Lofar grískri endurreisn Guðsteinn Bjarnason skrifar 24. janúar 2015 11:00 Alexis Tsipras á fjölmennum kosningafundi Vísir/aP Leiðtogar Evrópusambandsins hafa margir hverjir verið uggandi vegna þingkosninganna í Grikklandi á morgun. Sigurstranglegasti flokkurinn hefur statt og stöðugt heitið grísku þjóðinni því að sætta sig ekki lengur við þrýsting frá Evrópusambandinu, heldur knýja fram niðurfellingu ríkisskulda og hverfa af braut hinna ströngu aðhaldsaðgerða. „Aðhaldsaðgerðirnar í Grikklandi hafa mistekist,“ sagði Alexis Tsipras, leiðtogi SYRIZA, í blaðagrein nú í vikunni. „Þær hafa lamað efnahagslífið og skilið stóran hluta vinnuaflsins eftir án atvinnu. Þetta er mannúðarvandi.“ Hann segir óhjákvæmilegt að breyta þessu, semja upp á nýtt um hinar íþyngjandi skuldir gríska ríkissjóðsins og fá að minnsta kosti þriðjung þeirra felldan niður.Dræm viðbrögð Viðbrögðin frá Evrópusambandinu hafa verið dræm. Skilaboðin þaðan hafa öll verið á eina lund: skuldir séu skuldir og því verði ekki breytt. „Það verður erfitt fyrir okkur að gefa eftir skuldir eða bjóða skuldbreytingar á þessu stigi,“ sagði til dæmis Alexander Stubb, forsætisráðherra Finnlands, fyrir fáum dögum. Angela Merkel Þýskalandskanslari hefur meira að segja léð máls á því, sem hún áður hefur sagt óhugsandi, að Grikklandi verði vísað úr evrusamstarfinu komist SYRIZA til valda og reyni að standa við kosningaloforðin. Aðstoðarmaður hennar ítrekaði þó strax eftir að þessi ummæli féllu að þýska stjórnin hefði alls ekki skipt um stefnu: Enn væri stefnt að því að Grikkland yrði áfram meðal evruríkja. Þá hefur núverandi stjórn Nýs lýðræðis og PASOK sagt loforð SYRIZA-flokksins fráleit og innistæðulaus með öllu. Grikkir geti ekki komist hjá því að greiða skuldir sínar og það verði bara til þess að auka á tjónið að fara að róta í því, sem þegar er búið að semja um. Evangelos Venizelos aðstoðarforsætisráðherra hefur sagt Tsipras lofa fólki töfrabrögðum: „Tsipras lofar paradís á jörðu án fórna, afturhvarfi til velmegunar með einhverjum töfrabrögðum, eins og hann væri Harry Potter.“Vill halda í evruna Þess ber þó að geta að Tsipras hefur þrátt fyrir allt viljað halda í evruna, rétt eins og langflestir Grikkir. Samkvæmt skoðanakönnunum segjast nærri 75 prósent Grikkja vilja hafa evruna áfram. Hann vill hins vegar fá leiðtoga Evrópusambandsins í lið með sér við að gera breytingar. „Þar sem aðhaldsaðgerðirnar hafa valdið ofurskuldum í Evrópuríkjum, þá viljum við nú efna til evrópskrar skuldaráðstefnu, sem mun efla hagvöxt í Evrópu til muna,“ sagði Tsipras til dæmis í blaðagrein sinni í vikunni. Eitt af því sem Tsipras hefur kallað eftir er að Seðlabanki Evrópusambandsins hefji stórfellda innspýtingu fjármagns til aðildarríkjanna. Þessi ósk hans rættist nú á fimmtudaginn, þegar Mario Draghi, seðlabankastjóri ESB, skýrði frá því að milljarðatugum evra yrði varið til þess mánaðarlega að kaupa ríkisskuldabréf og önnur áhættusamari verðbréf í aðildarríkjunum.Fær fimmtíu þingsæti aukreitis Samkvæmt skoðanakönnunum getur SYRIZA reiknað með því að fá 35 prósent atkvæða, eða jafnvel meira. Hægriflokkurinn Nýtt lýðræði, sem síðan 2012 hefur verið í forystu samsteypustjórnar með gamla sósíalistaflokknum PASOK, nær ekki 30 prósentum atkvæða, ef talning upp úr kjörkössunum verður á sömu nótum og skoðanakannanir benda til. Kosningalög í Grikklandi eru þannig að sá flokkur, sem flest atkvæði fær, nýtur þess sérstaklega við úthlutun þingsæta. Eftir að búið er að úthluta 250 af 300 sætum á þinginu fær atkvæðaflesti flokkurinn þau 50 sem eftir standa til þess að tryggja að hann eigi auðveldara með að mynda meirihlutastjórn. Þannig að jafnvel þótt ekki muni nema prósentubroti á SYRIZA og Nýju lýðræði þegar úrslitin liggja fyrir, þá fær sá flokkur sem stendur betur ótvírætt forskot til stjórnarmyndunar. Þessi regla gerir það að verkum að 35 prósent atkvæða myndu skila SYRIZA 144 þingsætum á 300 manna þjóðþingi Grikklands.Andstæðir pólar le pen segist fagna sigri Tsipras, þótt hann sé vinstra megin Í evrópskum fjölmiðlum hefur SYRIZA einatt verið kallaður popúlistaflokkur, flokkur sem stundar lýðskrum eða lýðdekur, og þar settur í hóp með mismunandi öfgakenndum þjóðernisflokkum sem flestir eru á hægri vængnum frekar en þeim vinstri. Þetta eru flokkar á borð við Þjóðernisfylkingu Le Pen í Frakklandi, Svíþjóðardemókrata í Svíþjóð, Flokk sannra Finna í Finnlandi, Frelsisflokkinn í Hollandi, Norðurbandalagið á Ítalíu og Danska þjóðarflokkinn í Danmörku, svo nokkrir séu nefndir. Í Frakklandi hefur Marine Le Pen lýst yfir eindregnum stuðningi við SYRIZA, jafnvel þótt sjálf sé hún langt til hægri á hinu pólitíska litrófi: „Þetta gerir mig ekkert að herskáum öfgavinstrimanni,“ sagði hún í viðtali við franska dagblaðið Le Monde nú í vikunni. „Við erum ekki sammála allri stefnuskrá þeirra, sérstaklega ekki því sem lýtur að innflytjendamálum, en við yrðum himinlifandi ef þeir sigra.“ Það sem hún segist eiga sameiginlegt með SYRIZA er andstaðan við Evrópusambandið, eða það sem hún kallar „alræðishyggju Evrópusambandsins og bandamanna þess á fjármálamörkuðunum“. SYRIZA horfir samt öðruvísi á málið. Leiðtogi flokksins, Alexis Tsipras, hefur tekið skýrt fram að hann vilji alls ekki að Grikkland hætti að nota evruna.Hann segir hins vegar að aðhaldsaðgerðirnar séu að ganga af lýðræðinu í Evrópu dauðu: „Ef öflum framfara og lýðræðis tekst ekki að breyta Evrópu, þá verða það Marine Le Pen og bandamenn hennar yst á hægri vængnum sem breyta henni fyrir okkur.“ Grikkland Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Leiðtogar Evrópusambandsins hafa margir hverjir verið uggandi vegna þingkosninganna í Grikklandi á morgun. Sigurstranglegasti flokkurinn hefur statt og stöðugt heitið grísku þjóðinni því að sætta sig ekki lengur við þrýsting frá Evrópusambandinu, heldur knýja fram niðurfellingu ríkisskulda og hverfa af braut hinna ströngu aðhaldsaðgerða. „Aðhaldsaðgerðirnar í Grikklandi hafa mistekist,“ sagði Alexis Tsipras, leiðtogi SYRIZA, í blaðagrein nú í vikunni. „Þær hafa lamað efnahagslífið og skilið stóran hluta vinnuaflsins eftir án atvinnu. Þetta er mannúðarvandi.“ Hann segir óhjákvæmilegt að breyta þessu, semja upp á nýtt um hinar íþyngjandi skuldir gríska ríkissjóðsins og fá að minnsta kosti þriðjung þeirra felldan niður.Dræm viðbrögð Viðbrögðin frá Evrópusambandinu hafa verið dræm. Skilaboðin þaðan hafa öll verið á eina lund: skuldir séu skuldir og því verði ekki breytt. „Það verður erfitt fyrir okkur að gefa eftir skuldir eða bjóða skuldbreytingar á þessu stigi,“ sagði til dæmis Alexander Stubb, forsætisráðherra Finnlands, fyrir fáum dögum. Angela Merkel Þýskalandskanslari hefur meira að segja léð máls á því, sem hún áður hefur sagt óhugsandi, að Grikklandi verði vísað úr evrusamstarfinu komist SYRIZA til valda og reyni að standa við kosningaloforðin. Aðstoðarmaður hennar ítrekaði þó strax eftir að þessi ummæli féllu að þýska stjórnin hefði alls ekki skipt um stefnu: Enn væri stefnt að því að Grikkland yrði áfram meðal evruríkja. Þá hefur núverandi stjórn Nýs lýðræðis og PASOK sagt loforð SYRIZA-flokksins fráleit og innistæðulaus með öllu. Grikkir geti ekki komist hjá því að greiða skuldir sínar og það verði bara til þess að auka á tjónið að fara að róta í því, sem þegar er búið að semja um. Evangelos Venizelos aðstoðarforsætisráðherra hefur sagt Tsipras lofa fólki töfrabrögðum: „Tsipras lofar paradís á jörðu án fórna, afturhvarfi til velmegunar með einhverjum töfrabrögðum, eins og hann væri Harry Potter.“Vill halda í evruna Þess ber þó að geta að Tsipras hefur þrátt fyrir allt viljað halda í evruna, rétt eins og langflestir Grikkir. Samkvæmt skoðanakönnunum segjast nærri 75 prósent Grikkja vilja hafa evruna áfram. Hann vill hins vegar fá leiðtoga Evrópusambandsins í lið með sér við að gera breytingar. „Þar sem aðhaldsaðgerðirnar hafa valdið ofurskuldum í Evrópuríkjum, þá viljum við nú efna til evrópskrar skuldaráðstefnu, sem mun efla hagvöxt í Evrópu til muna,“ sagði Tsipras til dæmis í blaðagrein sinni í vikunni. Eitt af því sem Tsipras hefur kallað eftir er að Seðlabanki Evrópusambandsins hefji stórfellda innspýtingu fjármagns til aðildarríkjanna. Þessi ósk hans rættist nú á fimmtudaginn, þegar Mario Draghi, seðlabankastjóri ESB, skýrði frá því að milljarðatugum evra yrði varið til þess mánaðarlega að kaupa ríkisskuldabréf og önnur áhættusamari verðbréf í aðildarríkjunum.Fær fimmtíu þingsæti aukreitis Samkvæmt skoðanakönnunum getur SYRIZA reiknað með því að fá 35 prósent atkvæða, eða jafnvel meira. Hægriflokkurinn Nýtt lýðræði, sem síðan 2012 hefur verið í forystu samsteypustjórnar með gamla sósíalistaflokknum PASOK, nær ekki 30 prósentum atkvæða, ef talning upp úr kjörkössunum verður á sömu nótum og skoðanakannanir benda til. Kosningalög í Grikklandi eru þannig að sá flokkur, sem flest atkvæði fær, nýtur þess sérstaklega við úthlutun þingsæta. Eftir að búið er að úthluta 250 af 300 sætum á þinginu fær atkvæðaflesti flokkurinn þau 50 sem eftir standa til þess að tryggja að hann eigi auðveldara með að mynda meirihlutastjórn. Þannig að jafnvel þótt ekki muni nema prósentubroti á SYRIZA og Nýju lýðræði þegar úrslitin liggja fyrir, þá fær sá flokkur sem stendur betur ótvírætt forskot til stjórnarmyndunar. Þessi regla gerir það að verkum að 35 prósent atkvæða myndu skila SYRIZA 144 þingsætum á 300 manna þjóðþingi Grikklands.Andstæðir pólar le pen segist fagna sigri Tsipras, þótt hann sé vinstra megin Í evrópskum fjölmiðlum hefur SYRIZA einatt verið kallaður popúlistaflokkur, flokkur sem stundar lýðskrum eða lýðdekur, og þar settur í hóp með mismunandi öfgakenndum þjóðernisflokkum sem flestir eru á hægri vængnum frekar en þeim vinstri. Þetta eru flokkar á borð við Þjóðernisfylkingu Le Pen í Frakklandi, Svíþjóðardemókrata í Svíþjóð, Flokk sannra Finna í Finnlandi, Frelsisflokkinn í Hollandi, Norðurbandalagið á Ítalíu og Danska þjóðarflokkinn í Danmörku, svo nokkrir séu nefndir. Í Frakklandi hefur Marine Le Pen lýst yfir eindregnum stuðningi við SYRIZA, jafnvel þótt sjálf sé hún langt til hægri á hinu pólitíska litrófi: „Þetta gerir mig ekkert að herskáum öfgavinstrimanni,“ sagði hún í viðtali við franska dagblaðið Le Monde nú í vikunni. „Við erum ekki sammála allri stefnuskrá þeirra, sérstaklega ekki því sem lýtur að innflytjendamálum, en við yrðum himinlifandi ef þeir sigra.“ Það sem hún segist eiga sameiginlegt með SYRIZA er andstaðan við Evrópusambandið, eða það sem hún kallar „alræðishyggju Evrópusambandsins og bandamanna þess á fjármálamörkuðunum“. SYRIZA horfir samt öðruvísi á málið. Leiðtogi flokksins, Alexis Tsipras, hefur tekið skýrt fram að hann vilji alls ekki að Grikkland hætti að nota evruna.Hann segir hins vegar að aðhaldsaðgerðirnar séu að ganga af lýðræðinu í Evrópu dauðu: „Ef öflum framfara og lýðræðis tekst ekki að breyta Evrópu, þá verða það Marine Le Pen og bandamenn hennar yst á hægri vængnum sem breyta henni fyrir okkur.“
Grikkland Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira