Selfyssingarnir sér á báti í markaskorun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2015 06:45 Hrafnhildur Hanna er mikil markavél. vísir/stefán Handbolti. Tveir leikmenn Olís-deildar kvenna náðu að rjúfa hundrað marka múrinn áður en deildin fór í jólafrí en síðustu leikirnir í tæpar sjö vikur fóru fram um síðustu helgi. Leikmennirnir sem um ræðir eru Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og Díana Kristín Sigmarsdóttir sem spila reyndar ekki með sama félagi í deildinni en eiga það sameiginlegt að vera báðar tvítugar og frá Selfossi. Hrafnhildur Hanna hefur nú átján marka forskot á toppnum en hún hefur skorað 118 mörk eða yfir níu mörk að meðaltali í leik. Díana Kristín skoraði fjórtán mörk í lokaleiknum og komst þar með upp í 100 mörkin. Hún hefur skorað þau í 12 leikjum og er því með 8,3 mörk að meðaltali í leik. Báðar hafa þær fimm sinnum skorað tíu mörk eða fleiri í einum leik en Hrafnhildur Hanna á besta leikinn þegar hún skoraði 18 mörk á móti Fylki. Þær Hrafnhildur Hanna og Díana spiluðu ekki saman með Selfossi í efstu deild því Díana fór snemma í Hauka og spilaði einnig með Fylki áður en hún samdi við Fjölni síðasta sumar. Hrafnhildur skipti í annan gír eftir þrjá fyrstu leikina þar sem hún var með 6,3 mörk að meðaltali. Síðan þá hefur hún skorað 9,9 mörk að meðaltali og aðeins einu sinni undir sjö mörkum. Frammistaða Hrafnhildar Hönnu á móti efstu liðunum er vissulega athyglisverð. Hún skoraði ellefu mörk á móti báðum efstu liðunum, Gróttu og ÍBV, og þá er hún með 10,4 mörk í leik á móti þeim liðum sem væru inni í úrslitakeppninni ef deildin endaði eins og hún er í dag. Hrafnhildur hefur á móti „aðeins“ skorað 7,5 mörk í leik á móti sex neðstu liðunum. Hrafnhildur er á góðri leið með að bæta sitt persónulega met frá því í fyrra þegar hún skoraði 159 mörk í 22 leikjum, 7,2 mörk í leik, og varð markadrottning deildarinnar. Hrafnhildur skoraði 5,5 mörk í leik veturinn 2013-14 og er því að taka sitt annað stóra stökk í röð. Fleiri ungar og stórefnilegar stúlkur eru ofarlega á listanum eins og þær Thea Imani Sturludóttir úr Fylki og Ragnheiður Júlíusdóttir úr Fram en þar eru einnig reynsluboltar eins og þær Kristín Guðmundsdóttir úr Val, Ramune Pekarskyte úr Haukum og Hekla Daðadóttir úr Aftureldingu.Markaskor Hrafnhildar Hönnu eftir leikjum: Haukar (úti) 7 mörk KA/Þór (heima) 5 mörk Fjölnir (úti) 7 mörk Fylkir (heima) 18 mörk Fram (úti) 12 mörk Grótta (heima) 11 mörk Afturelding (úti) 7 mörk Valur (heima) 4 mörk ÍR (úti) 9 mörk ÍBV (heima) 11 mörk Stjarnan (úti) 10 mörk HK (heima) 9 mörk FH (úti) 8 mörk Olís-deild kvenna Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Fleiri fréttir Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Sjá meira
Handbolti. Tveir leikmenn Olís-deildar kvenna náðu að rjúfa hundrað marka múrinn áður en deildin fór í jólafrí en síðustu leikirnir í tæpar sjö vikur fóru fram um síðustu helgi. Leikmennirnir sem um ræðir eru Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og Díana Kristín Sigmarsdóttir sem spila reyndar ekki með sama félagi í deildinni en eiga það sameiginlegt að vera báðar tvítugar og frá Selfossi. Hrafnhildur Hanna hefur nú átján marka forskot á toppnum en hún hefur skorað 118 mörk eða yfir níu mörk að meðaltali í leik. Díana Kristín skoraði fjórtán mörk í lokaleiknum og komst þar með upp í 100 mörkin. Hún hefur skorað þau í 12 leikjum og er því með 8,3 mörk að meðaltali í leik. Báðar hafa þær fimm sinnum skorað tíu mörk eða fleiri í einum leik en Hrafnhildur Hanna á besta leikinn þegar hún skoraði 18 mörk á móti Fylki. Þær Hrafnhildur Hanna og Díana spiluðu ekki saman með Selfossi í efstu deild því Díana fór snemma í Hauka og spilaði einnig með Fylki áður en hún samdi við Fjölni síðasta sumar. Hrafnhildur skipti í annan gír eftir þrjá fyrstu leikina þar sem hún var með 6,3 mörk að meðaltali. Síðan þá hefur hún skorað 9,9 mörk að meðaltali og aðeins einu sinni undir sjö mörkum. Frammistaða Hrafnhildar Hönnu á móti efstu liðunum er vissulega athyglisverð. Hún skoraði ellefu mörk á móti báðum efstu liðunum, Gróttu og ÍBV, og þá er hún með 10,4 mörk í leik á móti þeim liðum sem væru inni í úrslitakeppninni ef deildin endaði eins og hún er í dag. Hrafnhildur hefur á móti „aðeins“ skorað 7,5 mörk í leik á móti sex neðstu liðunum. Hrafnhildur er á góðri leið með að bæta sitt persónulega met frá því í fyrra þegar hún skoraði 159 mörk í 22 leikjum, 7,2 mörk í leik, og varð markadrottning deildarinnar. Hrafnhildur skoraði 5,5 mörk í leik veturinn 2013-14 og er því að taka sitt annað stóra stökk í röð. Fleiri ungar og stórefnilegar stúlkur eru ofarlega á listanum eins og þær Thea Imani Sturludóttir úr Fylki og Ragnheiður Júlíusdóttir úr Fram en þar eru einnig reynsluboltar eins og þær Kristín Guðmundsdóttir úr Val, Ramune Pekarskyte úr Haukum og Hekla Daðadóttir úr Aftureldingu.Markaskor Hrafnhildar Hönnu eftir leikjum: Haukar (úti) 7 mörk KA/Þór (heima) 5 mörk Fjölnir (úti) 7 mörk Fylkir (heima) 18 mörk Fram (úti) 12 mörk Grótta (heima) 11 mörk Afturelding (úti) 7 mörk Valur (heima) 4 mörk ÍR (úti) 9 mörk ÍBV (heima) 11 mörk Stjarnan (úti) 10 mörk HK (heima) 9 mörk FH (úti) 8 mörk
Olís-deild kvenna Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Fleiri fréttir Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita