Fótboltafantasía í hverjum leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2015 06:00 Þrír stórkostlegir leikmenn. Vísir/Getty Það má enginn knattspyrnuáhugamaður missa af leik Barcelona þessa dagana. Lionel Messi er kominn til baka eftir meiðsli sem þýðir að skytturnar þrjár eru sameinaðar á ný. Það er hætt við því að varnarmenn mótherjanna sofi illa daginn fyrir leik á móti MSN-þríeykinu. Árið 2015 fer í sögubækurnar því Lionel Messi, Luis Suarez og Neymar yngri unnu ekki bara þrefalt á sínu fyrsta tímabili saman heldur hafa þeir skorað saman 125 mörk fyrir Barcelona á árinu. Það er til dæmis meira en stórlið eins og Paris Saint-Germain (118 mörk), Real Madrid (110 mörk), Borussia Dortmund (114 mörk), Man City (89 mörk) og Juventus (89 mörk) hafa skorað samtals á þessu ári.Grafík: Fréttablaðið/Garðar. Mynd: Vísir/GettyVinskapur og hógværð Neymar er á því að vinskapur og hógværð séu lykillinn að frábærri samvinnu Argentínumannsins, Brasilíumannsins og Úrúgvæjans. Það voru hrakspár um að Messi og Neymar gætu ekki blómstrað saman þegar Neymar kom til Barcelona sumarið 2013 og fáir bjuggust við að það væri líka pláss fyrir Suarez þegar hann kom frá Liverpool fyrir einu og hálfu ári. „Leo og Luis eru góðir vinir mínir og ég vonast eftir því að spila með þeim í langan tíma. Það er engin eigingirni,“ sagði Neymar um samvinnu þeirra þriggja. Sóknarlína Barcelona á tvo af þremur sem voru tilnefndir til Gullbolta FIFA. Lionel Messi og Neymar fengu tilnefningu en ekki Luis Suarez. „Það skiptir mig miklu að koma til greina sem besti knattspyrnumaður heims. Suarez hefði átt að vera þarna líka en Messi er sigurstranglegastur. Hann er númer eitt að mínu mati,“ sagði Neymar.Markahæsta þríeyki sögunnar Messi, Suarez og Neymar skoruðu alls 122 mörk á tímabilinu 2014-15 og settu með því nýtt met á Spáni. Ekkert þríeyki hefur skorað meira á einu tímabili en gamla metið áttu þeir Cristiano Ronaldo, Karim Benzema og Gonzalo Higuain sem skoruðu 118 mörk saman á leiktíðinni 2011-12. Þetta met gæti bara lifað í eitt ár með sama áframhaldi. Messi, Suarez og Neymar skoruðu þannig 82 af þessum 122 mörkum sínum á síðasta tímabili eftir áramót þegar Suarez komst fyrst almennilega á skrið. Ekkert lið gat heldur stoppað Barcelona í deild, bikar eða Meistaradeildinni og rétt fyrir jólin geta þeir bætt einum titlinum við þegar þeir taka þátt í Heimsmeistaramóti félagsliða. Allir hafa þeir líka tímann með sér í liði. Messi og Suárez eru báðir 28 ára og Neymar verður ekki 24 ára fyrr en í febrúar. Fram undan gæti því verið ein fallegasta fótboltafantasía allra tíma spili þessir þrír snillingar áfram hlið við hlið í Katalóníu. ooj@frettabladid.is Spænski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Sjá meira
Það má enginn knattspyrnuáhugamaður missa af leik Barcelona þessa dagana. Lionel Messi er kominn til baka eftir meiðsli sem þýðir að skytturnar þrjár eru sameinaðar á ný. Það er hætt við því að varnarmenn mótherjanna sofi illa daginn fyrir leik á móti MSN-þríeykinu. Árið 2015 fer í sögubækurnar því Lionel Messi, Luis Suarez og Neymar yngri unnu ekki bara þrefalt á sínu fyrsta tímabili saman heldur hafa þeir skorað saman 125 mörk fyrir Barcelona á árinu. Það er til dæmis meira en stórlið eins og Paris Saint-Germain (118 mörk), Real Madrid (110 mörk), Borussia Dortmund (114 mörk), Man City (89 mörk) og Juventus (89 mörk) hafa skorað samtals á þessu ári.Grafík: Fréttablaðið/Garðar. Mynd: Vísir/GettyVinskapur og hógværð Neymar er á því að vinskapur og hógværð séu lykillinn að frábærri samvinnu Argentínumannsins, Brasilíumannsins og Úrúgvæjans. Það voru hrakspár um að Messi og Neymar gætu ekki blómstrað saman þegar Neymar kom til Barcelona sumarið 2013 og fáir bjuggust við að það væri líka pláss fyrir Suarez þegar hann kom frá Liverpool fyrir einu og hálfu ári. „Leo og Luis eru góðir vinir mínir og ég vonast eftir því að spila með þeim í langan tíma. Það er engin eigingirni,“ sagði Neymar um samvinnu þeirra þriggja. Sóknarlína Barcelona á tvo af þremur sem voru tilnefndir til Gullbolta FIFA. Lionel Messi og Neymar fengu tilnefningu en ekki Luis Suarez. „Það skiptir mig miklu að koma til greina sem besti knattspyrnumaður heims. Suarez hefði átt að vera þarna líka en Messi er sigurstranglegastur. Hann er númer eitt að mínu mati,“ sagði Neymar.Markahæsta þríeyki sögunnar Messi, Suarez og Neymar skoruðu alls 122 mörk á tímabilinu 2014-15 og settu með því nýtt met á Spáni. Ekkert þríeyki hefur skorað meira á einu tímabili en gamla metið áttu þeir Cristiano Ronaldo, Karim Benzema og Gonzalo Higuain sem skoruðu 118 mörk saman á leiktíðinni 2011-12. Þetta met gæti bara lifað í eitt ár með sama áframhaldi. Messi, Suarez og Neymar skoruðu þannig 82 af þessum 122 mörkum sínum á síðasta tímabili eftir áramót þegar Suarez komst fyrst almennilega á skrið. Ekkert lið gat heldur stoppað Barcelona í deild, bikar eða Meistaradeildinni og rétt fyrir jólin geta þeir bætt einum titlinum við þegar þeir taka þátt í Heimsmeistaramóti félagsliða. Allir hafa þeir líka tímann með sér í liði. Messi og Suárez eru báðir 28 ára og Neymar verður ekki 24 ára fyrr en í febrúar. Fram undan gæti því verið ein fallegasta fótboltafantasía allra tíma spili þessir þrír snillingar áfram hlið við hlið í Katalóníu. ooj@frettabladid.is
Spænski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Sjá meira