Neville: Vantar spænskukennara sem nennir að vakna snemma Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. desember 2015 19:15 Neville spókaði sig um á Mestalla í dag. vísir/getty Gary Neville, nýráðinn knattspyrnustjóri Valencia, var kynntur til leiks hjá félaginu á blaðamannafundi í dag. Á fundinum kvaðst Neville vera spenntur fyrir þessari áskorun en hann er jafnframt meðvitaður um að hans bíður erfitt verkefni hjá Valencia. „Ég þekki aðeins eina leið, og það er að stefna á sigur í hverjum einasta leik,“ sagði Neville sem var gríðarlega sigursæll sem leikmaður hjá Manchester United. „Við vitum að það tekst ekki alltaf en þetta er lágmarkskrafa hjá jafn stóru félagi og Valencia.“Sjá einnig: Neville gekk frá rúmum 15 milljónum punda er hann tók við Valencia Neville talaði vel um stuðningsmenn Valencia á blaðamannafundinum en hann þekkir það af eigin raun hversu erfitt það getur verið að spila á Mestalla. „Stuðningsmennirnir eru þeir mikilvægustu, við hin erum hér til að þjóna félaginu og ná þeim árangri sem stuðningsmennirnir gera kröfu á að liðið nái. „Stuðningsmenn Valencia eru þekktir fyrir að vera kröfuharðir og svoleiðis á það vera. Það er undir okkur komið að standast væntingar þeirra,“ sagði Neville sem er ánægður með að hafa yngri bróður sinn, Phil Neville, sér til halds og trausts í sínum fyrsta stjórastarfi. „Þetta verður ekkert vandamál - ef Phil hefði ekki verið hér fyrir hefði ég hvort sem er viljað fá hann til starfa. Hann er duglegur, hæfileikaríkur og ég er ánægður með að hann sé hluti af þjálfarateyminu,“ sagði Neville sem ætlar ekki að gera róttækar breytingar á starfsliðinu hjá Valencia. Neville var spurður hvort hann hefði ráðfært sig við Sir Alex Ferguson, fyrrverandi stjóra sinn hjá Manchester United. „Ég spurði hann ekki hvort ég ætti að taka starfið að mér. En ég hef rætt við hann undanfarna daga og hann hefur sýnt stuðning og hvatningu eins og ég bjóst við,“ sagði Neville sem ætlar að ná tökum á spænskunni eins og fljótt og mögulegt er. „Ég fer í spænskutíma hjá hverjum degi. En það er smá vandamál að finna kennara sem er tilbúinn að vakna klukkan sex á morgnana til kenna mér,“ bætti Neville við. Valencia mætir Barcelona á laugardaginn en fyrsti leikur liðsins undir stjórn Neville verður gegn Lyon í Meistaradeild Evrópu 9. desember næstkomandi. Spænski boltinn Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
Gary Neville, nýráðinn knattspyrnustjóri Valencia, var kynntur til leiks hjá félaginu á blaðamannafundi í dag. Á fundinum kvaðst Neville vera spenntur fyrir þessari áskorun en hann er jafnframt meðvitaður um að hans bíður erfitt verkefni hjá Valencia. „Ég þekki aðeins eina leið, og það er að stefna á sigur í hverjum einasta leik,“ sagði Neville sem var gríðarlega sigursæll sem leikmaður hjá Manchester United. „Við vitum að það tekst ekki alltaf en þetta er lágmarkskrafa hjá jafn stóru félagi og Valencia.“Sjá einnig: Neville gekk frá rúmum 15 milljónum punda er hann tók við Valencia Neville talaði vel um stuðningsmenn Valencia á blaðamannafundinum en hann þekkir það af eigin raun hversu erfitt það getur verið að spila á Mestalla. „Stuðningsmennirnir eru þeir mikilvægustu, við hin erum hér til að þjóna félaginu og ná þeim árangri sem stuðningsmennirnir gera kröfu á að liðið nái. „Stuðningsmenn Valencia eru þekktir fyrir að vera kröfuharðir og svoleiðis á það vera. Það er undir okkur komið að standast væntingar þeirra,“ sagði Neville sem er ánægður með að hafa yngri bróður sinn, Phil Neville, sér til halds og trausts í sínum fyrsta stjórastarfi. „Þetta verður ekkert vandamál - ef Phil hefði ekki verið hér fyrir hefði ég hvort sem er viljað fá hann til starfa. Hann er duglegur, hæfileikaríkur og ég er ánægður með að hann sé hluti af þjálfarateyminu,“ sagði Neville sem ætlar ekki að gera róttækar breytingar á starfsliðinu hjá Valencia. Neville var spurður hvort hann hefði ráðfært sig við Sir Alex Ferguson, fyrrverandi stjóra sinn hjá Manchester United. „Ég spurði hann ekki hvort ég ætti að taka starfið að mér. En ég hef rætt við hann undanfarna daga og hann hefur sýnt stuðning og hvatningu eins og ég bjóst við,“ sagði Neville sem ætlar að ná tökum á spænskunni eins og fljótt og mögulegt er. „Ég fer í spænskutíma hjá hverjum degi. En það er smá vandamál að finna kennara sem er tilbúinn að vakna klukkan sex á morgnana til kenna mér,“ bætti Neville við. Valencia mætir Barcelona á laugardaginn en fyrsti leikur liðsins undir stjórn Neville verður gegn Lyon í Meistaradeild Evrópu 9. desember næstkomandi.
Spænski boltinn Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira