Agaleysi í ríkisfjármálum 6. janúar 2015 07:00 Stjórnarliðar ýmsir tala gjarnan um nauðsyn þess að halda aga í ríkisfjármálum fyrir efnahag og kjör fólksins í landinu. Stjórnarandstæðingar taka margir undir þetta. Einn mælikvarði á aga í ríkisfjármálum er hversu vel tekst til við að halda fjárlög og að frávik frá fjárlögum í fjáraukalögum sé sem minnst. Á síðasta kjörtímabili tókst að minnka það frávik verulega. Meðfylgjandi mynd sýnir þessa þróun mjög vel. Því miður virðist sem þessi árangur muni tapast á þessu kjörtímabili og allt fari í sama horf og fyrir hrun. Vísbendingar um það eru fyrst og fremst skortur á samráði við stjórnendur og starfsmenn ríkisstofnana og framkoma forystumanna stjórnarliða við forstöðumenn. Það má m.a. lesa út úr upphrópunum og sleggjudómum forystumanna fjárlaganefndar í fjölmiðlum. Slíkt skapar andrúmsloft sem ekki er líklegt til árangurs. Nauðsynlegt er að ríkisstjórnin gangi fram með góðu fordæmi og sýni sjálf aðhald um leið og aðhalds er krafist í öðrum ríkisrekstri. Fjölgun ráðherra og aðstoðarmanna getur ekki talist gott fordæmi í þessu tilliti. Agi í ríkisfjármálum byggir á samvinnu fjárveitingarvaldsins, framkvæmdavaldsins og ríkisstofnana. Þar þurfa að fara saman skýr markmið um gæði þjónustu og fjármögnun hennar. Áætlun um nauðsynlega uppbyggingu eða þróun mála til lengri tíma er lykilatriði. Skortur á vandaðri stefnumótun sitjandi ráðherra er einkennandi og virðist sem lítil skilningur sé fyrir slíkri vinnu í núverandi ríkisstjórn en það leiðir okkur að annarri vísbendingu um að fjárlög 2015 muni ekki standast.Framkvæmdasjóður ferðamannastaða Í fyrsta lagi er í fjárlögunum aðeins gert ráð fyrir broti af því fjármagni sem þörf er á til að fjármagna uppbyggingu á ferðamannastöðum og á innviðum friðlýstra svæða. Aðeins er gert ráð fyrir 145 milljónum króna í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða á árinu 2015 þó hver maður sjái að það mun ekki nægja nema til örfárra af þeim aðkallandi verkefnum sem bíða víða um land. Vegna fjölgunar ferðamanna er átroðningur mikill á vinsælum stöðum og sums staðar er nauðsynlegt að bregðast skjótt við til að tryggja öryggi ferðamanna. Einnig ætti að leggja áherslu á að auka aðdráttarafl fleiri staða til að dreifa álagi. Skortur á stefnumótun og framtíðarsýn í þessari ört vaxandi atvinnugrein er himinhrópandi en á meðan bíða óafgreiddar umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða upp á um tvo milljarða króna. Líklegt er að í næstu fjáraukalögum verði beiðni um aukið fjármagn vegna þessa nema að ráðherra ferðamála hugsi sér að láta málefni greinarinnar reka áfram á reiðanum en þá mun illa fara.Greiðsluþátttaka í heilbrigðiskerfinu Í öðru lagi virðist sem svo að gagnrýni okkar í stjórnarandstöðunni á aukna greiðsluþátttöku einstaklinga í heilbrigðiskerfinu hafi borið árangur, því á heimasíðu Sjúkratrygginga var skrifað 30. desember: „Einnig er vakin athygli á að skv. upplýsingum frá Velferðarráðuneytinu verða ekki gerðar neinar breytingar á reglugerð um hlutdeild sjúkratryggðra í kostnaði við heilbrigðisþjónustu fyrr en eftir áramót.“ Að vísu er þetta skrifað á næst síðasta degi ársins en reglugerð um aukna gjaldtöku átti samkvæmt forsendum fjárlaga að taka gildi 1. janúar 2015 og sjúklingar áttu að bera allan kostnað vegna samninga við sérgreinalækna. Þeirri aðgerð hefur sýnilega verið frestað og ef hækkunin mun ekki eiga sér stað er um rúman milljarð í frávik frá fjárlögum að ræða. Stjórnarandstaðan lagði hins vegar til að gert yrði ráð fyrir kostnaði við samningana í fjárlögum upp á 1,1 milljarð króna en stjórnarliðar greiddu atkvæði á móti þeirri tillögu og vildu velta kostnaðinum yfir á sjúklinga.Ný Vestmannaeyjaferja Í þriðja lagi er ekki gert ráð fyrir fjármagni til byggingar nýrrar Vestmannaeyjaferju í fjárlögunum. Í áliti meirihluta fjárlaganefndar segir þó: „Þá er vakin athygli á því að áform um smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju eru óbreytt. Unnið verður að fjármögnunarleiðum samhliða undirbúningi útboðs sem fyrirhugað er á fyrri hluta komandi árs.