Stórhættulegur leikur fyrir ósigruðu liðin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2015 08:15 Pavel Ermonlinskij er með þrennu að meðaltali í vetur en var langt frá þennu (2 fráköst og 4 stoðsendingar) í tapinu fyrir Grindavík í fyrsta leik eftir áramót í fyrra. vísir/ernir Fyrsti leikur eftir áramót getur reynst sigursælum liðum skeinuhættur og það reynir því á topplið KR í kvöld þegar liðið heimsækir Njarðvík í Ljónagryfjuna í Domino's-deild karla. Leikurinn er einn af þremur í fyrstu umferðinni á nýju ári en hinir fara fram annað kvöld og á mánudagskvöldið þegar ÍR og Þór úr Þorlákshöfn mætast í beinni á Stöð 2 Sport. KR-ingar hafa unnið alla ellefu deildarleiki sína til þessa, þar af þá fjóra síðustu með 28 stiga mun eða meira. Fjögur önnur félög hafa farið taplaus inn í nýtt ár í 37 ára sögu úrvalsdeildar karla en aðeins einu þeirra hefur tekist að vinna fyrsta leikinn sinn á nýju ári. KR-liðið frá 2008-09 sker sig þar úr en liðið vann átján stiga sigur í fyrsta leik ársins og vann á endanum sextán fyrstu leiki sína á tímabilinu. Hin þrjú liðin hafa öll tapað fyrsta leik nýs árs. KR-liðið er reynslunni ríkari frá því í fyrra þegar liðið tapaði á móti Grindavík í fyrsta leik sínum á nýju ári en KR-liðið var þá á heimavelli. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, er einnig fyrsti þjálfarinn sem nær þessum árangri tvisvar sinnum. Hin hundrað prósent liðin til að tapa sínum fyrsta leik á nýju ári eru Grindavíkurliðið frá 2003-04 og Keflavíkurliðið frá 2007-08. Friðrik Ingi Rúnarsson, núverandi þjálfari Njarðvíkinga, þjálfaði Grindavík tímabilið 2003-04 en það er eina liðið í sögu úrvalsdeildarinnar sem hefur unnið alla leiki sína fyrir áramót án þess að vinna síðan Íslandsmeistaratitilinn um vorið. Topplið deildarinnar hefur reyndar byrjað nýtt ár á tapi undanfarin tvö ár því Þórsarar töpuðu sínum fyrsta leik í janúar 2013 og það á heimavelli á móti liðinu í 9. sæti (Skallagrímur). KR-ingar vita heldur ekki alveg að hverju þeir ganga í kvöld. Njarðvíkingar frumsýna nefnilega nýjan Bandaríkjamann í leiknum en Stefan Bonneau er mikill háloftafugl þótt hann sé ekki hár í loftinu. Það er þegar orðrómur í gangi um að Njarðvíkingar hafi unnið í Kanalotteríinu og því eru margir spenntir að sjá Bonneau og félaga hans reyna sig gegn besta liði deildarinnar. Aðrir leikir kvöldsins eru leikur Grindavíkur og Hauka í Röstinni í Grindavík og leikur Tindastóls og Stjörnunnar í Síkinu á Sauðárkróki. Allir leikir kvöldsins hefjast klukkan 19.15.Ósigruðu liðin fimm:Grindavík 2003-2004 - 11 sigrar Fyrsti leikur á nýju ári: 9 stiga tap á útivelli á móti Njarðvík (95-104). Komst í UndanúrslitKeflavík 2007-08 - 10 sigrar Fyrsti leikur á nýju ári: 22 stiga tap á útivelli á móti Grindavík (76-98). Varð ÍslandsmeistariKR (2008-09) - 11 sigrar Fyrsti leikur á nýju ári: 18 stiga sigur á útivelli á móti ÍR (98-80). Varð ÍslandsmeistariKR (2013-14) - 11 sigrar Fyrsti leikur á nýju ári: 7 stiga tap á heimavelli á móti Grindavík (98-105). Varð ÍslandsmeistariKR 2014-15 - 11 sigrar Fyrsti leikur á nýju ári: Mæta Njarðvík í Ljónagryfjunni í Njarðvík klukkan 19.15 í kvöld. Dominos-deild karla Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira
