Árni Páll efast um að fjármálaráðherra sé eins og Jesú Kristur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. desember 2015 13:20 Árni Páll Árnason og Bjarni Benediktsson. vísir „Mér finnst þetta mjög sérkennileg ummæli í ljósi þess að fólk sem er á ellilífeyri og örorkulíeyri hefur ekki val um það að vakna á morgnana og vinna fyrir sér vegna þess annars vegar að ef um aldraða er að ræða þá er fólk bundið af eftirlaunaaldri og í tilviki örorkulífeyrisþega þá getur fólk ekki unnið fyrir sér. [...] Ég vil því spyrja hæstvirtan fjármála ráðherra hvað þessi ummæli eigi að þýða?“ Þetta sagði Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, á Alþingi í dag en hann spurði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, út í eftirfarandi ummæli sem ráðherrann lét falla í þættinum Sprengisandi í gær: „Það er líka til fólk sem að er í fullu starfi, vaknar snemma á morgnanna og vinnur allan daginn við að hafa í sig og á og sitt fólk. Það hefur ekki meira á milli handanna en þeir sem treysta á bæturnar.“Sakar ráðherrann um að skapa úlfúð á milli láglaunafólks og bótaþega Árni Páll sagði þessi ummæli til þess fallin að grafa undan samstöðu í samfélaginu um að lífeyrisþegar eigi að njóta jafnrar stöðu á við aðra í þjóðfélaginu. Þá sagði hann ummælin einnig til þess fallin að skapa úlfúð á milli þeirra lægst launuðu í landinu og bótaþega. Bjarni svaraði því til að það væri alveg ljóst að bætur muni á næsta ári hækka að fullu til jafns við launaþróun í landinu en á sama tíma væri fólk á vinnumarkaði sem væri ekkert mikið betur sett en bótaþegar. Þetta skipti máli þar sem hvatar í kerfinu skipti máli. „Fjölgun öryrkjar er orðið sjálfstætt og sérstakt vandamál á Íslandi og á Norðurlöndunum reyndar líka. Við getum fagnað því í sjálfu sér að það hefur dregið úr fjölguninni en hún er raunverulegt vandamál,“ sagði Bjarni.Segir kaupmátt bóta hafa aukist mikið Árni Páll gaf lítið fyrir þessi svör ráðherra: „Það getur vel verið að hæstvirtur fjármálaráðherra haldi að hann sé eins og Jesú Kristur, geti veitt blindum sýn og fengið sjúka til að taka sæng sína og ganga en ég held að það sé ekki á færi hans. Ég held að hann verði að horfast í augu við það að fólk er auðvitað, öryrkjar, heilsufars vegna, og fólk er aldrað aldur síns vegna og hann er að afvegaleiða umræðuna með þessum ummælum.“ Bjarni sagði Árna Pál tala eins og við værum stödd í miðri kreppu. Hann minnti á að verðbólga hafi farið minnkandi síðan ríkisstjórnin tók við árið 2013 og því hafi kaupmáttur aukist, þar með talið kaupmáttur bóta. Sagði fjármálaráðherra það reyndar vera þannig að bætur myndu hafa meiri kaupmátt á næsta ári en áður hafi þekkst. Alþingi Tengdar fréttir Varar við væntingum um afturvirkni bóta Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að stjórnvöld ætli að verja 100 milljörðum til að hækka lífeyrisbætur á næsta ári. Bætur séu að hækka um 9,7 prósent og lífeyrisþegar muni hafa meiri kaupmátt á næsta ári en nokkru sinni áður. 13. desember 2015 12:50 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
„Mér finnst þetta mjög sérkennileg ummæli í ljósi þess að fólk sem er á ellilífeyri og örorkulíeyri hefur ekki val um það að vakna á morgnana og vinna fyrir sér vegna þess annars vegar að ef um aldraða er að ræða þá er fólk bundið af eftirlaunaaldri og í tilviki örorkulífeyrisþega þá getur fólk ekki unnið fyrir sér. [...] Ég vil því spyrja hæstvirtan fjármála ráðherra hvað þessi ummæli eigi að þýða?“ Þetta sagði Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, á Alþingi í dag en hann spurði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, út í eftirfarandi ummæli sem ráðherrann lét falla í þættinum Sprengisandi í gær: „Það er líka til fólk sem að er í fullu starfi, vaknar snemma á morgnanna og vinnur allan daginn við að hafa í sig og á og sitt fólk. Það hefur ekki meira á milli handanna en þeir sem treysta á bæturnar.“Sakar ráðherrann um að skapa úlfúð á milli láglaunafólks og bótaþega Árni Páll sagði þessi ummæli til þess fallin að grafa undan samstöðu í samfélaginu um að lífeyrisþegar eigi að njóta jafnrar stöðu á við aðra í þjóðfélaginu. Þá sagði hann ummælin einnig til þess fallin að skapa úlfúð á milli þeirra lægst launuðu í landinu og bótaþega. Bjarni svaraði því til að það væri alveg ljóst að bætur muni á næsta ári hækka að fullu til jafns við launaþróun í landinu en á sama tíma væri fólk á vinnumarkaði sem væri ekkert mikið betur sett en bótaþegar. Þetta skipti máli þar sem hvatar í kerfinu skipti máli. „Fjölgun öryrkjar er orðið sjálfstætt og sérstakt vandamál á Íslandi og á Norðurlöndunum reyndar líka. Við getum fagnað því í sjálfu sér að það hefur dregið úr fjölguninni en hún er raunverulegt vandamál,“ sagði Bjarni.Segir kaupmátt bóta hafa aukist mikið Árni Páll gaf lítið fyrir þessi svör ráðherra: „Það getur vel verið að hæstvirtur fjármálaráðherra haldi að hann sé eins og Jesú Kristur, geti veitt blindum sýn og fengið sjúka til að taka sæng sína og ganga en ég held að það sé ekki á færi hans. Ég held að hann verði að horfast í augu við það að fólk er auðvitað, öryrkjar, heilsufars vegna, og fólk er aldrað aldur síns vegna og hann er að afvegaleiða umræðuna með þessum ummælum.“ Bjarni sagði Árna Pál tala eins og við værum stödd í miðri kreppu. Hann minnti á að verðbólga hafi farið minnkandi síðan ríkisstjórnin tók við árið 2013 og því hafi kaupmáttur aukist, þar með talið kaupmáttur bóta. Sagði fjármálaráðherra það reyndar vera þannig að bætur myndu hafa meiri kaupmátt á næsta ári en áður hafi þekkst.
Alþingi Tengdar fréttir Varar við væntingum um afturvirkni bóta Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að stjórnvöld ætli að verja 100 milljörðum til að hækka lífeyrisbætur á næsta ári. Bætur séu að hækka um 9,7 prósent og lífeyrisþegar muni hafa meiri kaupmátt á næsta ári en nokkru sinni áður. 13. desember 2015 12:50 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Varar við væntingum um afturvirkni bóta Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að stjórnvöld ætli að verja 100 milljörðum til að hækka lífeyrisbætur á næsta ári. Bætur séu að hækka um 9,7 prósent og lífeyrisþegar muni hafa meiri kaupmátt á næsta ári en nokkru sinni áður. 13. desember 2015 12:50