Öld olíunnar liðin Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. desember 2015 18:30 Markmið bandalagsins er að halda hlýnun innan við 1,5 gráður. Vísir Öld olíunnar er liðin með nýju loftlagssamkomulagi. Þetta segir sérfræðingur í loftlagsmálum og að margar þjóðir muni reyna að skipta yfir í endurnýtanlega orku. Hann segir Íslendinga eiga að vera í fararbroddi í kolefnisjöfnun og vera fyrirmynd annarra þjóð. Þjóðarleiðtogar um allan heim hafa fagnað sögulegu samkomulagi sem náðist á loftlagsráðstefnunni í París í gær. Samningurinn sem samþykktur var af 195 þjóðum felur í sér að koma á veg fyrir að hitastig á jörðinni hækki um meira en 2 gráður. Jafnframt á að reyna að tryggja að hitastig hækki ekki um meira en um 1,5 gráðu. Þá á útblástur gróðurhúsalofttegunda að ná hámarki sem fyrst og í framhaldinu á að draga hratt úr útblæstri. Samningurinn hefur það í för með sér að dregið verður verulega úr notkun jarðefnaeldsneyta líkt og olíu og kolum. „Ef þetta samkomulag gengur eftir þá er öld olíu liðin. Hún mun hætta. Menn munu auðvitað alltaf nýta olíu þó ekki væri nema bara í allskonar svona sér smurningu og slíkt,“ segir Halldór Björnsson sérfræðingur í loftlagsmálum hjá Veðurstofu Íslands. Hann segir að endurnýtanlegir orkugjafar verði nýttir í stað olíu og kola. „Margar þjóðir munu reyna að skipta yfir í endurvinnanlega orku. Við í sjálfu sér erum búin að því fyrir þó nokkuð löngu síðan og erum með megnið af okkar húshitun í jarðhita og mengið af okkar raforku í vatnsorku og við í sjálfu sér getum þá horft til annarra þátta. Það er nýta raforkuna betur. Rafvæðing bílaflotans og svo slíkt og síðan bindingaraðgerðir. Það er hægt að draga verulega úr losun með því að hérna endurheimta votlendið. Það er hægt að auka bindingu bæði með því að endurheimta örfoka land með því sem við köllum landrækt og síðan líka með skógrækt,“ segir Halldór. Hann segir Íslendinga eiga að vera í fararbroddi í kolefnisjöfnun og vera fyrirmynd annarra þjóð. „Það eru viss tækifæri fyrir Íslendinga ef við yrðum á undan öðrum þjóðum í því að kolefnisjafna okkur,“ segir Halldór. Loftslagsmál Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fleiri fréttir Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Sjá meira
Öld olíunnar er liðin með nýju loftlagssamkomulagi. Þetta segir sérfræðingur í loftlagsmálum og að margar þjóðir muni reyna að skipta yfir í endurnýtanlega orku. Hann segir Íslendinga eiga að vera í fararbroddi í kolefnisjöfnun og vera fyrirmynd annarra þjóð. Þjóðarleiðtogar um allan heim hafa fagnað sögulegu samkomulagi sem náðist á loftlagsráðstefnunni í París í gær. Samningurinn sem samþykktur var af 195 þjóðum felur í sér að koma á veg fyrir að hitastig á jörðinni hækki um meira en 2 gráður. Jafnframt á að reyna að tryggja að hitastig hækki ekki um meira en um 1,5 gráðu. Þá á útblástur gróðurhúsalofttegunda að ná hámarki sem fyrst og í framhaldinu á að draga hratt úr útblæstri. Samningurinn hefur það í för með sér að dregið verður verulega úr notkun jarðefnaeldsneyta líkt og olíu og kolum. „Ef þetta samkomulag gengur eftir þá er öld olíu liðin. Hún mun hætta. Menn munu auðvitað alltaf nýta olíu þó ekki væri nema bara í allskonar svona sér smurningu og slíkt,“ segir Halldór Björnsson sérfræðingur í loftlagsmálum hjá Veðurstofu Íslands. Hann segir að endurnýtanlegir orkugjafar verði nýttir í stað olíu og kola. „Margar þjóðir munu reyna að skipta yfir í endurvinnanlega orku. Við í sjálfu sér erum búin að því fyrir þó nokkuð löngu síðan og erum með megnið af okkar húshitun í jarðhita og mengið af okkar raforku í vatnsorku og við í sjálfu sér getum þá horft til annarra þátta. Það er nýta raforkuna betur. Rafvæðing bílaflotans og svo slíkt og síðan bindingaraðgerðir. Það er hægt að draga verulega úr losun með því að hérna endurheimta votlendið. Það er hægt að auka bindingu bæði með því að endurheimta örfoka land með því sem við köllum landrækt og síðan líka með skógrækt,“ segir Halldór. Hann segir Íslendinga eiga að vera í fararbroddi í kolefnisjöfnun og vera fyrirmynd annarra þjóð. „Það eru viss tækifæri fyrir Íslendinga ef við yrðum á undan öðrum þjóðum í því að kolefnisjafna okkur,“ segir Halldór.
Loftslagsmál Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fleiri fréttir Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Sjá meira