“ Áformin sem eiga að vera óbreytt samkvæmt þessu, eru um útboð í febrúar 2015 en ekki er gert ráð fyrir útgjöldunum í fjárlögum. Talið er að bygging nýrrar Vestmannaeyjaferju kosti nær fjórum milljörðum króna. Bygging hennar er afar mikilvæg fyrir þróun atvinnulífs og mannlífs í Vestmannaeyjum. Skilningsleysi stjórnvalda á mikilvægi öruggra samgangna milli lands og Eyja kemur á óvart því ef raunverulega ætti að tryggja fjármagn á árinu 2015 stæði fjárhæðin í nýsamþykktum fjárlögum. Verið getur að beiðnin komi í fjáraukalögum sem staðfestir þá það agaleysi sem ríkir í ríkisfjármálunum.Helguvík Í fjórða lagi segist iðnaðar- og viðskiptaráðherra ætla að leggja fram á vorþingi frumvarp um ívilnandi sérlög vegna iðnaðarsvæðisins við Helguvík á Suðurnesjum en greiddi samt atkvæði gegn því að í fjárlögum yrði gert ráð fyrir framlagi til framkvæmda á því svæði.Blekkingar Hér hafa verið nefnd örfá dæmi en því miður er af fleiru að taka. Í fjárlögum er gert ráð fyrir afgangi upp á 3,6 milljarða króna. Sá afgangur verður fljótur að fuðra upp þegar bregðast þarf við vegna slæmrar áætlunargerðar ráðherranna. Öllum má vera ljóst að agi í ríkisfjármálum næst ekki með þessu ráðslagi ríkisstjórnarinnar þar sem skortur er á vönduðum vinnubrögðum og langtímahugsun við undirbúning ákvarðana um opinber fjármál. Nauðsynleg útgjöld eru ekki sýnd í fjárlögum svo þau virðist hallalaus rétt á meðan þau eru samþykkt. Það er blekkingarleikur og fullyrðingar stjórnarliða um aga í ríkisfjármálum verða marklausar þar sem orðunum fylgja ekki athafnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnarliðar ýmsir tala gjarnan um nauðsyn þess að halda aga í ríkisfjármálum fyrir efnahag og kjör fólksins í landinu. Stjórnarandstæðingar taka margir undir þetta. Einn mælikvarði á aga í ríkisfjármálum er hversu vel tekst til við að halda fjárlög og að frávik frá fjárlögum í fjáraukalögum sé sem minnst. Á síðasta kjörtímabili tókst að minnka það frávik verulega. Meðfylgjandi mynd sýnir þessa þróun mjög vel. Því miður virðist sem þessi árangur muni tapast á þessu kjörtímabili og allt fari í sama horf og fyrir hrun. Vísbendingar um það eru fyrst og fremst skortur á samráði við stjórnendur og starfsmenn ríkisstofnana og framkoma forystumanna stjórnarliða við forstöðumenn. Það má m.a. lesa út úr upphrópunum og sleggjudómum forystumanna fjárlaganefndar í fjölmiðlum. Slíkt skapar andrúmsloft sem ekki er líklegt til árangurs. Nauðsynlegt er að ríkisstjórnin gangi fram með góðu fordæmi og sýni sjálf aðhald um leið og aðhalds er krafist í öðrum ríkisrekstri. Fjölgun ráðherra og aðstoðarmanna getur ekki talist gott fordæmi í þessu tilliti. Agi í ríkisfjármálum byggir á samvinnu fjárveitingarvaldsins, framkvæmdavaldsins og ríkisstofnana. Þar þurfa að fara saman skýr markmið um gæði þjónustu og fjármögnun hennar. Áætlun um nauðsynlega uppbyggingu eða þróun mála til lengri tíma er lykilatriði. Skortur á vandaðri stefnumótun sitjandi ráðherra er einkennandi og virðist sem lítil skilningur sé fyrir slíkri vinnu í núverandi ríkisstjórn en það leiðir okkur að annarri vísbendingu um að fjárlög 2015 muni ekki standast.Framkvæmdasjóður ferðamannastaða Í fyrsta lagi er í fjárlögunum aðeins gert ráð fyrir broti af því fjármagni sem þörf er á til að fjármagna uppbyggingu á ferðamannastöðum og á innviðum friðlýstra svæða. Aðeins er gert ráð fyrir 145 milljónum króna í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða á árinu 2015 þó hver