Fullkomið ár KR-inga í Vesturbænum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. desember 2015 06:00 Grafík/Fréttablaðið Karlalið KR-inga hefur orðið Íslandsmeistari undanfarin tvö ár og þar býr þetta frábæra lið að því að eiga afar öflugan heimavöll í DHL-höllinni við Frostaskjól. KR-ingar töpuðu ekki heimaleik á almanaksárinu 2015 og er það í fyrsta sinn í sögu félagsins síðan lið þurftu að fara í gegnum úrslitakeppni til að hampa Íslandsmeistaratitlinum. KR-liðið vann ekki aðeins alla 17 heimaleiki ársins 2015 því liðið vann einnig síðustu átta heimaleiki ársins 2014. KR-ingar hafa því unnið 25 heimaleiki í röð á Íslandsmótinu eða alla leiki síðan liðið tapaði 76-95 á móti Stjörnunni í þriðja leik undanúrslitaeinvígis liðanna 2014. KR komst í lokaúrslitin með sigri í Garðabæ í næsta leik á eftir og hefur unnið alla heimaleiki sína á Íslandsmóti á þeim tuttugu mánuðum sem eru liðnir síðan.Fimm framlengingar í þremur leikjum KR-liðið hefur unnið 11 af þessum 17 leikjum með meira en tíu stigum þar af sex með tuttugu stigum eða meira. Þrír sigranna stóðu hins vegar ansi tæpt og KR-ingar þurftu þá fimm framlengingar í þessum þremur leikjum til þess að landa sigri. KR vann þannig 113-110 sigur á ÍR í fyrsta heimaleik ársins 2015 eftir tvíframlengdan leik þar sem ÍR-ingar komust mest 19 stig yfir. KR-ingar þurftu einnig tvær framlengingar til þess að vinna Njarðvíkinga í oddaleik í undanúrslitum í úrslitakeppninni síðasta vor og unnu síðan Tindastól eftir framlengdan leik í deildarkeppninni á dögunum. KR-ingar eru aðeins sjötta liðið sem nær að vinna alla heimaleiki ársins í deild og úrslitakeppni síðan úrslitakeppnin var sett á laggirnar árið 1984. Engin af hinum fimm liðunum hafa aftur á móti leikið jafnmarga taplausa heimaleiki á árinu. Síðasta lið til að ná fullkomnu ári á heimavelli var lið Njarðvíkinga sem vann alla 15 heimaleiki sína undir stjórn Einars Árna Jóhannssonar árið 2006. Njarðvíkingar urðu Íslandsmeistarar þetta ár en töpuðu í lokaúrslitunum árið eftir. Keflavíkurliðið frá árinu 2004 er síðan eina annað liðið á þessari öld (frá 2000) sem hefur unnið alla heimaleiki sína á einu ári en Keflvíkingar unnu alla sextán heimaleiki sína fyrir ellefu árum. Keflavík varð Íslandsmeistari vorið 2004 og vann titilinn einnig vorið eftir og þá þriðja árið í röð.50 sigrar Finns Freys Keflavík og Njarðvík eiga einnig hin þrjú liðin sem hafa náð fullkomnu ári á heimavelli því Keflavíkurliðið frá 1998 og Njarðvíkurliðin frá 1986 og 1987 afrekuðu þetta einnig. Njarðvíkingar voru þarna ósigraðir tvö ár í röð í Ljónagryfjunni á Íslandsmóti og eina tapið árið eftir (1988) kom í tvíframlengdum oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn á móti Haukum. Haukar bundu þá enda á fjögurra ára sigurgöngu Njarðvíkur á Íslandsmóti en Njarðvíkurliðið hafði þá unnið 29 af 30 Íslandsmótsleikjum í Ljónagryfjunni frá 1986 til 1988. Þjálfarinn Finnur Freyr Stefánsson er á sínu þriðja tímabili með KR-liðið og það er ekki hægt að kvarta mikið yfir árangrinum. KR hefur unnið 50 af 55 deildarleikjum undir hans stjórn og hefur enn ekki tapað seríu í úrslitakeppninni. Þegar kemur að leikjum í DHL-höllinni sprengir KR-liðið hins vegar flesta skala með því að hafa unnið 38 af 40 heimaleikjum í deild og í úrslitakeppni undir stjórn Finns. Dominos-deild karla Mest lesið Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti „Mjög stoltur af liðinu“ Körfubolti Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Handbolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Fleiri fréttir Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ Sjá meira
Karlalið KR-inga hefur orðið Íslandsmeistari undanfarin tvö ár og þar býr þetta frábæra lið að því að eiga afar öflugan heimavöll í DHL-höllinni við Frostaskjól. KR-ingar töpuðu ekki heimaleik á almanaksárinu 2015 og er það í fyrsta sinn í sögu félagsins síðan lið þurftu að fara í gegnum úrslitakeppni til að hampa Íslandsmeistaratitlinum. KR-liðið vann ekki aðeins alla 17 heimaleiki ársins 2015 því liðið vann einnig síðustu átta heimaleiki ársins 2014. KR-ingar hafa því unnið 25 heimaleiki í röð á Íslandsmótinu eða alla leiki síðan liðið tapaði 76-95 á móti Stjörnunni í þriðja leik undanúrslitaeinvígis liðanna 2014. KR komst í lokaúrslitin með sigri í Garðabæ í næsta leik á eftir og hefur unnið alla heimaleiki sína á Íslandsmóti á þeim tuttugu mánuðum sem eru liðnir síðan.Fimm framlengingar í þremur leikjum KR-liðið hefur unnið 11 af þessum 17 leikjum með meira en tíu stigum þar af sex með tuttugu stigum eða meira. Þrír sigranna stóðu hins vegar ansi tæpt og KR-ingar þurftu þá fimm framlengingar í þessum þremur leikjum til þess að landa sigri. KR vann þannig 113-110 sigur á ÍR í fyrsta heimaleik ársins 2015 eftir tvíframlengdan leik þar sem ÍR-ingar komust mest 19 stig yfir. KR-ingar þurftu einnig tvær framlengingar til þess að vinna Njarðvíkinga í oddaleik í undanúrslitum í úrslitakeppninni síðasta vor og unnu síðan Tindastól eftir framlengdan leik í deildarkeppninni á dögunum. KR-ingar eru aðeins sjötta liðið sem nær að vinna alla heimaleiki ársins í deild og úrslitakeppni síðan úrslitakeppnin var sett á laggirnar árið 1984. Engin af hinum fimm liðunum hafa aftur á móti leikið jafnmarga taplausa heimaleiki á árinu. Síðasta lið til að ná fullkomnu ári á heimavelli var lið Njarðvíkinga sem vann alla 15 heimaleiki sína undir stjórn Einars Árna Jóhannssonar árið 2006. Njarðvíkingar urðu Íslandsmeistarar þetta ár en töpuðu í lokaúrslitunum árið eftir. Keflavíkurliðið frá árinu 2004 er síðan eina annað liðið á þessari öld (frá 2000) sem hefur unnið alla heimaleiki sína á einu ári en Keflvíkingar unnu alla sextán heimaleiki sína fyrir ellefu árum. Keflavík varð Íslandsmeistari vorið 2004 og vann titilinn einnig vorið eftir og þá þriðja árið í röð.50 sigrar Finns Freys Keflavík og Njarðvík eiga einnig hin þrjú liðin sem hafa náð fullkomnu ári á heimavelli því Keflavíkurliðið frá 1998 og Njarðvíkurliðin frá 1986 og 1987 afrekuðu þetta einnig. Njarðvíkingar voru þarna ósigraðir tvö ár í röð í Ljónagryfjunni á Íslandsmóti og eina tapið árið eftir (1988) kom í tvíframlengdum oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn á móti Haukum. Haukar bundu þá enda á fjögurra ára sigurgöngu Njarðvíkur á Íslandsmóti en Njarðvíkurliðið hafði þá unnið 29 af 30 Íslandsmótsleikjum í Ljónagryfjunni frá 1986 til 1988. Þjálfarinn Finnur Freyr Stefánsson er á sínu þriðja tímabili með KR-liðið og það er ekki hægt að kvarta mikið yfir árangrinum. KR hefur unnið 50 af 55 deildarleikjum undir hans stjórn og hefur enn ekki tapað seríu í úrslitakeppninni. Þegar kemur að leikjum í DHL-höllinni sprengir KR-liðið hins vegar flesta skala með því að hafa unnið 38 af 40 heimaleikjum í deild og í úrslitakeppni undir stjórn Finns.
Dominos-deild karla Mest lesið Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti „Mjög stoltur af liðinu“ Körfubolti Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Handbolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Fleiri fréttir Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ Sjá meira