„Eigum við að trúa því að aldraðir og öryrkjar eigi engan liðsmann í ríkisstjórninni?“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. desember 2015 11:47 Helgi Hjörvar, Eygló Harðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon vísir Þeir Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, og Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, þjörmuðu að Eygló Harðardóttur, félags-og húsnæðismálaráðherra, vegna þeirrar ákvörðunar stjórnarmeirihlutans að hækka ekki ellilífeyris-og örorkubætur afturvirkt, en því var hafnað í atkvæðagreiðslu á þingi í vikunni. Í óundirbúnum fyrirspurnum spurði Helgi Hjörvar ráðherrann hvort hún hefði ekki barist fyrir því innan ríkisstjórnarinnar að slík hækkun næði fram að ganga. „Og ég spyr ráðherrann hvort hún hafi ekki von um það að þessi breyting náist fram hér fyrir þriðju umræðu fjárlaga? Eða eigum við að trúa því að aldraðir og öryrkjar eigi engan liðsmann í ríkisstjórninni sem er að berjast fyrir þessu sjálfsagða réttlætismáli?“ Þá bað Helgi ráðherrann um að hætta að rífast við Landssamband eldri borgara og Öryrkjabandalagið um kjör þessara hópa þar sem þeir þekki kjör sín best.Bætur hækki um 9,7 prósent á næsta ári „Prósentur segja lítið í því samhengi. Lífeyrisþegar hafa fengið liðlega 5000 króna hækkun á þessu ári. Við alþingismenn höfum fengið 60 þúsund, ráðherrar yfir 100 þúsund.“ Helgi sagði slíkan samanburð þó aukaatriði enda væri kjarni málsins sá að aldraðir og öryrkjar fái sömu meðferð og allir aðrir í landinu, frá sama tíma og sama hætti. Eygló Harðardóttir, félags-og húsnæðismálaráðherra, svaraði því til að bætur myndu hækka um 9,7 prósent á næsta ári samkvæmt tillögu meirihluta fjárlaganefndar. Þetta þýði að bætur einstaklings sem býr einn verði ívið hærri en lágmarkslaun.„Hörmuleg svör“ Hún fór síðan yfir það hvernig sú hækkun hefði verið reiknuð en þar var bæði tekið mið af þjóðhagsspá og hækkun á meðaltöxtum þessa árs og næsta. Þá sagði Eygló bætur hækka um 14,2 milljarða þann 1. janúar næstkomandi en inn í þeirri tölu væru 3,9 milljarðar sem væri afturvirk hækkun vegna launaþróunar á árinu. Þingmennirnir gáfu ekki mikið fyrir svör fyrir ráðherrans og kallaði Steingrímur þau „hörmuleg.“ Prósentuhækkanir bóta á þessu ári og því síðasta hefðu fjarri því veitt elli-og örorkulífeyrisþegum sömu hækkanir og aðrir í landinu. „Svona rugl um milljarðasamlagningar sem horfir ekki til magnaukningar í kerfinu, fjölgunar elli-og örorkulífeyrisþega og slíkra hluta, eða prósentuþvæla, breytir ekki veruleika þessa máls. Ríkisstjórnin og hennar lið ætlar að skilja þennan eina hóp eftir, þennan eina hóp, hann á ekki að fá neinar kjarabætur á þessu ári. Það er veruleikinn. Það er þá helst að það eigi að leika námsmenn í landinu svipað grátt.“ Alþingi Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent Fleiri fréttir „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Sjá meira
Þeir Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, og Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, þjörmuðu að Eygló Harðardóttur, félags-og húsnæðismálaráðherra, vegna þeirrar ákvörðunar stjórnarmeirihlutans að hækka ekki ellilífeyris-og örorkubætur afturvirkt, en því var hafnað í atkvæðagreiðslu á þingi í vikunni. Í óundirbúnum fyrirspurnum spurði Helgi Hjörvar ráðherrann hvort hún hefði ekki barist fyrir því innan ríkisstjórnarinnar að slík hækkun næði fram að ganga. „Og ég spyr ráðherrann hvort hún hafi ekki von um það að þessi breyting náist fram hér fyrir þriðju umræðu fjárlaga? Eða eigum við að trúa því að aldraðir og öryrkjar eigi engan liðsmann í ríkisstjórninni sem er að berjast fyrir þessu sjálfsagða réttlætismáli?“ Þá bað Helgi ráðherrann um að hætta að rífast við Landssamband eldri borgara og Öryrkjabandalagið um kjör þessara hópa þar sem þeir þekki kjör sín best.Bætur hækki um 9,7 prósent á næsta ári „Prósentur segja lítið í því samhengi. Lífeyrisþegar hafa fengið liðlega 5000 króna hækkun á þessu ári. Við alþingismenn höfum fengið 60 þúsund, ráðherrar yfir 100 þúsund.“ Helgi sagði slíkan samanburð þó aukaatriði enda væri kjarni málsins sá að aldraðir og öryrkjar fái sömu meðferð og allir aðrir í landinu, frá sama tíma og sama hætti. Eygló Harðardóttir, félags-og húsnæðismálaráðherra, svaraði því til að bætur myndu hækka um 9,7 prósent á næsta ári samkvæmt tillögu meirihluta fjárlaganefndar. Þetta þýði að bætur einstaklings sem býr einn verði ívið hærri en lágmarkslaun.„Hörmuleg svör“ Hún fór síðan yfir það hvernig sú hækkun hefði verið reiknuð en þar var bæði tekið mið af þjóðhagsspá og hækkun á meðaltöxtum þessa árs og næsta. Þá sagði Eygló bætur hækka um 14,2 milljarða þann 1. janúar næstkomandi en inn í þeirri tölu væru 3,9 milljarðar sem væri afturvirk hækkun vegna launaþróunar á árinu. Þingmennirnir gáfu ekki mikið fyrir svör fyrir ráðherrans og kallaði Steingrímur þau „hörmuleg.“ Prósentuhækkanir bóta á þessu ári og því síðasta hefðu fjarri því veitt elli-og örorkulífeyrisþegum sömu hækkanir og aðrir í landinu. „Svona rugl um milljarðasamlagningar sem horfir ekki til magnaukningar í kerfinu, fjölgunar elli-og örorkulífeyrisþega og slíkra hluta, eða prósentuþvæla, breytir ekki veruleika þessa máls. Ríkisstjórnin og hennar lið ætlar að skilja þennan eina hóp eftir, þennan eina hóp, hann á ekki að fá neinar kjarabætur á þessu ári. Það er veruleikinn. Það er þá helst að það eigi að leika námsmenn í landinu svipað grátt.“
Alþingi Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent Fleiri fréttir „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Sjá meira