maður sjái að það mun ekki nægja nema til örfárra af þeim aðkallandi verkefnum sem bíða víða um land. Vegna fjölgunar ferðamanna er átroðningur mikill á vinsælum stöðum og sums staðar er nauðsynlegt að bregðast skjótt við til að tryggja öryggi ferðamanna. Einnig ætti að leggja áherslu á að auka aðdráttarafl fleiri staða til að dreifa álagi. Skortur á stefnumótun og framtíðarsýn í þessari ört vaxandi atvinnugrein er himinhrópandi en á meðan bíða óafgreiddar umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða upp á um tvo milljarða króna. Líklegt er að í næstu fjáraukalögum verði beiðni um aukið fjármagn vegna þessa nema að ráðherra ferðamála hugsi sér að láta málefni greinarinnar reka áfram á reiðanum en þá mun illa fara.Greiðsluþátttaka í heilbrigðiskerfinu Í öðru lagi virðist sem svo að gagnrýni okkar í stjórnarandstöðunni á aukna greiðsluþátttöku einstaklinga í heilbrigðiskerfinu hafi borið árangur, því á heimasíðu Sjúkratrygginga var skrifað 30. desember: „Einnig er vakin athygli á að skv. upplýsingum frá Velferðarráðuneytinu verða ekki gerðar neinar breytingar á reglugerð um hlutdeild sjúkratryggðra í kostnaði við heilbrigðisþjónustu fyrr en eftir áramót.“ Að vísu er þetta skrifað á næst síðasta degi ársins en reglugerð um aukna gjaldtöku átti samkvæmt forsendum fjárlaga að taka gildi 1. janúar 2015 og sjúklingar áttu að bera allan kostnað vegna samninga við sérgreinalækna. Þeirri aðgerð hefur sýnilega verið frestað og ef hækkunin mun ekki eiga sér stað er um rúman milljarð í frávik frá fjárlögum að ræða. Stjórnarandstaðan lagði hins vegar til að gert yrði ráð fyrir kostnaði við samningana í fjárlögum upp á 1,1 milljarð króna en stjórnarliðar greiddu atkvæði á móti þeirri tillögu og vildu velta kostnaðinum yfir á sjúklinga.Ný Vestmannaeyjaferja Í þriðja lagi er ekki gert ráð fyrir fjármagni til byggingar nýrrar Vestmannaeyjaferju í fjárlögunum. Í áliti meirihluta fjárlaganefndar segir þó: „Þá er vakin athygli á því að áform um smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju eru óbreytt. Unnið verður að fjármögnunarleiðum samhliða undirbúningi útboðs sem fyrirhugað er á fyrri hluta komandi árs.“ Áformin sem eiga að vera óbreytt samkvæmt þessu, eru um útboð í febrúar 2015 en ekki er gert ráð fyrir útgjöldunum í fjárlögum. Talið er að bygging nýrrar Vestmannaeyjaferju kosti nær fjórum milljörðum króna. Bygging hennar er afar mikilvæg fyrir þróun atvinnulífs og mannlífs í Vestmannaeyjum. Skilningsleysi stjórnvalda á mikilvægi öruggra samgangna milli lands og Eyja kemur á óvart því ef raunverulega ætti að tryggja fjármagn á árinu 2015 stæði fjárhæðin í nýsamþykktum fjárlögum. Verið getur að beiðnin komi í fjáraukalögum sem staðfestir þá það agaleysi sem ríkir í ríkisfjármálunum.Helguvík Í fjórða lagi segist iðnaðar- og viðskiptaráðherra ætla að leggja fram á vorþingi frumvarp um ívilnandi sérlög vegna iðnaðarsvæðisins við Helguvík á Suðurnesjum en greiddi samt atkvæði gegn því að í fjárlögum yrði gert ráð fyrir framlagi til framkvæmda á því svæði.Blekkingar Hér hafa verið nefnd örfá dæmi en því miður er af fleiru að taka. Í fjárlögum er gert ráð fyrir afgangi upp á 3,6 milljarða króna. Sá afgangur verður fljótur að fuðra upp þegar bregðast þarf við vegna slæmrar áætlunargerðar ráðherranna. Öllum má vera ljóst að agi í ríkisfjármálum næst ekki með þessu ráðslagi ríkisstjórnarinnar þar sem skortur er á vönduðum vinnubrögðum og langtímahugsun við undirbúning ákvarðana um opinber fjármál. Nauðsynleg útgjöld eru ekki sýnd í fjárlögum svo þau virðist hallalaus rétt á meðan þau eru samþykkt. Það er blekkingarleikur og fullyrðingar stjórnarliða um aga í ríkisfjármálum verða marklausar þar sem orðunum fylgja ekki athafnir.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar