Gjöf til barna landsins Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 10. desember 2015 11:45 "Gjöfin nær til alls landsins og hefur áhrif til framtíðar,“ segir Guðný Dóra, forstöðumaður Gljúfrasteins. Vísir/Stefán „Við ætlum að gefa hefti með völdum textum úr mörgum bókum Halldórs Kiljan sem eiga að höfða til barna og henta til flutnings. Það er gert í tilefni þess að í dag eru 60 ár frá því hann veitti Nóbelsverðlaunum viðtöku,“ segir Guðný Dóra Gestsdóttir, forstöðumaður Gljúfrasteins. Hún stendur fyrir viðburði í Varmárskóla í Mosfellsbæ í dag klukkan 13, ásamt Röddum, samtaka um vandaðan upplestur og framsögn. Þar mun Kristín Helga Gunnarsdóttir, formaður Rithöfundasambandsins, afhenda gjöfina formlega og krakkarnir í skólanum leika og syngja.Baldur Sigurðsson, dósent á menntavísindasviði Háskóla Íslands, valdi efnið upphaflega árið 2002, ásamt Ingibjörgu Einarsdóttur, að sögn Guðnýjar Dóru. Nú yfirfór hann það og gaf því nafnið Þegar lífið knýr dyra – um börn á þröskuldi fullorðinsára í verkum Halldórs Laxness. Heftið er upp á 60 síður í PDF-formi og Guðný Dóra kveðst senda það í tölvupósti í alla skóla landsins. „Það er gaman fyrir okkur á Gljúfrasteini að vita til þess að nú getum við náð til allra barna á landinu og haft áhrif til framtíðar,“ segir hún og tekur fram að efnið sé aðgengilegt á heimasíðu safnsins. Menning Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Við ætlum að gefa hefti með völdum textum úr mörgum bókum Halldórs Kiljan sem eiga að höfða til barna og henta til flutnings. Það er gert í tilefni þess að í dag eru 60 ár frá því hann veitti Nóbelsverðlaunum viðtöku,“ segir Guðný Dóra Gestsdóttir, forstöðumaður Gljúfrasteins. Hún stendur fyrir viðburði í Varmárskóla í Mosfellsbæ í dag klukkan 13, ásamt Röddum, samtaka um vandaðan upplestur og framsögn. Þar mun Kristín Helga Gunnarsdóttir, formaður Rithöfundasambandsins, afhenda gjöfina formlega og krakkarnir í skólanum leika og syngja.Baldur Sigurðsson, dósent á menntavísindasviði Háskóla Íslands, valdi efnið upphaflega árið 2002, ásamt Ingibjörgu Einarsdóttur, að sögn Guðnýjar Dóru. Nú yfirfór hann það og gaf því nafnið Þegar lífið knýr dyra – um börn á þröskuldi fullorðinsára í verkum Halldórs Laxness. Heftið er upp á 60 síður í PDF-formi og Guðný Dóra kveðst senda það í tölvupósti í alla skóla landsins. „Það er gaman fyrir okkur á Gljúfrasteini að vita til þess að nú getum við náð til allra barna á landinu og haft áhrif til framtíðar,“ segir hún og tekur fram að efnið sé aðgengilegt á heimasíðu safnsins.
Menning Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira