Kallaði fyrirspurn um lágt veiðigjald „vitleysisfyrirspurn“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 3. desember 2015 14:39 Björt Ólafsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, spurði Sigmund Davíð forsætisráðherra út í upphæð veiðigjalda í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Vísir/Daníel „Maður veit ekki hvernig maður á að svara svona vitleysisfyrirspurn,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í umræðum um upphæð fyrirhugaðs veiðigjalds á næsta ári. Björt Ólafsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, spurði ráðherrann hvernig standi á því að veiðigjaldið sé í sögulegu lágmarki samkvæmt áætlun þegar sjávarútvegurinn væri í blússandi uppsiglingu. Björt spurði hvernig stæði á því að þjóðin fengi ekki krónu úr sjávarútveginum á meðan eigendur fengju milljarða arð.Vísir/AntonÁ annan tug milljarða í arð „Hagnaður sjávarútvegsfyrirtækja var 43 milljarðar í fyrra. Fyrirtækin greiddu sjálfum sér 13,5 milljarða kr. í arð í fyrra. Er þá eðlilegt að arðurinn til þjóðarinnar sé í raun 0 krónur?“ spurði Björt meðal annars í fyrirspurn sinni. „Er eðlilegt að gjöldin þegar svona vel gengur fari bara í sjávarútveginn sjálfan og þjóðin fái 0 krónur í sinn vasa?“ Vísaði hún til þess að heilmikill kostnaður væri hjá ríkinu vegna sjávarútvegsins og taldi meðal annars til Hafrannsóknarstofnun, sem stuðlaði að sjálfbærum veiðum, Fiskistofu og svo hluta Landhelgisgæslunnar. Milljarðar á milljarðatugi ofanSigmundur Davíð sagði þessa útreikninga Bjartrar hæpna. „Þetta er það sem í tíð Reagans Bandaríkjaforseta var kölluð vúduhagfræði eða vúdútölfræði, að fá það út að sjávarútvegur á Íslandi skili 0 krónum vegna þess að við þurfum að reka ráðuneyti og gæta fiskimiðanna og landhelginnar og vera með Hafrannsóknastofnun til að stunda sjálfbærar veiðar,“ sagði hann.Sigmundur benti á að íslenskur sjávarútvegur væri ekki niðurgreiddur af ríkinu en Björt spurði þá hvort það væri nóg.vísir/pjetur„En þar til viðbótar, og þessu virðist háttvirtur þingmaður algjörlega gleyma, skilar sjávarútvegurinn milljörðum á milljarðatugi ofan með óbeinum hætti til samfélagsins í formi fjárfestingar, launa, alls lags umsvifa bæði sjávarútvegsfyrirtækjanna sjálfra og þeirra fyrirtækja sem á einn eða annan hátt tengjast sjávarútveginum og þau eru býsna mörg,“ bætti hann svo við. Björt vísaði þessum ásökunum um vúdúhagfræði til föðurhúsanna, eins og hún orðaði það. „Þetta stendur beinlínis í frumvarpinu frá hæstvirtur fjármálaráðherra, frá þér karlinn minn, og fjármálaráðuneytið hefur bestu upplýsingar um þessa stöðu hverju sinni,“ sagði hún.Enginn ríkisstyrkur Sigmundur minnti þá einnig á að sjávarútvegur sé víðast hvar ríkisstyrktur; meðal annars í Noregi þar sem forsætisráðherra sagði að 20 þúsund íslenskar krónur, eða því sem nemur, sé greitt með hverju lönduðu tonni. Björt spurði þá hvort það væri nógu gott.„Er hæstvirtur ráðherra að segja að það sé í lagi, að það sé ásættanlegt, að ríkiskassinn komi nokkurn veginn út á sléttu? Af því að við erum ekki að ríkisstyrkja sjávarútveginn þá séum við bara góð að halda sjó í því? Er það í lagi þegar sjávarútvegurinn skilar sjálfum sér 13,5 milljörðum kr. í arð?“ Ekkert svar fékkst við því heldur endurtók Sigmundur að honum þætti framsetning þingkonunnar fráleit og að hún liti fram hjá allri fjárfestingu sem ætti sér stað í sjávarútvegi, öllum þeim tekjum sem ríkið fengi í formi tekna af hagnaði fyrirtækja, í formi tekna af launum, tekna af virðisaukaskatti, í formi útflutningsverðmæta og svo í formi veiðigjalda. Alþingi Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira
„Maður veit ekki hvernig maður á að svara svona vitleysisfyrirspurn,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í umræðum um upphæð fyrirhugaðs veiðigjalds á næsta ári. Björt Ólafsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, spurði ráðherrann hvernig standi á því að veiðigjaldið sé í sögulegu lágmarki samkvæmt áætlun þegar sjávarútvegurinn væri í blússandi uppsiglingu. Björt spurði hvernig stæði á því að þjóðin fengi ekki krónu úr sjávarútveginum á meðan eigendur fengju milljarða arð.Vísir/AntonÁ annan tug milljarða í arð „Hagnaður sjávarútvegsfyrirtækja var 43 milljarðar í fyrra. Fyrirtækin greiddu sjálfum sér 13,5 milljarða kr. í arð í fyrra. Er þá eðlilegt að arðurinn til þjóðarinnar sé í raun 0 krónur?“ spurði Björt meðal annars í fyrirspurn sinni. „Er eðlilegt að gjöldin þegar svona vel gengur fari bara í sjávarútveginn sjálfan og þjóðin fái 0 krónur í sinn vasa?“ Vísaði hún til þess að heilmikill kostnaður væri hjá ríkinu vegna sjávarútvegsins og taldi meðal annars til Hafrannsóknarstofnun, sem stuðlaði að sjálfbærum veiðum, Fiskistofu og svo hluta Landhelgisgæslunnar. Milljarðar á milljarðatugi ofanSigmundur Davíð sagði þessa útreikninga Bjartrar hæpna. „Þetta er það sem í tíð Reagans Bandaríkjaforseta var kölluð vúduhagfræði eða vúdútölfræði, að fá það út að sjávarútvegur á Íslandi skili 0 krónum vegna þess að við þurfum að reka ráðuneyti og gæta fiskimiðanna og landhelginnar og vera með Hafrannsóknastofnun til að stunda sjálfbærar veiðar,“ sagði hann.Sigmundur benti á að íslenskur sjávarútvegur væri ekki niðurgreiddur af ríkinu en Björt spurði þá hvort það væri nóg.vísir/pjetur„En þar til viðbótar, og þessu virðist háttvirtur þingmaður algjörlega gleyma, skilar sjávarútvegurinn milljörðum á milljarðatugi ofan með óbeinum hætti til samfélagsins í formi fjárfestingar, launa, alls lags umsvifa bæði sjávarútvegsfyrirtækjanna sjálfra og þeirra fyrirtækja sem á einn eða annan hátt tengjast sjávarútveginum og þau eru býsna mörg,“ bætti hann svo við. Björt vísaði þessum ásökunum um vúdúhagfræði til föðurhúsanna, eins og hún orðaði það. „Þetta stendur beinlínis í frumvarpinu frá hæstvirtur fjármálaráðherra, frá þér karlinn minn, og fjármálaráðuneytið hefur bestu upplýsingar um þessa stöðu hverju sinni,“ sagði hún.Enginn ríkisstyrkur Sigmundur minnti þá einnig á að sjávarútvegur sé víðast hvar ríkisstyrktur; meðal annars í Noregi þar sem forsætisráðherra sagði að 20 þúsund íslenskar krónur, eða því sem nemur, sé greitt með hverju lönduðu tonni. Björt spurði þá hvort það væri nógu gott.„Er hæstvirtur ráðherra að segja að það sé í lagi, að það sé ásættanlegt, að ríkiskassinn komi nokkurn veginn út á sléttu? Af því að við erum ekki að ríkisstyrkja sjávarútveginn þá séum við bara góð að halda sjó í því? Er það í lagi þegar sjávarútvegurinn skilar sjálfum sér 13,5 milljörðum kr. í arð?“ Ekkert svar fékkst við því heldur endurtók Sigmundur að honum þætti framsetning þingkonunnar fráleit og að hún liti fram hjá allri fjárfestingu sem ætti sér stað í sjávarútvegi, öllum þeim tekjum sem ríkið fengi í formi tekna af hagnaði fyrirtækja, í formi tekna af launum, tekna af virðisaukaskatti, í formi útflutningsverðmæta og svo í formi veiðigjalda.
Alþingi Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira