Ólympíuleikarnir er gulrótin fyrir strákana okkar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. desember 2015 06:00 Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari, á blaðamannafundinum í gær. vísir/Ernir Það styttist í Evrópumeistaramótið í Póllandi og í gær tilkynnti Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari hvaða 21 leikmaður væri í æfingahópi Íslands fyrir mótið. Hverju liði á EM er heimilt að vera með sextán manna leikmannahóp en ekki er útilokað að Aron taki sautjánda manninn með út sem yrði þá til taks. EM í Póllandi hefst 15. janúar og er Ísland í riðli með Króatíu, Hvíta-Rússlandi og Noregi. Liðið þarf að komast áfram í milliriðla til að eiga möguleika á að komast í forkeppnina fyrir Ólympíuleikana í Ríó en það er aðalmarkmið Íslands á mótinu. Ef strákarnir verða Evrópumeistarar fara þeir vitanlega á Ólympíuleikana án þess að taka þátt í forkeppninni. Að öðrum kosti þarf Ísland að vera efsta eða næstefsta liðið af þeim sem ekki eru búin að tryggja sér sæti í forkeppninni. Sex Evrópuþjóðir gerðu það á HM í fyrra – Pólland, Spánn, Danmörk, Króatía, Þýskaland og Slóvenía – og má því Ísland enda neðar en þau lið í forkeppninni. Helstu keppinautar Íslands um sæti í henni verða að öllum líkindum Svíþjóð, Noregur, Makedónía, Serbía, Rússland og Ungverjaland og má Ísland aðeins hleypa einu þeirra upp fyrir sig á EM.Staðan á hópnum góð „Þetta er okkar gulrót – að komast í forkeppni Ólympíuleikanna,“ sagði Aron Kristjánsson við Fréttablaðið í gær. Hann segist sáttur við stöðuna á sínu liði en allir lykilmenn gátu gefið kost á sér í hópinn að þessu sinni. Aðeins Ólafur Bjarki Ragnarsson og Theodór Sigurbjörnsson komu ekki til greina en þeir hafa verið að glíma við meiðsli og nota janúarmánuð til að ná sér af þeim. Að auki var B-landsliðið endurvakið en það mun æfa samhliða A-liðinu frá 29. desember til 7. janúar. Þá heldur EM-hópurinn til Þýskalands en þar spilar Ísland tvo æfingaleiki við lærisveina Dags Sigurðssonar í þýska liðinu, sem verða þeir síðustu fyrir EM í Póllandi. Ísland mætir fyrst Portúgal tvívegis í Kaplakrika. Í fyrri leiknum verða leikmenn A-liðsins í aðalhlutverki en B-liðið mun að mestum hluta spila í þeim síðari. Þar að auki mun B-liðið leika æfingaleik gegn U-20 liði Íslands í sömu viku. Kærkomið tækifæri Aron segir að B-liðið, sem mun æfa undir stjórn Ólafs Stefánssonar, muni styrkja A-landsliðið. „Þetta gerir það að verkum að við getum komið með fleiri leikmenn inn í okkar umhverfi og aukið breiddina í landsliðinu. Það getur vel verið að leikmenn úr B-liðinu verði kallaðir inn í EM-hópinn gerist þess þörf,“ segir Aron. „Þar að auki gefur þetta okkur tækifæri til að skoða leikmenn sem spila erlendis og hafa staðið fyrir utan landsliðið. Þetta er tækifæri fyrir leikmenn sem vilja sýna okkur að þeir eigi heima í landsliðinu,“ bætir þjálfarinn við. EM 2016 karla í handbolta Íslenski handboltinn Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Aron valdi tvo æfingahópa fyrir Evrópumótið í handbolta Aron Kristjánsson, þjálfari karlalandsliðsins í handbolta, valdi tvo æfingahópa fyrir Evrópumótið í handbolta sem fer fram í Póllandi í janúar. 21. desember 2015 12:53 Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Enski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
Það styttist í Evrópumeistaramótið í Póllandi og í gær tilkynnti Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari hvaða 21 leikmaður væri í æfingahópi Íslands fyrir mótið. Hverju liði á EM er heimilt að vera með sextán manna leikmannahóp en ekki er útilokað að Aron taki sautjánda manninn með út sem yrði þá til taks. EM í Póllandi hefst 15. janúar og er Ísland í riðli með Króatíu, Hvíta-Rússlandi og Noregi. Liðið þarf að komast áfram í milliriðla til að eiga möguleika á að komast í forkeppnina fyrir Ólympíuleikana í Ríó en það er aðalmarkmið Íslands á mótinu. Ef strákarnir verða Evrópumeistarar fara þeir vitanlega á Ólympíuleikana án þess að taka þátt í forkeppninni. Að öðrum kosti þarf Ísland að vera efsta eða næstefsta liðið af þeim sem ekki eru búin að tryggja sér sæti í forkeppninni. Sex Evrópuþjóðir gerðu það á HM í fyrra – Pólland, Spánn, Danmörk, Króatía, Þýskaland og Slóvenía – og má því Ísland enda neðar en þau lið í forkeppninni. Helstu keppinautar Íslands um sæti í henni verða að öllum líkindum Svíþjóð, Noregur, Makedónía, Serbía, Rússland og Ungverjaland og má Ísland aðeins hleypa einu þeirra upp fyrir sig á EM.Staðan á hópnum góð „Þetta er okkar gulrót – að komast í forkeppni Ólympíuleikanna,“ sagði Aron Kristjánsson við Fréttablaðið í gær. Hann segist sáttur við stöðuna á sínu liði en allir lykilmenn gátu gefið kost á sér í hópinn að þessu sinni. Aðeins Ólafur Bjarki Ragnarsson og Theodór Sigurbjörnsson komu ekki til greina en þeir hafa verið að glíma við meiðsli og nota janúarmánuð til að ná sér af þeim. Að auki var B-landsliðið endurvakið en það mun æfa samhliða A-liðinu frá 29. desember til 7. janúar. Þá heldur EM-hópurinn til Þýskalands en þar spilar Ísland tvo æfingaleiki við lærisveina Dags Sigurðssonar í þýska liðinu, sem verða þeir síðustu fyrir EM í Póllandi. Ísland mætir fyrst Portúgal tvívegis í Kaplakrika. Í fyrri leiknum verða leikmenn A-liðsins í aðalhlutverki en B-liðið mun að mestum hluta spila í þeim síðari. Þar að auki mun B-liðið leika æfingaleik gegn U-20 liði Íslands í sömu viku. Kærkomið tækifæri Aron segir að B-liðið, sem mun æfa undir stjórn Ólafs Stefánssonar, muni styrkja A-landsliðið. „Þetta gerir það að verkum að við getum komið með fleiri leikmenn inn í okkar umhverfi og aukið breiddina í landsliðinu. Það getur vel verið að leikmenn úr B-liðinu verði kallaðir inn í EM-hópinn gerist þess þörf,“ segir Aron. „Þar að auki gefur þetta okkur tækifæri til að skoða leikmenn sem spila erlendis og hafa staðið fyrir utan landsliðið. Þetta er tækifæri fyrir leikmenn sem vilja sýna okkur að þeir eigi heima í landsliðinu,“ bætir þjálfarinn við.
EM 2016 karla í handbolta Íslenski handboltinn Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Aron valdi tvo æfingahópa fyrir Evrópumótið í handbolta Aron Kristjánsson, þjálfari karlalandsliðsins í handbolta, valdi tvo æfingahópa fyrir Evrópumótið í handbolta sem fer fram í Póllandi í janúar. 21. desember 2015 12:53 Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Enski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
Aron valdi tvo æfingahópa fyrir Evrópumótið í handbolta Aron Kristjánsson, þjálfari karlalandsliðsins í handbolta, valdi tvo æfingahópa fyrir Evrópumótið í handbolta sem fer fram í Póllandi í janúar. 21. desember 2015 12:53
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita