Mjög fallegt jólaveður í kortunum en hvassviðri og skafrenningur víða í dag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. desember 2015 10:11 Það verða að öllum líkindum hvít jól á höfuðborgarsvæðinu. vísir/vilhelm „Það er vaxandi norðaustanátt í dag og verður fremur hvasst í kvöld, nótt og á morgun. Þetta verða svona 10-18 metrar á sekúndu, hvassast norðvestantil í kvöld en svo færist þetta yfir og verður hvassast á Austurlandi,“ segir Helga Ívarsdóttir, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu, um veðrið í dag, Þorláksmessu, þegar margir eru á ferðinni við undirbúning jóla sem ganga í garð á morgun. Helga segir að hvassviðrinu fyrir norðan fylgi snjókoma og síðar éljagangur ásamt skafrenningin. Ferð gæti því spillst og þarf fólk því að fylgjast vel með færð á vegum áður en það leggur af stað.En hvernig verður jólaveðrið? „Það dregur úr vindi og ofankomu þegar líður á morgundaginn þannig að það verður éljaveður á morgun. Það verður ennþá þessi hvassa norðaustanátt þegar jólin verða hringd inn klukkan sex og él norðan og austan til á landinu en það ætti þá að hafa létt til suðvestan til og sunnanlands,“ segir Helga.Hvít jól um nánast allt land Á jóladag og annan í jólum er síðan útlit fyrir fínasta veður um land allt. „Það lítur út fyrir að það verði bara mjög fallegt jólaveður. Á jóladag verður hægur vindur, talsvert frost og víða bjart. Það dregur síðan úr frosti á annan í jólum og síðan fer að hlýna og hlána eftir helgi.“ Helga segir að það verði hvít jól um nánast allt land nema ef til vill alveg syðst á landinu og þá við ströndina. Þar er auð jörð núna og spáin gerir ekki ráð fyrir að það bæti mikið í. Hér að neðan má svo líta yfirlit um færð á vegum frá Vegagerðinni og veðurspá Veðurstofu Íslands:Færð á vegumAthugasemd frá veðurfræðingi:Fram á kvöld verður nokkuð þétt ofankoma norðan- og norðaustanlands en ekki skafrenningur að ráði fyrr en eftir miðjan dag. Þá 12-15 metrar á sekúndu á leiðinni frá Akureyri og út á Húsavík sem og áfram austur með ströndinni allt til Vopnafjarðar. Eins hvessir (NA 15-18 m/s) með skafrenningi og blindu fljótlega eftir hádegi í Saurbæ í Dölum, Reykhólasveit, norður yfir Þröskulda og á Steingrímsfjarðarheiði.Færð og aðstæður:Það eru hálkublettir í Þrengslum og á Hellisheiði. Hálka eða snjóþekja er raunar á flestum vegum á Suðurlandi. Á Vesturlandi og Vestfjörðum er hálka eða snjóþekja. Éljagangur er nokkuð víða á Vestfjörðum.Töluverð snjókoma er á Norðurlandi og snjóþekja eða hálka á vegum. Flughált er á milli Þórshafnar og Bakkafjarðar og eins í kringum Vopnafjörð.Á Austurlandi er þungfært um Jökuldal og Möðrudalsöræfi en hálka eða snjóþekja á flestum öðrum leiðum. Ófæfært er á Vatnsskarði eystra en unnið er að opnun.Með suðausturströndinni er víðast nokkur hálka eða hálkublettir.Veðurhorfur í dag og næstu dagaNorðlæg átt 8-15 metrar á sekúndu, með snjókomu fyrir norðan, en rigningu eða slyddu austast og vestlæg átt 5-13 metrar á sekúndu sunnan til með éljum. Hiti um og yfir frostmarki við ströndina, en frost 2 til 8 stig inn til landsins.Norðan 10-18 metrar á sekúndu eftir hádegi með snjókomu og skafrenningi um landið norðanvert, en heldur hægari og él í kvöld með kólnandi veðri. Lengst af mun hægari og él syðra.Norðaustan 10-18 metrar á sekúndu og él í nótt, hvassast norðvestan til, en þurrt að kalla syðra. Hægari norðlæg átt víðast hvar og minnkandi éljagangur fyrir norðan og austan annað kvöld. Harðnandi frost.Á föstudag (jóladagur):Breytileg átt 3-8 metrar á sekúndu og víða bjart, en austan 5-10 metrar á sekúndu syðst og dálítil él. Frost á öllu landinu, 3 til 10 stig við ströndina en jafnvel yfir 20 stig inn til landsins norðan til.Á laugardag (annar í jólum):Fremur hæg suðaustlæg eða breytileg átt og stöku él, en þurrt og bjart fyrir norðan. Frost 0 til 14 stig, kaldast norðanlands. Veður Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Fleiri fréttir Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Sjá meira
„Það er vaxandi norðaustanátt í dag og verður fremur hvasst í kvöld, nótt og á morgun. Þetta verða svona 10-18 metrar á sekúndu, hvassast norðvestantil í kvöld en svo færist þetta yfir og verður hvassast á Austurlandi,“ segir Helga Ívarsdóttir, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu, um veðrið í dag, Þorláksmessu, þegar margir eru á ferðinni við undirbúning jóla sem ganga í garð á morgun. Helga segir að hvassviðrinu fyrir norðan fylgi snjókoma og síðar éljagangur ásamt skafrenningin. Ferð gæti því spillst og þarf fólk því að fylgjast vel með færð á vegum áður en það leggur af stað.En hvernig verður jólaveðrið? „Það dregur úr vindi og ofankomu þegar líður á morgundaginn þannig að það verður éljaveður á morgun. Það verður ennþá þessi hvassa norðaustanátt þegar jólin verða hringd inn klukkan sex og él norðan og austan til á landinu en það ætti þá að hafa létt til suðvestan til og sunnanlands,“ segir Helga.Hvít jól um nánast allt land Á jóladag og annan í jólum er síðan útlit fyrir fínasta veður um land allt. „Það lítur út fyrir að það verði bara mjög fallegt jólaveður. Á jóladag verður hægur vindur, talsvert frost og víða bjart. Það dregur síðan úr frosti á annan í jólum og síðan fer að hlýna og hlána eftir helgi.“ Helga segir að það verði hvít jól um nánast allt land nema ef til vill alveg syðst á landinu og þá við ströndina. Þar er auð jörð núna og spáin gerir ekki ráð fyrir að það bæti mikið í. Hér að neðan má svo líta yfirlit um færð á vegum frá Vegagerðinni og veðurspá Veðurstofu Íslands:Færð á vegumAthugasemd frá veðurfræðingi:Fram á kvöld verður nokkuð þétt ofankoma norðan- og norðaustanlands en ekki skafrenningur að ráði fyrr en eftir miðjan dag. Þá 12-15 metrar á sekúndu á leiðinni frá Akureyri og út á Húsavík sem og áfram austur með ströndinni allt til Vopnafjarðar. Eins hvessir (NA 15-18 m/s) með skafrenningi og blindu fljótlega eftir hádegi í Saurbæ í Dölum, Reykhólasveit, norður yfir Þröskulda og á Steingrímsfjarðarheiði.Færð og aðstæður:Það eru hálkublettir í Þrengslum og á Hellisheiði. Hálka eða snjóþekja er raunar á flestum vegum á Suðurlandi. Á Vesturlandi og Vestfjörðum er hálka eða snjóþekja. Éljagangur er nokkuð víða á Vestfjörðum.Töluverð snjókoma er á Norðurlandi og snjóþekja eða hálka á vegum. Flughált er á milli Þórshafnar og Bakkafjarðar og eins í kringum Vopnafjörð.Á Austurlandi er þungfært um Jökuldal og Möðrudalsöræfi en hálka eða snjóþekja á flestum öðrum leiðum. Ófæfært er á Vatnsskarði eystra en unnið er að opnun.Með suðausturströndinni er víðast nokkur hálka eða hálkublettir.Veðurhorfur í dag og næstu dagaNorðlæg átt 8-15 metrar á sekúndu, með snjókomu fyrir norðan, en rigningu eða slyddu austast og vestlæg átt 5-13 metrar á sekúndu sunnan til með éljum. Hiti um og yfir frostmarki við ströndina, en frost 2 til 8 stig inn til landsins.Norðan 10-18 metrar á sekúndu eftir hádegi með snjókomu og skafrenningi um landið norðanvert, en heldur hægari og él í kvöld með kólnandi veðri. Lengst af mun hægari og él syðra.Norðaustan 10-18 metrar á sekúndu og él í nótt, hvassast norðvestan til, en þurrt að kalla syðra. Hægari norðlæg átt víðast hvar og minnkandi éljagangur fyrir norðan og austan annað kvöld. Harðnandi frost.Á föstudag (jóladagur):Breytileg átt 3-8 metrar á sekúndu og víða bjart, en austan 5-10 metrar á sekúndu syðst og dálítil él. Frost á öllu landinu, 3 til 10 stig við ströndina en jafnvel yfir 20 stig inn til landsins norðan til.Á laugardag (annar í jólum):Fremur hæg suðaustlæg eða breytileg átt og stöku él, en þurrt og bjart fyrir norðan. Frost 0 til 14 stig, kaldast norðanlands.
Veður Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Fleiri fréttir Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Sjá meira