Öryrkjar og eldri borgarar líða margir skort Heimir Már Pétursson skrifar 10. desember 2015 19:30 Fulltrúar Landssambands eldri borgara og Öryrkjabandalagsins ítrekuðu kröfur sínar um að lífeyrisgreiðslur hækkuðu til samræmis við þróun á vinnumarkaði, á fundi fjárlaganefndar í dag. Þau segja heldur ekki eðlilegt að lífeyrir sé miðaður við lægstu laun sem fáir hafi í raun í atvinnulífinu. Þessar klukkustundirnar takast stjórn og stjórnarandstaða á um fjáraukalög þessa árs og fjárlög næsta árs. Eitt stærsta ágreiningsefnið eru lífeyrisgreiðslur til eldri borgara og öryrkja. En hlé var gert á fjárlagaumræðunni, sem væntanlega stendur fram á nótt, til að fulltrúar þeirra gætu mættu á fund fjárlaganefndar í dag til að fara yfir stöðuna. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi hækka lífeyrisgreiðslur um 9,7 prósent eftir áramótin og telja stjórnvöld sig þannig mæta bæði hækkunum á vinnumarkaði á þessu ári og næsta. Að beiðni stjórnarandstöðunnar mættu fulltrúar eldri borgara og öryrkja á fund fjárlaganefndar til að rökstyðja að hækkanir til þeirra ættu að fylgja hækkunum kjarasamninga frá í maí.Æ erfiðara að ná endum saman „Það virðist vera æ erfiðara fyrri þá sem eru á lágmarksbótum að ná endum saman. Þar koma margir hlutir til. Það eru hækkanir á ýmsum hlutum. Það er á húsnæðiskostnaði, húsaleiga og slíkt,“ sagði Haukur Ingibergsson formaður Landssambands eldri borgara við fulltrúa fjárlaganefndar. Hann minnti á að stefna Landssambands eldri borgara væri skýr frá því á landsfundi samtakanna í vor. „Hún er að hækkun bóta verði þá afturvirk frá 1. maí eins og almennt var í kjarasamningum. Það er meginatriði,“ sagði Haukur. Hann og Ellen Calmon formaður Öryrkjabandalagsins bentu á að samkvæmt lögum ættu lífeyrisgreiðslur að fylgja launaþróun. Ellen segir marga öryrkja þurfa að neita sér um hollan mat og tómstundir og telur ekki rétt að miða bætur við lægstu laun þar sem einungis um eitt prósent vinnandi fólks sé á þeim launum og almennt viðurkennt að þau dugi ekki fyrir lágmarks framfærslu. „Nú sjáum við fram á að ríkissjóður mun skila afgangi. Við sjáum fram á góðæri sem er dásamlegt. En fólk býr við fátækt og við getum auðveldlega útrýmt fátækt í þessu litla landi okkar,“ sagði Ellen.Fjöldi fólks leyfir sér ekki neitt Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður Félags eldri borgara í Reykjavík eins og hinir fulltrúarnir á fundinum sagði margar raunasögur sem dæmi um stöðu þeirra eldri borgara sem þyrftu að lifa á grunnbótunum einum. „Það er þyngra en tárum tekur að fólk eigi ekki fyrir mat í lok mánaðarins. Fari aldrei í leikhús, aldrei í bíó; veit ekki hvað tónleikar eru,“ sagði Þórunn við fjárlaganefndarfólk sem hlustaði af athygli. Halldór Sævar Guðbjartsson varaformaður Öryrkjabandalagsins sagði svipaðar sögur og sagðist vona að stjórn og stjórnarandstaða næðu saman um nauðsynlegar breytingar á lífeyrismálunum. „Öryrkjum sem lifa skort eða mikinn skort fer fjölgandi. Sérstaklega í hópi þeirra sem líða mikinn skort. Ef ég man þetta rétt þá líða 23 prósent skort og mikinn skort,“ sagði Halldór Sævar Guðbjartsson. Önnur umræða fjárlaga stendur nú yfir á Alþingi og er búist við að hún standi langt fram á nótt. Alþingi Tengdar fréttir Sigríður ósátt við Vigdísi: „Ógeðfelld niðurstaða“ "Hefur sýnt stjórnendum sjúkrahússins hroka og dónaskap getur ekki viðurkennt mistök heldur á að greina rekstur Landspítalans,“ segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir um Vigdísi Hauksdóttur og milljónirnar 30. 2. desember 2015 20:31 Öryrkjar og aldraðir á fundi fjárlaganefndar: „Við getum auðveldlega útrýmt fátækt í þessu litla samfélagi“ Fulltrúar frá Landssambandi eldri borgara og Öryrkjabandalaginu komu á fund fjárlaganefndar í dag þar sem þeir fóru yfir það hvers vegna þeir telja að hækkanir elli- og örorkulífeyris eigi að vera afturvirkar frá 1. maí síðastliðnum. 10. desember 2015 16:23 „Eigum við að trúa því að aldraðir og öryrkjar eigi engan liðsmann í ríkisstjórninni?“ Þeir Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, og Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, þjörmuðu að Eygló Harðardóttur, félags-og húsnæðismálaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. 10. desember 2015 11:47 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Fleiri fréttir „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Sjá meira
Fulltrúar Landssambands eldri borgara og Öryrkjabandalagsins ítrekuðu kröfur sínar um að lífeyrisgreiðslur hækkuðu til samræmis við þróun á vinnumarkaði, á fundi fjárlaganefndar í dag. Þau segja heldur ekki eðlilegt að lífeyrir sé miðaður við lægstu laun sem fáir hafi í raun í atvinnulífinu. Þessar klukkustundirnar takast stjórn og stjórnarandstaða á um fjáraukalög þessa árs og fjárlög næsta árs. Eitt stærsta ágreiningsefnið eru lífeyrisgreiðslur til eldri borgara og öryrkja. En hlé var gert á fjárlagaumræðunni, sem væntanlega stendur fram á nótt, til að fulltrúar þeirra gætu mættu á fund fjárlaganefndar í dag til að fara yfir stöðuna. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi hækka lífeyrisgreiðslur um 9,7 prósent eftir áramótin og telja stjórnvöld sig þannig mæta bæði hækkunum á vinnumarkaði á þessu ári og næsta. Að beiðni stjórnarandstöðunnar mættu fulltrúar eldri borgara og öryrkja á fund fjárlaganefndar til að rökstyðja að hækkanir til þeirra ættu að fylgja hækkunum kjarasamninga frá í maí.Æ erfiðara að ná endum saman „Það virðist vera æ erfiðara fyrri þá sem eru á lágmarksbótum að ná endum saman. Þar koma margir hlutir til. Það eru hækkanir á ýmsum hlutum. Það er á húsnæðiskostnaði, húsaleiga og slíkt,“ sagði Haukur Ingibergsson formaður Landssambands eldri borgara við fulltrúa fjárlaganefndar. Hann minnti á að stefna Landssambands eldri borgara væri skýr frá því á landsfundi samtakanna í vor. „Hún er að hækkun bóta verði þá afturvirk frá 1. maí eins og almennt var í kjarasamningum. Það er meginatriði,“ sagði Haukur. Hann og Ellen Calmon formaður Öryrkjabandalagsins bentu á að samkvæmt lögum ættu lífeyrisgreiðslur að fylgja launaþróun. Ellen segir marga öryrkja þurfa að neita sér um hollan mat og tómstundir og telur ekki rétt að miða bætur við lægstu laun þar sem einungis um eitt prósent vinnandi fólks sé á þeim launum og almennt viðurkennt að þau dugi ekki fyrir lágmarks framfærslu. „Nú sjáum við fram á að ríkissjóður mun skila afgangi. Við sjáum fram á góðæri sem er dásamlegt. En fólk býr við fátækt og við getum auðveldlega útrýmt fátækt í þessu litla landi okkar,“ sagði Ellen.Fjöldi fólks leyfir sér ekki neitt Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður Félags eldri borgara í Reykjavík eins og hinir fulltrúarnir á fundinum sagði margar raunasögur sem dæmi um stöðu þeirra eldri borgara sem þyrftu að lifa á grunnbótunum einum. „Það er þyngra en tárum tekur að fólk eigi ekki fyrir mat í lok mánaðarins. Fari aldrei í leikhús, aldrei í bíó; veit ekki hvað tónleikar eru,“ sagði Þórunn við fjárlaganefndarfólk sem hlustaði af athygli. Halldór Sævar Guðbjartsson varaformaður Öryrkjabandalagsins sagði svipaðar sögur og sagðist vona að stjórn og stjórnarandstaða næðu saman um nauðsynlegar breytingar á lífeyrismálunum. „Öryrkjum sem lifa skort eða mikinn skort fer fjölgandi. Sérstaklega í hópi þeirra sem líða mikinn skort. Ef ég man þetta rétt þá líða 23 prósent skort og mikinn skort,“ sagði Halldór Sævar Guðbjartsson. Önnur umræða fjárlaga stendur nú yfir á Alþingi og er búist við að hún standi langt fram á nótt.
Alþingi Tengdar fréttir Sigríður ósátt við Vigdísi: „Ógeðfelld niðurstaða“ "Hefur sýnt stjórnendum sjúkrahússins hroka og dónaskap getur ekki viðurkennt mistök heldur á að greina rekstur Landspítalans,“ segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir um Vigdísi Hauksdóttur og milljónirnar 30. 2. desember 2015 20:31 Öryrkjar og aldraðir á fundi fjárlaganefndar: „Við getum auðveldlega útrýmt fátækt í þessu litla samfélagi“ Fulltrúar frá Landssambandi eldri borgara og Öryrkjabandalaginu komu á fund fjárlaganefndar í dag þar sem þeir fóru yfir það hvers vegna þeir telja að hækkanir elli- og örorkulífeyris eigi að vera afturvirkar frá 1. maí síðastliðnum. 10. desember 2015 16:23 „Eigum við að trúa því að aldraðir og öryrkjar eigi engan liðsmann í ríkisstjórninni?“ Þeir Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, og Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, þjörmuðu að Eygló Harðardóttur, félags-og húsnæðismálaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. 10. desember 2015 11:47 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Fleiri fréttir „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Sjá meira
Sigríður ósátt við Vigdísi: „Ógeðfelld niðurstaða“ "Hefur sýnt stjórnendum sjúkrahússins hroka og dónaskap getur ekki viðurkennt mistök heldur á að greina rekstur Landspítalans,“ segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir um Vigdísi Hauksdóttur og milljónirnar 30. 2. desember 2015 20:31
Öryrkjar og aldraðir á fundi fjárlaganefndar: „Við getum auðveldlega útrýmt fátækt í þessu litla samfélagi“ Fulltrúar frá Landssambandi eldri borgara og Öryrkjabandalaginu komu á fund fjárlaganefndar í dag þar sem þeir fóru yfir það hvers vegna þeir telja að hækkanir elli- og örorkulífeyris eigi að vera afturvirkar frá 1. maí síðastliðnum. 10. desember 2015 16:23
„Eigum við að trúa því að aldraðir og öryrkjar eigi engan liðsmann í ríkisstjórninni?“ Þeir Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, og Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, þjörmuðu að Eygló Harðardóttur, félags-og húsnæðismálaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. 10. desember 2015 11:47