RÚV frumvarpið á síðasta snúningi í ríkisstjórn Heimir Már Pétursson skrifar 18. desember 2015 12:52 Líkur eru á að menntamálaráðherra fái frumvarp um Ríkisútvarpið afgreitt út úr ríkisstjórn í dag. Fjármálaráðherra segir að staðið hafi á nákvæmari upplýsingum um fjárhagsstöðu stofnunarinnar. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hefur ekki fengið frumvarp sitt um breytingar á útvarpsgjaldi vegna Ríkisútvarpsins afgreitt í ríkisstjórn í um þrjár vikur en ef takast á að afgreiða málið á Alþingi þarf ríkisstjórnin að samþykkja frumvarpið í dag. Það var ekki gert á ríkisstjórnarfundi í morgun en hlé var gert á fundinum upp úr klukkan tíu til að ráðherrar gætu mætt í atkvæðagreiðslur á Alþingi. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í fundarhléi að málið verði tekið fyrir á fundi ríkisstjórnarinnar síðar í dag.Heldur þú að niðurstaða fáist á þeim fundi? „Ég bíð eftir að heyra tillögu hans fyrir fundinn. Þannig að við skulum bara sjá,” sagði Bjarni.En hvar hefur hnífurinn staðið í kúnni? „Eigum við ekki bara að segja að þessi skoðun á málefnum RÚV, þar á meðal fjárhagsmálefnunum hafi tekið full langan tíma. Það eigi eftir að botna það sem kom út úr skýrslunni. Við ætlum að ræða þetta hér á fundinum á eftir,” sagði Bjarni.Er nauðsynlegt að fá niðurstöðu í þetta áður en þing fer heim í jólaleyfi? „Það er mikilvægt að það komi skýr svör að minnsta kosti já,” sagði Bjarni. Illugi Gunnarsson og Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra sátu eftir hjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra eftir að hlé var gert á ríkisstjórnarfundinum í morgun. En fullyrt hefur verið að andstaðan við frumvarp menntamálaráðherra um óbreytt útvarpsgjald á næsta ári sé aðallega hjá forsætisráðherra og þá hefur verið þrýst á aukin framlög til Landsspítalans. Hvort eftirseta ráðherranna tveggja er til marks um að breytingar verði gerðar á þessum tveimur málaflokkum fyrir jól skal ósagt látið og menntamálaráðherra var spar á yfirlýsingar í fundarhléi á hlaupum í atkvæðagreiðslu á Alþingi. „Ég er alltaf vongóður,” sagði Illugi á hlaupum í fundarhléi á leið í atkvæðagreiðslur á Alþingi. Ríkisstjórnin settist aftur á fund um klukkan half eitt og því ætti niðurstaða að fast í málefni RÚV fyrir kvöldið. Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Sjá meira
Líkur eru á að menntamálaráðherra fái frumvarp um Ríkisútvarpið afgreitt út úr ríkisstjórn í dag. Fjármálaráðherra segir að staðið hafi á nákvæmari upplýsingum um fjárhagsstöðu stofnunarinnar. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hefur ekki fengið frumvarp sitt um breytingar á útvarpsgjaldi vegna Ríkisútvarpsins afgreitt í ríkisstjórn í um þrjár vikur en ef takast á að afgreiða málið á Alþingi þarf ríkisstjórnin að samþykkja frumvarpið í dag. Það var ekki gert á ríkisstjórnarfundi í morgun en hlé var gert á fundinum upp úr klukkan tíu til að ráðherrar gætu mætt í atkvæðagreiðslur á Alþingi. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í fundarhléi að málið verði tekið fyrir á fundi ríkisstjórnarinnar síðar í dag.Heldur þú að niðurstaða fáist á þeim fundi? „Ég bíð eftir að heyra tillögu hans fyrir fundinn. Þannig að við skulum bara sjá,” sagði Bjarni.En hvar hefur hnífurinn staðið í kúnni? „Eigum við ekki bara að segja að þessi skoðun á málefnum RÚV, þar á meðal fjárhagsmálefnunum hafi tekið full langan tíma. Það eigi eftir að botna það sem kom út úr skýrslunni. Við ætlum að ræða þetta hér á fundinum á eftir,” sagði Bjarni.Er nauðsynlegt að fá niðurstöðu í þetta áður en þing fer heim í jólaleyfi? „Það er mikilvægt að það komi skýr svör að minnsta kosti já,” sagði Bjarni. Illugi Gunnarsson og Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra sátu eftir hjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra eftir að hlé var gert á ríkisstjórnarfundinum í morgun. En fullyrt hefur verið að andstaðan við frumvarp menntamálaráðherra um óbreytt útvarpsgjald á næsta ári sé aðallega hjá forsætisráðherra og þá hefur verið þrýst á aukin framlög til Landsspítalans. Hvort eftirseta ráðherranna tveggja er til marks um að breytingar verði gerðar á þessum tveimur málaflokkum fyrir jól skal ósagt látið og menntamálaráðherra var spar á yfirlýsingar í fundarhléi á hlaupum í atkvæðagreiðslu á Alþingi. „Ég er alltaf vongóður,” sagði Illugi á hlaupum í fundarhléi á leið í atkvæðagreiðslur á Alþingi. Ríkisstjórnin settist aftur á fund um klukkan half eitt og því ætti niðurstaða að fast í málefni RÚV fyrir kvöldið.
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Sjá meira