu hlutafjárútboði. „En hjá Símanum eru þau mistök ekki viðurkennd. Þar virðist skítastuðullinn vera kominn upp í rjáfur aftur eins og hann var hérna fyrir kreppu. Þar ætla menn ekki að skila illa fengnum ránsfeng eins og þjófarnir eru tregir til,“ sagði Ásmundur. Það þyrfti þjóðarsókn gegn spillingu í bankakerfinu og atvinnulífinu. „Og ég hvet til þess að hið háa Alþingi hætti nú viðskiptum við svona fyrirtæki, eins og Símann. Það ætla ég að gera og ég hvet þjóðina til að segja upp viðskiptum við þetta fyrirtæki,“ sagði Ásmundur. Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis var greinilega ekki sáttur við orðbragð þingmannsins. „Forseti vill biðja háttvirta þingmenn um að gæta orðavals í ræðum sínum. Það er vel hægt að koma sjónarmiðum sínum á framfæri án óþarfa stóryrða,“ sagði Einar úr sæti forseta eftir að Ásmundur lauk ræðu sinni. Í samtali við fréttastofu sagði Ásmundur að það hafi misboðið þjóðinni þegar yfirmenn Símans hafi fengið hlutabréf í fyrirtækinu frá Arion banka á sérkjörum. „Ég hvatti þá til að skila þessum hlutabréfum og sitja við sama borð og aðrir. Alla vega við sama borð og aðrir starfsmenn. Ég held að þjóðinni og okkur finnist nóg komið af þessum sóðaskap. Honum verði að linna og Íslendingar geti farið að búa við umhverfi sem er eðlilegt. Þar sem fólk getur treyst hvort öðru og við getum treyst því að þessi fyrirtæki og þeirra yfirmenn séu að vinna samkvæmt eðlilegum vinnureglum á markaði,“ segir Ásmundur Friðriksson.
Alþingi Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum