Vill kosningabandalag með Katrínu í brúnni Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 14. desember 2015 13:21 Róbert Marshall Róbert Marshall þingmaður Bjartrar Framtíðar varpar fram þeirri tillögu á facebook síðu sinni að myndað verði kosningabandalag utan um ný vinnubrögð og ákveðna málaflokka fyrir næstu Alþingiskosningar. „Það þarf að bjarga Íslandi. Við erum föst í fari átakastjórnmála sem valda stöðnun og hnignun,“ segir Róbert á facebook síðu sinni. Í samtali við fréttastofu segir Róbert það miður að landinu sé stjórnað með annars flokks aðferðum. „Það er hvert ógæfumáli sem rekur annað. Umræðan er ónýt og það er engin forysta í þeim efnum frá þessari ríkisstjórn, við erum ekki að gera nægjanlegar umbætur og stuðla að endurreisn í heilbrigðiskerfinu, sem að ég held að allir landsmenn eru sammála um,“ segir hann. Þá nefnir hann að Ísland sé einnig staðnað í umhverfis- og jafnréttismálum og nefna megi fleiri þætti. „Staðan er einfaldlega þannig að það þarf að bregðast við þessari stöðu með öllum mögulegum ráðum og reyna að snúa við blaðinu. Og það er það sem ég er að leggja til.“Katrín JakobsdóttirVísir/daníelAðspurður segir hann að hann sé fyrst og fremst að horfa til stjórnarandstöðuflokkanna í þessu samhengi. „Þeir hafa sýnt það núna tvö ár í röð að þeir hafa lagt fram sameiginlegar fjárlagatillögur án mikilla áraka.“ Þá nefnir hann að hann sjálfur frekar en annað fólk sé ekki ómissandi í slíku samstarfi en hann vill sjæa Katrínu Jakobsdóttur fara fyrir ríkisstjórn utanþingsráðherra. „Ég held að það sé svona gengumgangandi góður stuðningur við hana, hún hefur sýnt það og við höfum séð að hún nýtur trausts langt utan raða sinna flokksmanna og það tel ég að sé ótvíræður kostur,“ segir Róbert. Hugmynd Róberts rímar vel við hugmyndir Birgittu Jónsdóttur þingmanns Pírata um kosningabandalag fyrir næstu Alþingiskosningar. Í mars á þessu ári lagði hún til að bandalag yrði myndað um nýja stjórnarskrá og kosningar um aðildarviðræður við Evrópusambandið. Alþingi Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Fleiri fréttir „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Sjá meira
Róbert Marshall þingmaður Bjartrar Framtíðar varpar fram þeirri tillögu á facebook síðu sinni að myndað verði kosningabandalag utan um ný vinnubrögð og ákveðna málaflokka fyrir næstu Alþingiskosningar. „Það þarf að bjarga Íslandi. Við erum föst í fari átakastjórnmála sem valda stöðnun og hnignun,“ segir Róbert á facebook síðu sinni. Í samtali við fréttastofu segir Róbert það miður að landinu sé stjórnað með annars flokks aðferðum. „Það er hvert ógæfumáli sem rekur annað. Umræðan er ónýt og það er engin forysta í þeim efnum frá þessari ríkisstjórn, við erum ekki að gera nægjanlegar umbætur og stuðla að endurreisn í heilbrigðiskerfinu, sem að ég held að allir landsmenn eru sammála um,“ segir hann. Þá nefnir hann að Ísland sé einnig staðnað í umhverfis- og jafnréttismálum og nefna megi fleiri þætti. „Staðan er einfaldlega þannig að það þarf að bregðast við þessari stöðu með öllum mögulegum ráðum og reyna að snúa við blaðinu. Og það er það sem ég er að leggja til.“Katrín JakobsdóttirVísir/daníelAðspurður segir hann að hann sé fyrst og fremst að horfa til stjórnarandstöðuflokkanna í þessu samhengi. „Þeir hafa sýnt það núna tvö ár í röð að þeir hafa lagt fram sameiginlegar fjárlagatillögur án mikilla áraka.“ Þá nefnir hann að hann sjálfur frekar en annað fólk sé ekki ómissandi í slíku samstarfi en hann vill sjæa Katrínu Jakobsdóttur fara fyrir ríkisstjórn utanþingsráðherra. „Ég held að það sé svona gengumgangandi góður stuðningur við hana, hún hefur sýnt það og við höfum séð að hún nýtur trausts langt utan raða sinna flokksmanna og það tel ég að sé ótvíræður kostur,“ segir Róbert. Hugmynd Róberts rímar vel við hugmyndir Birgittu Jónsdóttur þingmanns Pírata um kosningabandalag fyrir næstu Alþingiskosningar. Í mars á þessu ári lagði hún til að bandalag yrði myndað um nýja stjórnarskrá og kosningar um aðildarviðræður við Evrópusambandið.
Alþingi Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Fleiri fréttir „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Sjá meira