Yndislega eyjan mín Þórlindur Kjartansson skrifar 18. desember 2015 09:00 Ég hef lengi vitað að eitt allra mesta lán mitt í lífinu er að hafa fæðst og alist upp í Vestmannaeyjum. Þetta var vitaskuld alls ekki meðvituð ákvörðun hjá mér, það vildi bara svo til að örlögin höguðu þessu þannig. Ég er þakklátur fyrir þessa heppni. Það er varla hægt að ímynda sér betri stað á jarðarkringlunni til þess að alast upp heldur en Vestmannaeyjar. Eyjarnar eru fallegar og frjálsar, skemmtilegar og fjölbreyttar. En það kemur fleira til. Bærinn er nægilega stór til þess að þar þrífst fjölbreytt mannlíf og menning, en hann er þó ekki svo stór að bæjarbúar geti verið afskiptalausir um hver annan. Þótt allir viti flest um alla aðra, hefur mér alltaf fundist Eyjamenn vera fljótir að sýna skilning á aðstæðum og breyskleika náungans en seinþreyttir til vandlætingar eða fordæmingar.Að leiðast út í íþróttir Samfélagið var mikið jafningjasamfélag, að minnsta kosti í augum barns, þar sem engum leyfðist að setja sig á háan hest gagnvart öðrum. Það þótti ekki fínt að þykjast vera eitthvað betri en aðrir – en að sama skapi var heldur ekki ætlast til þess að menn teldu sig vera eitthvað verri. Flestir höfðu tækifæri til þess móta sína eigin sjálfsvirðingu, gera það gagn sem þeir gátu og finna sitt strik. Hvers kyns snobb var algjörlega forboðið og hallærislegt – svo mjög að mönnum sem áskotnuðust einfaldar flíkur á borð við Levi's gallabuxur eða Fruit-of-the-Loom nærklæðnað var strítt fyrir hégómann. Þar sem ég ólst upp á þessum stað þá leiddist ég út í íþróttir snemma á ævinni. Flestir á mínum aldri gerðu það. Þrátt fyrir ótrúlega fyrirhöfn og þrotlausar æfingar var árangur minn takmarkaður, enda er það líklega rétt sem góður vinur minn sagði við mig um daginn, að ég hafi verið „mjög ömurlegur íþróttamaður frá náttúrunnar hendi“. En það er góð lexía að hafa hlutverk í hóp – þótt það hlutverk takmarkist við að klúðra ekki svo illa að það hafi óyfirstíganlega slæm áhrif á gengi liðsins. Það var ætlast til þess að allir gerðu það sem þeir gátu, og legðu sig fram – og umfram allt, gæfust ekki upp.Að vera ekki höfðingi eða undirlægja Skilaboð umhverfisins voru að maður ætti að vera með, gera sitt besta, leggja eins mikið af mörkum og maður gæti, bera virðingu fyrir árangri en vera hvorki höfðingi eða undirlægja – og það var ekki hægt að kaupa sig til mannvirðinga með því að eiga flotta hluti – en það var hægt að öðlast virðingu með því að sinna vel því sem manni var treyst fyrir. Örugglega er ég ekki einn um að hafa svipaða sögu að segja. Íslendingar geta almennt verið mjög þakklátir fyrir það glópalán að hafa fæðst einmitt á þessu ágæta landi. Betri forgjöf í lífinu er varla hægt að hugsa sér. Þótt ekki sé allt fullkomið á okkar yndislegu eyju, þá segir það sína sögu að við búum í landi sem fólk flýr til en ekki frá.Vonlaust samfélag Ef ég hefði til dæmis fæðst í Albaníu en ekki Vestmannaeyjum er líklegt að skilaboð samfélagsins hefðu verið allt önnur. Þar er ríkjandi menning ofbeldis og ójöfnuðar. Glæpatíðni er há, tækifærin eru engin – það litla land skarar fram úr í mansali og líffæraþjófnaði miðað við höfðatölu. Glæpakóngar og ríkisbubbar baða sig í ríkidæmi og stöðutáknum. Skilaboðin sem börn og fullorðnir hafa fyrir augunum alla sína ævi er að hvers konar metnaður og framtakssemi skili litlu nema aukinni hættu á því að lenda í skotlínu þeirra sem eru máttugri. Það er ekki mikið lífslán að fæðast í þess háttar samfélagi. Það er auðvitað þægileg tilhugsun að halda að ef maður hefði verið svo ólánsamur að fæðast inn í þannig samfélag þá hefði manni einhvern veginn tekist að brjótast út úr því. En það er að öllum líkindum óraunsætt. Flest okkar mótast svo mjög af því umhverfi sem við lendum í að við gerum lítið til þess að breyta því. Við aðlögumst og reynum að skapa okkur eins gott líf og hægt er – miðað við ömurlegar aðstæður. Eða sættum okkur einfaldlega við að lífið hafi ekki upp á meira að bjóða. Ef ég hefði alist upp við þessar aðstæður hefðu valkostirnir líklega verið að reyna að koma sér sem best fyrir í því gjörspillta glæpasamfélagi sem maður fæddist inn í, reyna að lifa í friði og ró án þess að styggja nokkurn mann eða fórna lífi sínu og lífsorku í vonlausa baráttu við að breyta ónýtu samfélagi. Nema ef maður reyndi að komast burt. En það er ekki auðvelt að komast burt. Ef maður var svo óheppinn að fæðast í Albaníu en ekki Vestmannaeyjum mætir maður víðast hvar tortryggni og lokuðum dyrum. Vestmannaeyingar mæta þeim fordómum að vera álitnir of söngelskir og uppteknir af íþróttum—af því að Árni Johnsen og Ásgeir Sigurvinsson eru þaðan; en Albanar mæta þeim fordómum að vera álitnir glæpamenn af því þeirra heimaland hefur það orðspor.Hjálpum þeim Á þessum árstíma er aldalöng hefð fyrir því að hugsa um það sem maður getur verið þakklátur fyrir og reyna að leyfa þeim sem ekki eru eins lánsamir að njóta velvildar. Vonandi er almenn stemning fyrir því um þessar mundir að hafa þetta í huga og þótt við getum ekki hjálpað öllum, hvort sem er sem einstaklingar eða sem þjóð, þá þýðir það svo sannarlega ekki að við getum ekki hjálpað neinum. Þessi jól ætla ég að vera þakklátur fyrir að hafa ekki fæðst í samfélagi þar sem ég hefði verið öreigi, hugsanlega þurft að fóta mig í glæpasamfélagi; eða, sem er líklegra, dauður úti í skurði. Hvort sem væri, hefði æsku minni verið verr varið þannig heldur en í vonlausan íþróttaferil. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórlindur Kjartansson Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Ég hef lengi vitað að eitt allra mesta lán mitt í lífinu er að hafa fæðst og alist upp í Vestmannaeyjum. Þetta var vitaskuld alls ekki meðvituð ákvörðun hjá mér, það vildi bara svo til að örlögin höguðu þessu þannig. Ég er þakklátur fyrir þessa heppni. Það er varla hægt að ímynda sér betri stað á jarðarkringlunni til þess að alast upp heldur en Vestmannaeyjar. Eyjarnar eru fallegar og frjálsar, skemmtilegar og fjölbreyttar. En það kemur fleira til. Bærinn er nægilega stór til þess að þar þrífst fjölbreytt mannlíf og menning, en hann er þó ekki svo stór að bæjarbúar geti verið afskiptalausir um hver annan. Þótt allir viti flest um alla aðra, hefur mér alltaf fundist Eyjamenn vera fljótir að sýna skilning á aðstæðum og breyskleika náungans en seinþreyttir til vandlætingar eða fordæmingar.Að leiðast út í íþróttir Samfélagið var mikið jafningjasamfélag, að minnsta kosti í augum barns, þar sem engum leyfðist að setja sig á háan hest gagnvart öðrum. Það þótti ekki fínt að þykjast vera eitthvað betri en aðrir – en að sama skapi var heldur ekki ætlast til þess að menn teldu sig vera eitthvað verri. Flestir höfðu tækifæri til þess móta sína eigin sjálfsvirðingu, gera það gagn sem þeir gátu og finna sitt strik. Hvers kyns snobb var algjörlega forboðið og hallærislegt – svo mjög að mönnum sem áskotnuðust einfaldar flíkur á borð við Levi's gallabuxur eða Fruit-of-the-Loom nærklæðnað var strítt fyrir hégómann. Þar sem ég ólst upp á þessum stað þá leiddist ég út í íþróttir snemma á ævinni. Flestir á mínum aldri gerðu það. Þrátt fyrir ótrúlega fyrirhöfn og þrotlausar æfingar var árangur minn takmarkaður, enda er það líklega rétt sem góður vinur minn sagði við mig um daginn, að ég hafi verið „mjög ömurlegur íþróttamaður frá náttúrunnar hendi“. En það er góð lexía að hafa hlutverk í hóp – þótt það hlutverk takmarkist við að klúðra ekki svo illa að það hafi óyfirstíganlega slæm áhrif á gengi liðsins. Það var ætlast til þess að allir gerðu það sem þeir gátu, og legðu sig fram – og umfram allt, gæfust ekki upp.Að vera ekki höfðingi eða undirlægja Skilaboð umhverfisins voru að maður ætti að vera með, gera sitt besta, leggja eins mikið af mörkum og maður gæti, bera virðingu fyrir árangri en vera hvorki höfðingi eða undirlægja – og það var ekki hægt að kaupa sig til mannvirðinga með því að eiga flotta hluti – en það var hægt að öðlast virðingu með því að sinna vel því sem manni var treyst fyrir. Örugglega er ég ekki einn um að hafa svipaða sögu að segja. Íslendingar geta almennt verið mjög þakklátir fyrir það glópalán að hafa fæðst einmitt á þessu ágæta landi. Betri forgjöf í lífinu er varla hægt að hugsa sér. Þótt ekki sé allt fullkomið á okkar yndislegu eyju, þá segir það sína sögu að við búum í landi sem fólk flýr til en ekki frá.Vonlaust samfélag Ef ég hefði til dæmis fæðst í Albaníu en ekki Vestmannaeyjum er líklegt að skilaboð samfélagsins hefðu verið allt önnur. Þar er ríkjandi menning ofbeldis og ójöfnuðar. Glæpatíðni er há, tækifærin eru engin – það litla land skarar fram úr í mansali og líffæraþjófnaði miðað við höfðatölu. Glæpakóngar og ríkisbubbar baða sig í ríkidæmi og stöðutáknum. Skilaboðin sem börn og fullorðnir hafa fyrir augunum alla sína ævi er að hvers konar metnaður og framtakssemi skili litlu nema aukinni hættu á því að lenda í skotlínu þeirra sem eru máttugri. Það er ekki mikið lífslán að fæðast í þess háttar samfélagi. Það er auðvitað þægileg tilhugsun að halda að ef maður hefði verið svo ólánsamur að fæðast inn í þannig samfélag þá hefði manni einhvern veginn tekist að brjótast út úr því. En það er að öllum líkindum óraunsætt. Flest okkar mótast svo mjög af því umhverfi sem við lendum í að við gerum lítið til þess að breyta því. Við aðlögumst og reynum að skapa okkur eins gott líf og hægt er – miðað við ömurlegar aðstæður. Eða sættum okkur einfaldlega við að lífið hafi ekki upp á meira að bjóða. Ef ég hefði alist upp við þessar aðstæður hefðu valkostirnir líklega verið að reyna að koma sér sem best fyrir í því gjörspillta glæpasamfélagi sem maður fæddist inn í, reyna að lifa í friði og ró án þess að styggja nokkurn mann eða fórna lífi sínu og lífsorku í vonlausa baráttu við að breyta ónýtu samfélagi. Nema ef maður reyndi að komast burt. En það er ekki auðvelt að komast burt. Ef maður var svo óheppinn að fæðast í Albaníu en ekki Vestmannaeyjum mætir maður víðast hvar tortryggni og lokuðum dyrum. Vestmannaeyingar mæta þeim fordómum að vera álitnir of söngelskir og uppteknir af íþróttum—af því að Árni Johnsen og Ásgeir Sigurvinsson eru þaðan; en Albanar mæta þeim fordómum að vera álitnir glæpamenn af því þeirra heimaland hefur það orðspor.Hjálpum þeim Á þessum árstíma er aldalöng hefð fyrir því að hugsa um það sem maður getur verið þakklátur fyrir og reyna að leyfa þeim sem ekki eru eins lánsamir að njóta velvildar. Vonandi er almenn stemning fyrir því um þessar mundir að hafa þetta í huga og þótt við getum ekki hjálpað öllum, hvort sem er sem einstaklingar eða sem þjóð, þá þýðir það svo sannarlega ekki að við getum ekki hjálpað neinum. Þessi jól ætla ég að vera þakklátur fyrir að hafa ekki fæðst í samfélagi þar sem ég hefði verið öreigi, hugsanlega þurft að fóta mig í glæpasamfélagi; eða, sem er líklegra, dauður úti í skurði. Hvort sem væri, hefði æsku minni verið verr varið þannig heldur en í vonlausan íþróttaferil.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar