Vegabréfin tekin og laun ekki greidd Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 28. desember 2015 08:00 Ekkert fjármagn fylgdi aðgerðaáætlun ríkisstjórnar gegn mansali. Sigríður segir sérstakt mansalsteymi myndað eftir áramót. Þolendur eru hátt í tuttugu á árinu og flestir þeirra verkamenn. vísir/ernir Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri segir flesta þeirra hátt í tuttugu einstaklinga sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur skilgreint sem mansalsþolendur á árinu hafa verið lokkaða hingað til lands. Í sumum tilfellum hafi vegabréfin verið tekin af þeim og laun ekki greidd. Flest starfanna sem einstaklingarnir voru lokkaðir til voru verkamannastörf. „Um er að ræða hátt í tuttugu einstaklinga sem lögreglan hefur skilgreint sem mansalsþolendur en mál þeirra, fyrir utan tvo, hefur ekki verið hægt að taka til rannsóknar vegna mismunandi ástæðna; sumir þolendur vildu fara af landi brott sem fyrst m.a með aðstoð sendiráðs eða óttuðust að greina frá aðstöðu sinni. Þessir einstaklingar bjuggu flestir við það að hafa verið lokkaðir hingað til lands og í sumum tilfellum voru vegabréf tekin af þeim og laun ekki greidd. Í flestum tilfellum er um að ræða einstaklinga sem starfa eða störfuðu við verkamannastörf hér á landi.“ Sigríður segir frá því að til þess að ná betur utan um málaflokkinn verði myndað mansalsteymi innan lögreglunnar. Þar sem fjármagn fylgdi ekki aðgerðaáætlun ríkisstjórnar gegn mansali þá muni rannsóknir á mansali draga mannafla frá öðrum málaflokkum nema að brugðist verði við með viðbótarfjármögnun. „Í byrjun nýs árs verður innleitt nýtt skipulag í rannsóknardeild embættisins. Að ná betur utan um þennan málaflokk er eitt af þeim markmiðum sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hyggst ná með þeim breytingum. Sérstakur lögreglufulltrúi verður ráðinn í byrjun árs, til eins árs, til að halda utan um málaflokkinn. Þeir rannsóknarlögreglumenn sem koma að mansalsrannsóknum hverju sinni mynda teymið með lögreglufulltrúanum. Fjöldi þeirra fer eftir verkefnum hverju sinni en æskilegt er að 2-3 rannsóknarlögreglumenn sinni þessum málaflokki að jafnaði. Eins og staðan er í dag mun aukin áhersla á þennan málaflokk draga mannafla frá öðrum málaflokkum ef ekki verður brugðist við með viðbótarfjárveitingu.“ Mansal í Vík Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira
Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri segir flesta þeirra hátt í tuttugu einstaklinga sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur skilgreint sem mansalsþolendur á árinu hafa verið lokkaða hingað til lands. Í sumum tilfellum hafi vegabréfin verið tekin af þeim og laun ekki greidd. Flest starfanna sem einstaklingarnir voru lokkaðir til voru verkamannastörf. „Um er að ræða hátt í tuttugu einstaklinga sem lögreglan hefur skilgreint sem mansalsþolendur en mál þeirra, fyrir utan tvo, hefur ekki verið hægt að taka til rannsóknar vegna mismunandi ástæðna; sumir þolendur vildu fara af landi brott sem fyrst m.a með aðstoð sendiráðs eða óttuðust að greina frá aðstöðu sinni. Þessir einstaklingar bjuggu flestir við það að hafa verið lokkaðir hingað til lands og í sumum tilfellum voru vegabréf tekin af þeim og laun ekki greidd. Í flestum tilfellum er um að ræða einstaklinga sem starfa eða störfuðu við verkamannastörf hér á landi.“ Sigríður segir frá því að til þess að ná betur utan um málaflokkinn verði myndað mansalsteymi innan lögreglunnar. Þar sem fjármagn fylgdi ekki aðgerðaáætlun ríkisstjórnar gegn mansali þá muni rannsóknir á mansali draga mannafla frá öðrum málaflokkum nema að brugðist verði við með viðbótarfjármögnun. „Í byrjun nýs árs verður innleitt nýtt skipulag í rannsóknardeild embættisins. Að ná betur utan um þennan málaflokk er eitt af þeim markmiðum sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hyggst ná með þeim breytingum. Sérstakur lögreglufulltrúi verður ráðinn í byrjun árs, til eins árs, til að halda utan um málaflokkinn. Þeir rannsóknarlögreglumenn sem koma að mansalsrannsóknum hverju sinni mynda teymið með lögreglufulltrúanum. Fjöldi þeirra fer eftir verkefnum hverju sinni en æskilegt er að 2-3 rannsóknarlögreglumenn sinni þessum málaflokki að jafnaði. Eins og staðan er í dag mun aukin áhersla á þennan málaflokk draga mannafla frá öðrum málaflokkum ef ekki verður brugðist við með viðbótarfjárveitingu.“
Mansal í Vík Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira