Gæti orðið svipað óveður á morgun og 6. mars árið 2013 Birgir Olgeirsson skrifar 30. nóvember 2015 22:40 Veðrið sem er spáð á morgun minnir um margt á óveðrið sem fór yfir landið 6. mars árið 2013. Vísir/Vilhelm Það hefur varla farið fram hjá neinum að það er spáð vonskuveðri á morgun. Birta Líf Kristinsdóttir veðurfræðingur segir spána minna á óveðrið sem fór yfir landið þann 6. mars árið 2013. Þá var staðan sú að fólk sat fast í bílum sínum víða um höfuðborgarsvæðið og þurfti að færa börnum mat í bílana þar sem þau sátu föst og sársvöng. „Þetta var alveg bagalegt ástand og þetta er í raun sama uppskriftin og gæti komið sama upp úr dúrnum,“ segir Birta Líf. Á morgun verður austanátt, 15 – 25 metrar á sekúndu, með snjókomu og skafrenningi, fyrst suðvestanlands, en einnig á Norður- og Austurlandi seinni partinn. Birta hvetur fólk til að vera ekki á ferli að óþörfu á morgun og ef fólk getur unnið heima ætti það að gera það. Einnig ættu sem flestir að hennar sögn að treysta á strætisvagna, leigubíla eða fara fótgangandi í vinnuna. Alls ekki leggja af stað út í ófærðina á vanbúnum bílum.Sjá einnig: Hátt í 20 bíla árekstur á Hafnarfjarðarveginum 6. mars árið 2013 var veðrið á höfuðborgarsvæðinu með slíku móti að Vesturlandsvegi var lokað og sátu mörg hundruð bílar fastir strax um morgun. Þar við sat í fimm klukkustundir áður tókst að losa flækjuna með aðstoð björgunar-sveitarbíla. Svo mikið álag var á lögreglu og björgunarsveitum að starfsmenn séraðgerða- og sprengjueyðingarsviðs Landhelgisgæslunnar voru kallaðir út til aðstoðar.Sjá einnig: Tugir árekstra á nokkrum klukkutímum: Lenti í tveimur árekstrum á korteri Hér fyrir neðan má sjá nokkrar svipmyndir frá þessu mikla óveðursdegi fyrir rúmum tveimur árum:Frá veðrinu 6. mars árið 2013.Vísir/VilhelmLögregla og björgunarsveitir aðstoðuðu fólk í vandræðum.Vísir/VilhelmÞessi lét veðrið ekki stöðva sig.Vísir/VilhelmÍ vondu veðri getur verið nauðsynlegt að hjálpast að.Vísir/VilhelmHér má svo sjá myndband frá þessum degi. Veður Tengdar fréttir Óveðrið á morgun: Vindhviður gætu farið upp í 45 metra á sekúndu „Við beinum þeim tilmælum til fólks að fylgjast vel með veðri og vera ekki að fara af stað nema brýn nauðsyn beri til,“ segir Eggert Magnússon, lögreglufulltrúi í almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. 30. nóvember 2015 17:00 Skólar á höfuðborgarsvæðinu verða opnir en foreldrar ráða hvort börnin verði heima Lögreglan segir þá sem ekki hafa búið bíla undir vetrarfærð eigi ekki að leggja af stað á morgun. 30. nóvember 2015 20:17 Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Fleiri fréttir Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Sjá meira
Það hefur varla farið fram hjá neinum að það er spáð vonskuveðri á morgun. Birta Líf Kristinsdóttir veðurfræðingur segir spána minna á óveðrið sem fór yfir landið þann 6. mars árið 2013. Þá var staðan sú að fólk sat fast í bílum sínum víða um höfuðborgarsvæðið og þurfti að færa börnum mat í bílana þar sem þau sátu föst og sársvöng. „Þetta var alveg bagalegt ástand og þetta er í raun sama uppskriftin og gæti komið sama upp úr dúrnum,“ segir Birta Líf. Á morgun verður austanátt, 15 – 25 metrar á sekúndu, með snjókomu og skafrenningi, fyrst suðvestanlands, en einnig á Norður- og Austurlandi seinni partinn. Birta hvetur fólk til að vera ekki á ferli að óþörfu á morgun og ef fólk getur unnið heima ætti það að gera það. Einnig ættu sem flestir að hennar sögn að treysta á strætisvagna, leigubíla eða fara fótgangandi í vinnuna. Alls ekki leggja af stað út í ófærðina á vanbúnum bílum.Sjá einnig: Hátt í 20 bíla árekstur á Hafnarfjarðarveginum 6. mars árið 2013 var veðrið á höfuðborgarsvæðinu með slíku móti að Vesturlandsvegi var lokað og sátu mörg hundruð bílar fastir strax um morgun. Þar við sat í fimm klukkustundir áður tókst að losa flækjuna með aðstoð björgunar-sveitarbíla. Svo mikið álag var á lögreglu og björgunarsveitum að starfsmenn séraðgerða- og sprengjueyðingarsviðs Landhelgisgæslunnar voru kallaðir út til aðstoðar.Sjá einnig: Tugir árekstra á nokkrum klukkutímum: Lenti í tveimur árekstrum á korteri Hér fyrir neðan má sjá nokkrar svipmyndir frá þessu mikla óveðursdegi fyrir rúmum tveimur árum:Frá veðrinu 6. mars árið 2013.Vísir/VilhelmLögregla og björgunarsveitir aðstoðuðu fólk í vandræðum.Vísir/VilhelmÞessi lét veðrið ekki stöðva sig.Vísir/VilhelmÍ vondu veðri getur verið nauðsynlegt að hjálpast að.Vísir/VilhelmHér má svo sjá myndband frá þessum degi.
Veður Tengdar fréttir Óveðrið á morgun: Vindhviður gætu farið upp í 45 metra á sekúndu „Við beinum þeim tilmælum til fólks að fylgjast vel með veðri og vera ekki að fara af stað nema brýn nauðsyn beri til,“ segir Eggert Magnússon, lögreglufulltrúi í almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. 30. nóvember 2015 17:00 Skólar á höfuðborgarsvæðinu verða opnir en foreldrar ráða hvort börnin verði heima Lögreglan segir þá sem ekki hafa búið bíla undir vetrarfærð eigi ekki að leggja af stað á morgun. 30. nóvember 2015 20:17 Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Fleiri fréttir Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Sjá meira
Óveðrið á morgun: Vindhviður gætu farið upp í 45 metra á sekúndu „Við beinum þeim tilmælum til fólks að fylgjast vel með veðri og vera ekki að fara af stað nema brýn nauðsyn beri til,“ segir Eggert Magnússon, lögreglufulltrúi í almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. 30. nóvember 2015 17:00
Skólar á höfuðborgarsvæðinu verða opnir en foreldrar ráða hvort börnin verði heima Lögreglan segir þá sem ekki hafa búið bíla undir vetrarfærð eigi ekki að leggja af stað á morgun. 30. nóvember 2015 20:17