Maia kemur til Íslands og æfir með Gunnari Nelson Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. desember 2015 13:45 Demian Maia reynir að taka Gunnar Nelson niður í bardaganum í Las Vegas. vísir/getty Brasilíumaðurinn Demian Maia sem vann Gunnar Nelson í bardaga þeirra á UFC 194-bardagakvöldinu í Las Vegas um síðustu helgi er væntanlegur til landsins á næsta ári þar sem hann mun æfa með Gunnari Nelson. Maia, sem sýndi að hann er sterkasti gólfglímumaður UFC í bardaganum gegn Gunnari, er mjög hrifinn af íslenska bardagakappanum og kom að máli við fylgdarlið Gunnars og svo hann sjálfan eftir bardagann.Sjá einnig:Gunnar fékk tíu milljónir fyrir bardagann gegn Maia „Halli [Haraldur Nelson, faðir Gunnars] hitti Demian Maia og þjálfarann hans beint eftir bardagann og þeir lýstu yfir miklum áhuga á að æfa með Gunna. Svo klukkustund síðar hittum við þá allir og þá sagðist Maia vera mikill aðdáandi Gunna,“ segir Jón Viðar Arnþórsson, formaður bardagaíþróttafélagsins Mjölnis sem Gunnar Nelson keppir fyrir. Maia sýndi nokkra yfirburði gegn Gunnar en það hafði líka að segja að Gunnar missti máttinn af ókunnugum ástæðum eftir tvær mínútur í bardaganum. Sjáðu bardaga Maia og Gunnars í heild sinni:Frábært fyrir Mjölni að fá Maia „Maia var búinn að fylgjast mikið með Gunna og séð glímustílinn. Hann er svakalega hrifinn af honum. Þetta var bara ekki dagurinn hans Gunna í bardagnum. Á venjulegum degi færi þessi glíma ekkert svona,“ segir Jón Viðar. „Maður hefur séð Gunna glíma við sterkari glímumenn en Maia sem eru ekki í MMA og það hefur enginn getað haldið honum svona niðri. Gunni var bara orkulaus eftir tvær mínútur.“Sjá einnig:Gunnar Nelson: „Ég er rétt að byrja“ Menn eru ekkert alltaf óvinir í UFC þó margt sé sagt fyrir bardaga og menn berjist svo til síðasta blóðdropa í búrinu. Reyndar sýndu Gunnar og Maia hvor öðrum mikla virðingu í viðtölum í aðdraganda bardagans. „Menn hafa alveg barist og byrjað svo að æfa saman. Það gerist reglulega þó við höfum aldrei farið í neitt svoleiðis. Það væri alveg svakalega gott fyrir Gunnar að æfa með Maia og auðvitað frábært fyrir Mjölni að fá mann eins og Maia til okkar í smá tíma,“ segir Jón Viðar, en er komin einhver dagsetning? „Nei, ekki enn. Við ætlum að skoða þetta eftir áramót en nú taka okkur smá frí. Gunna stendur til boða að æfa bæði í Brasilíu og hér heima,“ segir Jón Viðar Arnþórsson. MMA Tengdar fréttir Lífið á bak við tjöldin hjá Gunnari | Magnaðar myndir Frábær innsýn í undirbúning Gunnars Nelson fyrir bardaga helgarinnar í Las Vegas. 15. desember 2015 12:30 Gunnar Nelson missti af risatækifæri Gunnar Nelson sá aldrei til sólar í bardaga sínum gegn Brasilíumanninum reynda Demian Maia. Gunnar viðurkenndi að hafa verið lélegur en ætlar sér að koma sterkari til baka eftir þetta tap. 14. desember 2015 06:00 Conor um bardaga Gunnars: Hjarta mitt brast Conor McGregor var afar leiður yfir tapi Gunnars Nelson á UFC 194 um helgina. 14. desember 2015 08:15 Gunnar féll um tvö sæti á styrkleikalistanum | Conor þriðji besti Gunnar situr nú í 14. sæti yfir veltivigtarkappa hjá UFC. Conor McGregor er þriðji besti, pund fyrir pund. 15. desember 2015 10:30 Maia sló Gunnar 193 sinnum Ótrúlegir yfirburðir Demian Maia komu fram í tölfræði bardagans. 14. desember 2015 08:45 Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leo vann brons í Svíþjóð Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Sjá meira
Brasilíumaðurinn Demian Maia sem vann Gunnar Nelson í bardaga þeirra á UFC 194-bardagakvöldinu í Las Vegas um síðustu helgi er væntanlegur til landsins á næsta ári þar sem hann mun æfa með Gunnari Nelson. Maia, sem sýndi að hann er sterkasti gólfglímumaður UFC í bardaganum gegn Gunnari, er mjög hrifinn af íslenska bardagakappanum og kom að máli við fylgdarlið Gunnars og svo hann sjálfan eftir bardagann.Sjá einnig:Gunnar fékk tíu milljónir fyrir bardagann gegn Maia „Halli [Haraldur Nelson, faðir Gunnars] hitti Demian Maia og þjálfarann hans beint eftir bardagann og þeir lýstu yfir miklum áhuga á að æfa með Gunna. Svo klukkustund síðar hittum við þá allir og þá sagðist Maia vera mikill aðdáandi Gunna,“ segir Jón Viðar Arnþórsson, formaður bardagaíþróttafélagsins Mjölnis sem Gunnar Nelson keppir fyrir. Maia sýndi nokkra yfirburði gegn Gunnar en það hafði líka að segja að Gunnar missti máttinn af ókunnugum ástæðum eftir tvær mínútur í bardaganum. Sjáðu bardaga Maia og Gunnars í heild sinni:Frábært fyrir Mjölni að fá Maia „Maia var búinn að fylgjast mikið með Gunna og séð glímustílinn. Hann er svakalega hrifinn af honum. Þetta var bara ekki dagurinn hans Gunna í bardagnum. Á venjulegum degi færi þessi glíma ekkert svona,“ segir Jón Viðar. „Maður hefur séð Gunna glíma við sterkari glímumenn en Maia sem eru ekki í MMA og það hefur enginn getað haldið honum svona niðri. Gunni var bara orkulaus eftir tvær mínútur.“Sjá einnig:Gunnar Nelson: „Ég er rétt að byrja“ Menn eru ekkert alltaf óvinir í UFC þó margt sé sagt fyrir bardaga og menn berjist svo til síðasta blóðdropa í búrinu. Reyndar sýndu Gunnar og Maia hvor öðrum mikla virðingu í viðtölum í aðdraganda bardagans. „Menn hafa alveg barist og byrjað svo að æfa saman. Það gerist reglulega þó við höfum aldrei farið í neitt svoleiðis. Það væri alveg svakalega gott fyrir Gunnar að æfa með Maia og auðvitað frábært fyrir Mjölni að fá mann eins og Maia til okkar í smá tíma,“ segir Jón Viðar, en er komin einhver dagsetning? „Nei, ekki enn. Við ætlum að skoða þetta eftir áramót en nú taka okkur smá frí. Gunna stendur til boða að æfa bæði í Brasilíu og hér heima,“ segir Jón Viðar Arnþórsson.
MMA Tengdar fréttir Lífið á bak við tjöldin hjá Gunnari | Magnaðar myndir Frábær innsýn í undirbúning Gunnars Nelson fyrir bardaga helgarinnar í Las Vegas. 15. desember 2015 12:30 Gunnar Nelson missti af risatækifæri Gunnar Nelson sá aldrei til sólar í bardaga sínum gegn Brasilíumanninum reynda Demian Maia. Gunnar viðurkenndi að hafa verið lélegur en ætlar sér að koma sterkari til baka eftir þetta tap. 14. desember 2015 06:00 Conor um bardaga Gunnars: Hjarta mitt brast Conor McGregor var afar leiður yfir tapi Gunnars Nelson á UFC 194 um helgina. 14. desember 2015 08:15 Gunnar féll um tvö sæti á styrkleikalistanum | Conor þriðji besti Gunnar situr nú í 14. sæti yfir veltivigtarkappa hjá UFC. Conor McGregor er þriðji besti, pund fyrir pund. 15. desember 2015 10:30 Maia sló Gunnar 193 sinnum Ótrúlegir yfirburðir Demian Maia komu fram í tölfræði bardagans. 14. desember 2015 08:45 Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leo vann brons í Svíþjóð Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Sjá meira
Lífið á bak við tjöldin hjá Gunnari | Magnaðar myndir Frábær innsýn í undirbúning Gunnars Nelson fyrir bardaga helgarinnar í Las Vegas. 15. desember 2015 12:30
Gunnar Nelson missti af risatækifæri Gunnar Nelson sá aldrei til sólar í bardaga sínum gegn Brasilíumanninum reynda Demian Maia. Gunnar viðurkenndi að hafa verið lélegur en ætlar sér að koma sterkari til baka eftir þetta tap. 14. desember 2015 06:00
Conor um bardaga Gunnars: Hjarta mitt brast Conor McGregor var afar leiður yfir tapi Gunnars Nelson á UFC 194 um helgina. 14. desember 2015 08:15
Gunnar féll um tvö sæti á styrkleikalistanum | Conor þriðji besti Gunnar situr nú í 14. sæti yfir veltivigtarkappa hjá UFC. Conor McGregor er þriðji besti, pund fyrir pund. 15. desember 2015 10:30
Maia sló Gunnar 193 sinnum Ótrúlegir yfirburðir Demian Maia komu fram í tölfræði bardagans. 14. desember 2015 08:45