Ekki útlit fyrir að meira fé rati til Landspítalans Aðalsteinn Kjartansson skrifar 23. nóvember 2015 15:26 Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra sat fyrir svörum á þingi í morgun. vísir/pjetur Ekki er útlit fyrir að Landspítalinn fái meira fjármagn í fjárlögum næsta árs eins og Páll Matthíasson, forstjóri spítalans, sagði að þörf væri á í nýjum pistli. Þetta kom fram í máli Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra á Alþingi í dag, þar sem hann sagði það þó í höndum Alþingis að auka framlag til heilbrigðismála.Páll Matthíason, forstjóri LandspítalansVísir/VilhelmSvigrúmið í laun „Það er rétt, forstjóri spítalans hefur tekið upp þessi mál við ráðuneytið og rætt þau. Við erum ekki að sjá það að við séum að fá það svigrúm við fjárlagagerðina að við getum mætt öllum ítrustu óskum spítalans, langur vegur frá,“ sagði Kristján Þór. Heilbrigðisráðherrann sagði að stór hluti þess svigrúms sem hefði verið færi í launabætur og vísaði þar til hækkana í þeim kjarasamningum sem gerðir voru í sumar og ákvörðunar gerðardóms um kjör hjúkrunarfræðinga. „Ég hef lagt á það áherslu, númer eitt, tvö og þrjú, við fjárlagagerðina og vinnuna fyrir aðra umræðu, að fjármagna biðlistaaðgerðir, að vinna á þeim biðlistum sem höfðu safnast upp í kerfinu,“ sagði hann. „Það liggur fyrir að geta kerfisins er mjög misjafn eftir stofnunum og eftir aðgerðum.“Ekki ítrustu kröfur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar, var sú sem spurði út í pistilinn, þar sem meðal annars kemur fram að 1.400 milljónir vanti í fjárframlög til spítalans til að hann geti starfað með eðlilegum hætti. Hafnaði hún því að um væri að ræða ítrustu kröfur spítalans, heldur væri um að ræða fjármuni sem þyrfti í reksturinn til að starfsemin gæti haldist gangandi.Kristján sagði að hann hefði lagt áherslu á heilsugæslustöðvar við undirbúning fjárlagafrumvarpsins, en spítalanum vantar nú fé.Visir/GVAKristján sagði það vera ljóst að hann hefði lagt áherslu á heilsugæsluna við fjárlagagerðina, sem þó væri nú komin úr höndum ríkisstjórnarinnar og í hendur þingsins. Kristján tók þó undir þau sjónarmiðum í grundvallaratriðum sem fram komu í pistli Páls, að peninga vantaði í kerfið. „Ég vil sömu leiðis segja það líka að áhersla mín við fjárlagagerðina fyrir árið 2016 […] lítur að heilsugæslunnar að þessu sinni, og hún hafi forgang,“ sagði hann. Sagði hann að sú áhersli myndi létta með einhverjum hætti álagið á Landspítalann.Heilsugæslan ekki boðin út Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, spurði í morgun út í heilsugæslumál og hvort til stæði að bjóða út rekstur heilsugæslustöðva. Kristján sagði að það stæði ekki til að bjóða út rekstur þeirra þrettán heilsugæslustöðva sem hið opinbera rekur á höfuðborgarsvæðinu. Til greina kemur hins vegar að bjóða út rekstur nýrra heilsugæslustöðva sem kunna að verða opnaðar verða á næstunni. „Við erum að skoða möguleikann á að fjölga heilsugæslustöðvum í rekstri á höfuðborgarsvæðinu,“ sagði Kristján Þór í svari til Katrínar, sem bað um skýr svör frá ráðherranum um einkarekstur heilsugæslustöðva. Tvær heilsugæslustöðvar eru reknar af einkaaðilum í dag og sagði Kristján rekstur þeirra góðan, þó sérstaklega heilsugæslunnar í Salahverfi. Alþingi Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Sjá meira
Ekki er útlit fyrir að Landspítalinn fái meira fjármagn í fjárlögum næsta árs eins og Páll Matthíasson, forstjóri spítalans, sagði að þörf væri á í nýjum pistli. Þetta kom fram í máli Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra á Alþingi í dag, þar sem hann sagði það þó í höndum Alþingis að auka framlag til heilbrigðismála.Páll Matthíason, forstjóri LandspítalansVísir/VilhelmSvigrúmið í laun „Það er rétt, forstjóri spítalans hefur tekið upp þessi mál við ráðuneytið og rætt þau. Við erum ekki að sjá það að við séum að fá það svigrúm við fjárlagagerðina að við getum mætt öllum ítrustu óskum spítalans, langur vegur frá,“ sagði Kristján Þór. Heilbrigðisráðherrann sagði að stór hluti þess svigrúms sem hefði verið færi í launabætur og vísaði þar til hækkana í þeim kjarasamningum sem gerðir voru í sumar og ákvörðunar gerðardóms um kjör hjúkrunarfræðinga. „Ég hef lagt á það áherslu, númer eitt, tvö og þrjú, við fjárlagagerðina og vinnuna fyrir aðra umræðu, að fjármagna biðlistaaðgerðir, að vinna á þeim biðlistum sem höfðu safnast upp í kerfinu,“ sagði hann. „Það liggur fyrir að geta kerfisins er mjög misjafn eftir stofnunum og eftir aðgerðum.“Ekki ítrustu kröfur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar, var sú sem spurði út í pistilinn, þar sem meðal annars kemur fram að 1.400 milljónir vanti í fjárframlög til spítalans til að hann geti starfað með eðlilegum hætti. Hafnaði hún því að um væri að ræða ítrustu kröfur spítalans, heldur væri um að ræða fjármuni sem þyrfti í reksturinn til að starfsemin gæti haldist gangandi.Kristján sagði að hann hefði lagt áherslu á heilsugæslustöðvar við undirbúning fjárlagafrumvarpsins, en spítalanum vantar nú fé.Visir/GVAKristján sagði það vera ljóst að hann hefði lagt áherslu á heilsugæsluna við fjárlagagerðina, sem þó væri nú komin úr höndum ríkisstjórnarinnar og í hendur þingsins. Kristján tók þó undir þau sjónarmiðum í grundvallaratriðum sem fram komu í pistli Páls, að peninga vantaði í kerfið. „Ég vil sömu leiðis segja það líka að áhersla mín við fjárlagagerðina fyrir árið 2016 […] lítur að heilsugæslunnar að þessu sinni, og hún hafi forgang,“ sagði hann. Sagði hann að sú áhersli myndi létta með einhverjum hætti álagið á Landspítalann.Heilsugæslan ekki boðin út Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, spurði í morgun út í heilsugæslumál og hvort til stæði að bjóða út rekstur heilsugæslustöðva. Kristján sagði að það stæði ekki til að bjóða út rekstur þeirra þrettán heilsugæslustöðva sem hið opinbera rekur á höfuðborgarsvæðinu. Til greina kemur hins vegar að bjóða út rekstur nýrra heilsugæslustöðva sem kunna að verða opnaðar verða á næstunni. „Við erum að skoða möguleikann á að fjölga heilsugæslustöðvum í rekstri á höfuðborgarsvæðinu,“ sagði Kristján Þór í svari til Katrínar, sem bað um skýr svör frá ráðherranum um einkarekstur heilsugæslustöðva. Tvær heilsugæslustöðvar eru reknar af einkaaðilum í dag og sagði Kristján rekstur þeirra góðan, þó sérstaklega heilsugæslunnar í Salahverfi.
Alþingi Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Sjá meira