Ósáttir við yfirlýsingar Gunnars Braga Jón Hákon Jónsson skrifar 23. desember 2015 08:00 Gunnar Bragi Sveinsson Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, vilja fara sér hægt í yfirlýsingar um afstöðu Íslands gagnvart áframhaldandi banni. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í viðtali við helgarblað DV að viðskiptabann Rússa gegn Íslendingum, sem tilkomið er vegna þátttöku Íslands í refsiaðgerðum gegn Rússum vegna innrásar Rússa á Krímskaga, væri það mál sem hefði reynst honum erfiðast. En hann sagði jafnframt að það kæmi ekki til greina að endurskoða afstöðu Íslendinga gagnvart viðskiptaþvingununum. „Það er bara þannig að við getum ekki látið prinsippafstöðu víkja fyrir stundarhagsmunum, þó að þeir séu verðmiklir,“ sagði Gunnar Bragi jafnframt. Á föstudaginn samþykkti Evrópusambandið að framlengja viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum um sex mánuði. Morgunblaðið hafði eftir Gunnari Braga á mánudaginn að það þýddi óbreytt ástand hvað varðar Ísland. Viðskiptaþvinganir Evrópusambandsins gagnvart Rússlandi falla ekki úr gildi fyrr en í seinni hluta janúarmánaðar, þótt Evrópusambandið sé þegar búið að ákveða að framlengja þær. Íslensk stjórnvöld hafa enga formlega ákvörðun tekið um að framlengja þátttöku sína í viðskiptaþvingununum og þurfa ekki að taka slíka ákvörðun fyrr en í janúar. Það er ekki síst þess vegna sem samráðherrar Gunnars Braga eru ósáttir við hversu afdráttarlausar yfirlýsingar hans hafa verið. Einnig vegna þess að þessa dagana er unnið að skýrslu um viðskiptasögu Íslendinga og Rússa og áhrif viðskiptabannsins á íslenskt efnahagslíf. Skýrslan er unnin fyrir samráðsvettvang stjórnvalda og hagsmunaaðila á Rússlandsmarkaði. Fréttablaðið greindi frá því á dögunum að verulega hefði dregið úr hrossaslátrun hjá kjötafurðastöð Kaupfélags Skagfirðinga. Ágúst Andrésson forstöðumaður sagði að markaðir í Rússlandi hefðu tekið við öllu kjöti af skrokkum og gott verð fengist. En síðustu mánuði hafi lítið sem ekkert komist inn á þá markaði. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa líka farið mikinn í fjölmiðlum undanfarna daga vegna málsins. Í Fréttablaðinu í gær sagði Haukur Þór Hauksson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, að Ísland væri einungis táknrænn þátttakandi í þvingunaraðgerðum gegn Rússum. Vegna þeirra hefði 30 milljarða króna markaður með uppsjávarfisk í Rússlandi lokast. Samdægurs birtist grein eftir Kolbein Árnason, framkvæmdastjóra sömu samtaka, í Morgunblaðinu þar sem hvatt var til breytinga á afstöðu Íslands. Fréttablaðið óskaði eftir samtali við Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra í gær vegna málsins, en án árangurs. ---------------- ATH í upprunalegri útgáfu fréttarinnar segir að skýrslan sem er í vinnslu sé unnin fyrir forsætisráðuneytið. Hún er unnin fyrir samráðsvettvang stjórnvalda og hagsmunaaðila á Rússlandsmarkaði. Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, vilja fara sér hægt í yfirlýsingar um afstöðu Íslands gagnvart áframhaldandi banni. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í viðtali við helgarblað DV að viðskiptabann Rússa gegn Íslendingum, sem tilkomið er vegna þátttöku Íslands í refsiaðgerðum gegn Rússum vegna innrásar Rússa á Krímskaga, væri það mál sem hefði reynst honum erfiðast. En hann sagði jafnframt að það kæmi ekki til greina að endurskoða afstöðu Íslendinga gagnvart viðskiptaþvingununum. „Það er bara þannig að við getum ekki látið prinsippafstöðu víkja fyrir stundarhagsmunum, þó að þeir séu verðmiklir,“ sagði Gunnar Bragi jafnframt. Á föstudaginn samþykkti Evrópusambandið að framlengja viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum um sex mánuði. Morgunblaðið hafði eftir Gunnari Braga á mánudaginn að það þýddi óbreytt ástand hvað varðar Ísland. Viðskiptaþvinganir Evrópusambandsins gagnvart Rússlandi falla ekki úr gildi fyrr en í seinni hluta janúarmánaðar, þótt Evrópusambandið sé þegar búið að ákveða að framlengja þær. Íslensk stjórnvöld hafa enga formlega ákvörðun tekið um að framlengja þátttöku sína í viðskiptaþvingununum og þurfa ekki að taka slíka ákvörðun fyrr en í janúar. Það er ekki síst þess vegna sem samráðherrar Gunnars Braga eru ósáttir við hversu afdráttarlausar yfirlýsingar hans hafa verið. Einnig vegna þess að þessa dagana er unnið að skýrslu um viðskiptasögu Íslendinga og Rússa og áhrif viðskiptabannsins á íslenskt efnahagslíf. Skýrslan er unnin fyrir samráðsvettvang stjórnvalda og hagsmunaaðila á Rússlandsmarkaði. Fréttablaðið greindi frá því á dögunum að verulega hefði dregið úr hrossaslátrun hjá kjötafurðastöð Kaupfélags Skagfirðinga. Ágúst Andrésson forstöðumaður sagði að markaðir í Rússlandi hefðu tekið við öllu kjöti af skrokkum og gott verð fengist. En síðustu mánuði hafi lítið sem ekkert komist inn á þá markaði. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa líka farið mikinn í fjölmiðlum undanfarna daga vegna málsins. Í Fréttablaðinu í gær sagði Haukur Þór Hauksson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, að Ísland væri einungis táknrænn þátttakandi í þvingunaraðgerðum gegn Rússum. Vegna þeirra hefði 30 milljarða króna markaður með uppsjávarfisk í Rússlandi lokast. Samdægurs birtist grein eftir Kolbein Árnason, framkvæmdastjóra sömu samtaka, í Morgunblaðinu þar sem hvatt var til breytinga á afstöðu Íslands. Fréttablaðið óskaði eftir samtali við Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra í gær vegna málsins, en án árangurs. ---------------- ATH í upprunalegri útgáfu fréttarinnar segir að skýrslan sem er í vinnslu sé unnin fyrir forsætisráðuneytið. Hún er unnin fyrir samráðsvettvang stjórnvalda og hagsmunaaðila á Rússlandsmarkaði.
Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira