Stjórnlagaráðsfólk í leit að forseta Jakob Bjarnar skrifar 30. desember 2015 15:47 Katrín og co leita nú logandi ljósi og vilja finna nýjan og umbótasinnaðan forseta sem líklegur er til að ýta við stjórnarskrármálinu. Stjórnarskrárfélagið hefur boðað til fundar 9. janúar, strax á næsta ári, í sal í Háskólanum í Reykjavík klukkan 15. Fundurinn verður ekki auglýstur sérstaklega en yfirskrift fundarins er „Samtal um forsetaembættið og nýja stjórnarskrá“. Samkvæmt heimildum Vísis er unnið skipulega að því að finna forsetaframbjóðanda sem er umbótasinnaður; frambjóðanda sem mun vinna markvisst að því að ný stjórnarskrá verði tekin upp.Leynifundir um nýjan forseta Nýr formaður Stjórnarskrárfélagsins er Katrín Oddsdóttir lögmaður en hún boðar, í skilaboðum til fundarmanna, að ætlunin sé að „ræða við þá einstaklinga sem heyrst hefur að séu að hugsa um að gefa kost á sér til forseta og bjóða þeim til samtals um stjórnarskrármál og hvort hægt sé að mjaka þeim málum áfram í komandi kosningabaráttu, hafi frambjóðendur á því áhuga yfir höfuð.“ Þröngur hópur þeirra sem tengjast og skipuðu stjórnlaganefnd, þá sem lagði drög að nýrri stjórnarskrá, hefur fundað æ síðan ljóst var að tillögum þeirra yrði ýtt til hliðar. Stjórnarskrármálið hefur verið heitt meðal margra, ekki síst þeirra sem skiluðu Skýrslu stjórnlaganefndar 2011 en fyrir liggur að Ólafur Ragnar Grímsson forseti styður ekki þær tillögur né stjórnarflokkarnir. Þetta er þrátt fyrir að tillögurnar hafi verið samþykktar með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslu haustið 2012.Hvað gerir Grímsson? Nú líður að Nýársávarpi forseta Íslands en þá loks mun koma í ljós hvort Ólafur Ragnar Grímsson hyggst bjóða sig fram á nýjan leik eða ekki. Það skiptir öllu máli gagnvart þeim sem hugsanlega vilja gefa kost á sér því eitt er að bjóða sig fram til forseta, annað er að bjóða sig fram til forseta og það gegn sitjandi forseta sem vill sitja áfram. Það kallar á allt aðra taktík. Ýmsir hafa verið nefndir til sögunnar sem hugsanlegir frambjóðendur en þó aðeins einn sem gefið hefur sig fram og er sá Þorgrímur Þráinsson rithöfundur og íþróttafrömuður. Hrannar Pétursson, verkefnisstjóri hjá forætisráðuneytinu, hefur gefið sig fram sem líklegan en aðrir sem nefndir hafa verið eru Katrín Jakobsdóttir, formaður Vg, en samkvæmt heimildum Vísis er stjórnlagaráðsfólk spennt fyrir þeim kosti og svo Bergþór Pálsson söngvari sem hefur verið nefndur til sögunnar um hríð og fengið fjölda áskorana þess efnis að fara fram.Uppfært klukkan 17:14Katrín Oddsdóttir vill koma því á framfæri að ekki sé verið að leita að frambjóðanda til að styðja heldur vilji félagið kalla fram skoðanir mögulegra frambjóðenda á stjórnarskránni í sambandi við forsetaembættið. Þá minnir Katrín á að fundurinn verði auglýstur á meðal félagsmanna. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Forsetanum ýmist fagnað eða hann fordæmdur Viðtal við Ólaf Ragnar Grímsson í morgun ætlar að reynast umdeilt. 17. nóvember 2015 15:00 Forsetinn sagður sparka í liggjandi mann Pálmi Gestsson er meðal þeirra sem telur ódrengilegt að svipta Sigurð Einarsson fálkaorðu sinni. 11. desember 2015 15:15 Gísli Marteinn segir að Ólafur Ragnar ætti að þurrka kavíarinn úr munnvikunum Gísli Marteinn rís upp Bjarna Benediktssyni til varnar í hressilegum deilum á Twitter. 23. desember 2015 11:14 48 prósent ánægð með störf Ólafs Ragnars Ný könnun MMR sýnir mikinn mun á ánægju með störf Ólafs Ragnars sem forseta eftir stuðningi við stjórnmálaflokka. 29. desember 2015 16:31 Forsetinn segir barnalega einfeldni ekki lausnina Ólafur Ragnar Grímsson er herskár og upplýsti að hann hefði upplýsingar um að erlent ríki vilji skipta sér af trúarbrögðum á Íslandi. 17. nóvember 2015 09:30 Hrannar íhugar forsetaframboð af fullri alvöru "Maður hefur verið spurður af ýmsum og þá í þessu samhengi að forseti eigi að tala með tilteknum hætti og beita sér fyrir tilteknum málum.“ 17. desember 2015 15:46 Segir að orð forsetans um fátækt skýrist á gamlársdagsmorgun Þorsteinn Pálsson spáir í það hvort Ólafur Ragnar muni skrifa undir fjárlagafrumvarpið í ár. 27. desember 2015 18:31 Birgitta segir Ólaf Ragnar hafa setið alltof lengi á forsetastóli Kapteinn Pírata vill leggja forsetaembættið af og telur að Ólafur Ragnar eigi að hætta ala á sundrungu og ótta meðal þjóðarinnar. 25. nóvember 2015 15:00 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Stjórnarskrárfélagið hefur boðað til fundar 9. janúar, strax á næsta ári, í sal í Háskólanum í Reykjavík klukkan 15. Fundurinn verður ekki auglýstur sérstaklega en yfirskrift fundarins er „Samtal um forsetaembættið og nýja stjórnarskrá“. Samkvæmt heimildum Vísis er unnið skipulega að því að finna forsetaframbjóðanda sem er umbótasinnaður; frambjóðanda sem mun vinna markvisst að því að ný stjórnarskrá verði tekin upp.Leynifundir um nýjan forseta Nýr formaður Stjórnarskrárfélagsins er Katrín Oddsdóttir lögmaður en hún boðar, í skilaboðum til fundarmanna, að ætlunin sé að „ræða við þá einstaklinga sem heyrst hefur að séu að hugsa um að gefa kost á sér til forseta og bjóða þeim til samtals um stjórnarskrármál og hvort hægt sé að mjaka þeim málum áfram í komandi kosningabaráttu, hafi frambjóðendur á því áhuga yfir höfuð.“ Þröngur hópur þeirra sem tengjast og skipuðu stjórnlaganefnd, þá sem lagði drög að nýrri stjórnarskrá, hefur fundað æ síðan ljóst var að tillögum þeirra yrði ýtt til hliðar. Stjórnarskrármálið hefur verið heitt meðal margra, ekki síst þeirra sem skiluðu Skýrslu stjórnlaganefndar 2011 en fyrir liggur að Ólafur Ragnar Grímsson forseti styður ekki þær tillögur né stjórnarflokkarnir. Þetta er þrátt fyrir að tillögurnar hafi verið samþykktar með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslu haustið 2012.Hvað gerir Grímsson? Nú líður að Nýársávarpi forseta Íslands en þá loks mun koma í ljós hvort Ólafur Ragnar Grímsson hyggst bjóða sig fram á nýjan leik eða ekki. Það skiptir öllu máli gagnvart þeim sem hugsanlega vilja gefa kost á sér því eitt er að bjóða sig fram til forseta, annað er að bjóða sig fram til forseta og það gegn sitjandi forseta sem vill sitja áfram. Það kallar á allt aðra taktík. Ýmsir hafa verið nefndir til sögunnar sem hugsanlegir frambjóðendur en þó aðeins einn sem gefið hefur sig fram og er sá Þorgrímur Þráinsson rithöfundur og íþróttafrömuður. Hrannar Pétursson, verkefnisstjóri hjá forætisráðuneytinu, hefur gefið sig fram sem líklegan en aðrir sem nefndir hafa verið eru Katrín Jakobsdóttir, formaður Vg, en samkvæmt heimildum Vísis er stjórnlagaráðsfólk spennt fyrir þeim kosti og svo Bergþór Pálsson söngvari sem hefur verið nefndur til sögunnar um hríð og fengið fjölda áskorana þess efnis að fara fram.Uppfært klukkan 17:14Katrín Oddsdóttir vill koma því á framfæri að ekki sé verið að leita að frambjóðanda til að styðja heldur vilji félagið kalla fram skoðanir mögulegra frambjóðenda á stjórnarskránni í sambandi við forsetaembættið. Þá minnir Katrín á að fundurinn verði auglýstur á meðal félagsmanna.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Forsetanum ýmist fagnað eða hann fordæmdur Viðtal við Ólaf Ragnar Grímsson í morgun ætlar að reynast umdeilt. 17. nóvember 2015 15:00 Forsetinn sagður sparka í liggjandi mann Pálmi Gestsson er meðal þeirra sem telur ódrengilegt að svipta Sigurð Einarsson fálkaorðu sinni. 11. desember 2015 15:15 Gísli Marteinn segir að Ólafur Ragnar ætti að þurrka kavíarinn úr munnvikunum Gísli Marteinn rís upp Bjarna Benediktssyni til varnar í hressilegum deilum á Twitter. 23. desember 2015 11:14 48 prósent ánægð með störf Ólafs Ragnars Ný könnun MMR sýnir mikinn mun á ánægju með störf Ólafs Ragnars sem forseta eftir stuðningi við stjórnmálaflokka. 29. desember 2015 16:31 Forsetinn segir barnalega einfeldni ekki lausnina Ólafur Ragnar Grímsson er herskár og upplýsti að hann hefði upplýsingar um að erlent ríki vilji skipta sér af trúarbrögðum á Íslandi. 17. nóvember 2015 09:30 Hrannar íhugar forsetaframboð af fullri alvöru "Maður hefur verið spurður af ýmsum og þá í þessu samhengi að forseti eigi að tala með tilteknum hætti og beita sér fyrir tilteknum málum.“ 17. desember 2015 15:46 Segir að orð forsetans um fátækt skýrist á gamlársdagsmorgun Þorsteinn Pálsson spáir í það hvort Ólafur Ragnar muni skrifa undir fjárlagafrumvarpið í ár. 27. desember 2015 18:31 Birgitta segir Ólaf Ragnar hafa setið alltof lengi á forsetastóli Kapteinn Pírata vill leggja forsetaembættið af og telur að Ólafur Ragnar eigi að hætta ala á sundrungu og ótta meðal þjóðarinnar. 25. nóvember 2015 15:00 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Forsetanum ýmist fagnað eða hann fordæmdur Viðtal við Ólaf Ragnar Grímsson í morgun ætlar að reynast umdeilt. 17. nóvember 2015 15:00
Forsetinn sagður sparka í liggjandi mann Pálmi Gestsson er meðal þeirra sem telur ódrengilegt að svipta Sigurð Einarsson fálkaorðu sinni. 11. desember 2015 15:15
Gísli Marteinn segir að Ólafur Ragnar ætti að þurrka kavíarinn úr munnvikunum Gísli Marteinn rís upp Bjarna Benediktssyni til varnar í hressilegum deilum á Twitter. 23. desember 2015 11:14
48 prósent ánægð með störf Ólafs Ragnars Ný könnun MMR sýnir mikinn mun á ánægju með störf Ólafs Ragnars sem forseta eftir stuðningi við stjórnmálaflokka. 29. desember 2015 16:31
Forsetinn segir barnalega einfeldni ekki lausnina Ólafur Ragnar Grímsson er herskár og upplýsti að hann hefði upplýsingar um að erlent ríki vilji skipta sér af trúarbrögðum á Íslandi. 17. nóvember 2015 09:30
Hrannar íhugar forsetaframboð af fullri alvöru "Maður hefur verið spurður af ýmsum og þá í þessu samhengi að forseti eigi að tala með tilteknum hætti og beita sér fyrir tilteknum málum.“ 17. desember 2015 15:46
Segir að orð forsetans um fátækt skýrist á gamlársdagsmorgun Þorsteinn Pálsson spáir í það hvort Ólafur Ragnar muni skrifa undir fjárlagafrumvarpið í ár. 27. desember 2015 18:31
Birgitta segir Ólaf Ragnar hafa setið alltof lengi á forsetastóli Kapteinn Pírata vill leggja forsetaembættið af og telur að Ólafur Ragnar eigi að hætta ala á sundrungu og ótta meðal þjóðarinnar. 25. nóvember 2015 15:00