Ráðherra hefur óskað eftir upplýsingum frá Útlendingastofnun vegna langveiku drengjanna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. desember 2015 11:39 Ólöf Nordal. vísir/anton brink Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, hefur óskað eftir upplýsingum frá Útlendingastofnun og Rauða krossi Íslands varðandi það hvernig staðið var að hælisumsókn tveggja albanskra fjölskyldna sem vísað var frá landinu í liðinni viku. Mál fjölskyldnanna hafa vakið reiði í samfélaginu en í báðum fjölskyldum voru langveikir drengir en afar umdeilt er hvort þeir geti fengið viðeigandi læknismeðferð við sjúkdómum sínum í heimalandi sínu. Ráðherrann sat fyrir svörum í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í morgun og beindi Katrín Jakobsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, spurningu til Ólafar vegna albönsku fjölskyldnanna.„Þurfum við ekki að endurhugsa hver skylda okkar er sem samfélag? Vísaði þingmaðurinn meðal annars í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem lögfestur hefur verið hér á landi en þar er kveðið á um að öll börn hafi rétt til lífs og þroska og að gera eigi það sem er börnum fyrir bestu. Spurði Katrín ráðherrann hvort hún teldi kerfið þjóna þessum markmiðum Barnasáttmálans. Þá spurði hún jafnframt hvort að Ólöf ætli að beita sér fyrir breytingum á kerfinu svo að langveik börn væru ekki send úr landi. „Mér finnst það ekki vera rök í málinu, ekki frekar en þegar maður kemur að slösuðu barni á slysstað, þá hjálpar maður því barni þó að það geti komið önnur börn. Það geta ekki verið rök í málinu. Við vitum sem einstaklingar hver okkar skylda er en þurfum við ekki að endurhugsa hver skylda okkar er sem samfélag?“Óskar eftir að flytja Alþingi munnlega skýrslu um mál hælisleitenda og flóttamanna Ólöf sagði mjög miður að mál albönsku fjölskyldnanna hefðu ekki ratað til kærunefndar útlendingamála en greindi svo frá því að hún hafi óskað eftir upplýsingum frá viðeigandi stofnunum vegna þeirra. „Á föstudaginn var þá skrifaði ég bréf til Útlendingastofnunar og Rauða krossins, óskaði eftir því með hliðsjón af endurskoðun laga að farið væri yfir það hvernig að þessum málum væri staðið, þegar staðið væri að börnum sérstaklega, hvernig það mat færi fram, því ég eins og þingheimur allur þarf auðvitað að skilja það hvernig regluverkið gengur fyrir sig.“ Þá greindi ráðherra einnig frá því að hún hefði farið fram á það við forseta þingsins að fá að flytja munnlega skýrslu um málefni hælisleitenda og flóttafólks á Alþingi og kvaðst ráðherra búast við að sú umræða færi fram í lok vikunnar. Flóttamenn Tengdar fréttir Vilja koma Kevi heim Ekkert er því til fyrirstöðu að albanska fjölskyldan sem vísað var úr landi á fimmtudag sæki aftur um hæli hér á landi, að mati lögmanns. Unnið er að fjármögnun og skipulagningu þess að koma fjölskyldunni aftur til Íslands. 14. desember 2015 06:00 Allsherjarnefnd ætlar að skoða mál albönsku fjölskyldnanna Annar fjölskyldufaðirinn segir að lögmaður þeirra hafi ráðlagt þeim að draga sína kæru til baka. 13. desember 2015 19:13 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, hefur óskað eftir upplýsingum frá Útlendingastofnun og Rauða krossi Íslands varðandi það hvernig staðið var að hælisumsókn tveggja albanskra fjölskyldna sem vísað var frá landinu í liðinni viku. Mál fjölskyldnanna hafa vakið reiði í samfélaginu en í báðum fjölskyldum voru langveikir drengir en afar umdeilt er hvort þeir geti fengið viðeigandi læknismeðferð við sjúkdómum sínum í heimalandi sínu. Ráðherrann sat fyrir svörum í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í morgun og beindi Katrín Jakobsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, spurningu til Ólafar vegna albönsku fjölskyldnanna.„Þurfum við ekki að endurhugsa hver skylda okkar er sem samfélag? Vísaði þingmaðurinn meðal annars í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem lögfestur hefur verið hér á landi en þar er kveðið á um að öll börn hafi rétt til lífs og þroska og að gera eigi það sem er börnum fyrir bestu. Spurði Katrín ráðherrann hvort hún teldi kerfið þjóna þessum markmiðum Barnasáttmálans. Þá spurði hún jafnframt hvort að Ólöf ætli að beita sér fyrir breytingum á kerfinu svo að langveik börn væru ekki send úr landi. „Mér finnst það ekki vera rök í málinu, ekki frekar en þegar maður kemur að slösuðu barni á slysstað, þá hjálpar maður því barni þó að það geti komið önnur börn. Það geta ekki verið rök í málinu. Við vitum sem einstaklingar hver okkar skylda er en þurfum við ekki að endurhugsa hver skylda okkar er sem samfélag?“Óskar eftir að flytja Alþingi munnlega skýrslu um mál hælisleitenda og flóttamanna Ólöf sagði mjög miður að mál albönsku fjölskyldnanna hefðu ekki ratað til kærunefndar útlendingamála en greindi svo frá því að hún hafi óskað eftir upplýsingum frá viðeigandi stofnunum vegna þeirra. „Á föstudaginn var þá skrifaði ég bréf til Útlendingastofnunar og Rauða krossins, óskaði eftir því með hliðsjón af endurskoðun laga að farið væri yfir það hvernig að þessum málum væri staðið, þegar staðið væri að börnum sérstaklega, hvernig það mat færi fram, því ég eins og þingheimur allur þarf auðvitað að skilja það hvernig regluverkið gengur fyrir sig.“ Þá greindi ráðherra einnig frá því að hún hefði farið fram á það við forseta þingsins að fá að flytja munnlega skýrslu um málefni hælisleitenda og flóttafólks á Alþingi og kvaðst ráðherra búast við að sú umræða færi fram í lok vikunnar.
Flóttamenn Tengdar fréttir Vilja koma Kevi heim Ekkert er því til fyrirstöðu að albanska fjölskyldan sem vísað var úr landi á fimmtudag sæki aftur um hæli hér á landi, að mati lögmanns. Unnið er að fjármögnun og skipulagningu þess að koma fjölskyldunni aftur til Íslands. 14. desember 2015 06:00 Allsherjarnefnd ætlar að skoða mál albönsku fjölskyldnanna Annar fjölskyldufaðirinn segir að lögmaður þeirra hafi ráðlagt þeim að draga sína kæru til baka. 13. desember 2015 19:13 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Vilja koma Kevi heim Ekkert er því til fyrirstöðu að albanska fjölskyldan sem vísað var úr landi á fimmtudag sæki aftur um hæli hér á landi, að mati lögmanns. Unnið er að fjármögnun og skipulagningu þess að koma fjölskyldunni aftur til Íslands. 14. desember 2015 06:00
Allsherjarnefnd ætlar að skoða mál albönsku fjölskyldnanna Annar fjölskyldufaðirinn segir að lögmaður þeirra hafi ráðlagt þeim að draga sína kæru til baka. 13. desember 2015 19:13