Fyrsti leikur eftir áramót getur reynst sigursælum liðum skeinuhættur og það reynir því á topplið KR í kvöld þegar liðið heimsækir Njarðvík í Ljónagryfjuna í Domino's-deild karla. Leikurinn er einn af þremur í fyrstu umferðinni á nýju ári en hinir fara fram annað kvöld og á mánudagskvöldið þegar ÍR og Þór úr Þorlákshöfn mætast í beinni á Stöð 2 Sport. KR-ingar hafa unnið alla ellefu deildarleiki sína til þessa, þar af þá fjóra síðustu með 28 stiga mun eða meira. Fjögur önnur félög hafa farið taplaus inn í nýtt ár í 37 ára sögu úrvalsdeildar karla en aðeins einu þeirra hefur tekist að vinna fyrsta leikinn sinn á nýju ári. KR-liðið frá 2008-09 sker sig þar úr en liðið vann átján stiga sigur í fyrsta leik ársins og vann á endanum sextán fyrstu leiki sína á tímabilinu. Hin þrjú liðin hafa öll tapað fyrsta leik nýs árs. KR-liðið er reynslunni ríkari frá því í fyrra þegar liðið tapaði á móti Grindavík í fyrsta leik sínum á nýju ári en KR-liðið var þá á heimavelli. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, er einnig fyrsti þjálfarinn sem nær þessum árangri tvisvar sinnum. Hin hundrað prósent liðin til að tapa sínum fyrsta leik á nýju ári eru Grindavíkurliðið frá 2003-04 og Keflavíkurliðið frá 2007-08. Friðrik Ingi Rúnarsson, núverandi þjálfari Njarðvíkinga, þjálfaði Grindavík tímabilið 2003-04 en það er eina liðið í sögu úrvalsdeildarinnar sem hefur unnið alla leiki sína fyrir áramót án þess að vinna síðan Íslandsmeistaratitilinn um vorið. Topplið deildarinnar hefur reyndar byrjað nýtt ár á tapi undanfarin tvö ár því Þórsarar töpuðu sínum fyrsta leik í janúar 2013 og það á heimavelli á móti liðinu í 9. sæti (Skallagrímur). KR-ingar vita heldur ekki alveg að hverju þeir ganga í kvöld. Njarðvíkingar frumsýna nefnilega nýjan Bandaríkjamann í leiknum en Stefan Bonneau er mikill háloftafugl þótt hann sé ekki hár í loftinu. Það er þegar orðrómur í gangi um að Njarðvíkingar hafi unnið í Kanalotteríinu og því eru margir spenntir að sjá Bonneau og félaga hans reyna sig gegn besta liði deildarinnar. Aðrir leikir kvöldsins eru leikur Grindavíkur og Hauka í Röstinni í Grindavík og leikur Tindastóls og Stjörnunnar í Síkinu á Sauðárkróki. Allir leikir kvöldsins hefjast klukkan 19.15.Ósigruðu liðin fimm:Grindavík 2003-2004 - 11 sigrar Fyrsti leikur á nýju ári: 9 stiga tap á útivelli á móti Njarðvík (95-104). Komst í UndanúrslitKeflavík 2007-08 - 10 sigrar Fyrsti leikur á nýju ári: 22 stiga tap á útivelli á móti Grindavík (76-98). Varð ÍslandsmeistariKR (2008-09) - 11 sigrar Fyrsti leikur á nýju ári: 18 stiga sigur á útivelli á móti ÍR (98-80). Varð ÍslandsmeistariKR (2013-14) - 11 sigrar Fyrsti leikur á nýju ári: 7 stiga tap á heimavelli á móti Grindavík (98-105). Varð ÍslandsmeistariKR 2014-15 - 11 sigrar Fyrsti leikur á nýju ári: Mæta Njarðvík í Ljónagryfjunni í Njarðvík klukkan 19.15 í kvöld.
Dominos-deild karla Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira