Tsipras undrandi á velvilja Evrópuríkja guðsteinn bjarnason skrifar 3. febrúar 2015 08:00 Janis Varúfakis. Fjármálaráðherra nýju grísku stjórnarinnar hélt í gær á fund George Osborne, hins breska starfsbróður síns, í Downing-stræti númer ellefu. fréttablaðið/AP Barack Obama Bandaríkjaforseti kom grísku stjórninni til varnar í gær og sagði frekari niðurskurð ekki nauðsynlegan í bili í Grikklandi, heldur þyrfti að hjálpa Grikkjum að auka hagvöxtinn. „Það er ekki hægt að halda áfram að þrengja að ríkjum sem eru í miðri efnahagskreppu,“ sagði Obama í viðtali á sjónvarpsstöðinni CNN. George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands, sagði einnig nauðsynlegt að leggja áherslu á hagvöxt og hvatti til þess að evruríkin gerðu betri áætlun um hagvöxt og atvinnumál. Þetta sagði hann eftir að Janis Varúfakis, fjármálaráðherra grísku stjórnarinnar, hélt á fund hans í London í gær. Osborne tók samt fram að óhjákvæmilegt væri að Grikkir sýndu ábyrgð. Varúfakis hefur verið á ferðalagi um Evrópuríki undanfarið, og segir viðtökurnar þess eðlis að Grikkir geti verið bjartsýnir á að nýtt samkomulag um skuldavanda Grikklands geti tekist innan fárra mánaða. Þannig sagði Michel Sapin, fjármálaráðherra Frakklands, að Frakkar væru reiðbúnir að hjálpa Grikkjum við að komast að samkomulagi við lánardrottna sína. François Hollande Frakklandsforseti hefur einnig sagst reiðubúinn að ræða við Grikki um hugsanlegar lausnir á þeim gríðarmikla skuldavanda sem hrjáir gríska ríkið. Grikkir verði samt að standa við skuldbindingar sínar gagnvart evrusvæðinu. Alexis Tsipras, forsætisráðherra nýju stjórnarinnar í Grikklandi, sagðist í gær undrandi á því hve góðan hljómgrunn málstaður hans hefði fengið í Evrópu. SYRIZA, vinstriflokkur Tsipras, vann stórsigur í þingkosningum fyrir rúmri viku út á loforð um að nú verði horfið frá því að leggja alla áherslu á að greiða niður skuldir gríska ríkisins, heldur fara frekar að huga að því að efla hagvöxtinn. Gríska ríkið skuldar enn 315 milljarða evra, jafnvirði nærri 50.000 milljarða króna, eða um það bil 175 prósent af vergri landsframleiðslu Grikklands. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir réttast að leggja niður þríeykið svonefnda, sendinefnd Evrópusambandsins, Evrópska seðlabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem stýrt hefur samningum við grísk stjórnvöld um skuldavanda ríkisins. „Við þurfum að finna aðra leið og það hratt,“ sagði hann í blaðagrein í gær. Þeir Juncker og Tsipras ætla svo að hittast á morgun til að ræða næstu skref. Grikkland Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Sjá meira
Barack Obama Bandaríkjaforseti kom grísku stjórninni til varnar í gær og sagði frekari niðurskurð ekki nauðsynlegan í bili í Grikklandi, heldur þyrfti að hjálpa Grikkjum að auka hagvöxtinn. „Það er ekki hægt að halda áfram að þrengja að ríkjum sem eru í miðri efnahagskreppu,“ sagði Obama í viðtali á sjónvarpsstöðinni CNN. George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands, sagði einnig nauðsynlegt að leggja áherslu á hagvöxt og hvatti til þess að evruríkin gerðu betri áætlun um hagvöxt og atvinnumál. Þetta sagði hann eftir að Janis Varúfakis, fjármálaráðherra grísku stjórnarinnar, hélt á fund hans í London í gær. Osborne tók samt fram að óhjákvæmilegt væri að Grikkir sýndu ábyrgð. Varúfakis hefur verið á ferðalagi um Evrópuríki undanfarið, og segir viðtökurnar þess eðlis að Grikkir geti verið bjartsýnir á að nýtt samkomulag um skuldavanda Grikklands geti tekist innan fárra mánaða. Þannig sagði Michel Sapin, fjármálaráðherra Frakklands, að Frakkar væru reiðbúnir að hjálpa Grikkjum við að komast að samkomulagi við lánardrottna sína. François Hollande Frakklandsforseti hefur einnig sagst reiðubúinn að ræða við Grikki um hugsanlegar lausnir á þeim gríðarmikla skuldavanda sem hrjáir gríska ríkið. Grikkir verði samt að standa við skuldbindingar sínar gagnvart evrusvæðinu. Alexis Tsipras, forsætisráðherra nýju stjórnarinnar í Grikklandi, sagðist í gær undrandi á því hve góðan hljómgrunn málstaður hans hefði fengið í Evrópu. SYRIZA, vinstriflokkur Tsipras, vann stórsigur í þingkosningum fyrir rúmri viku út á loforð um að nú verði horfið frá því að leggja alla áherslu á að greiða niður skuldir gríska ríkisins, heldur fara frekar að huga að því að efla hagvöxtinn. Gríska ríkið skuldar enn 315 milljarða evra, jafnvirði nærri 50.000 milljarða króna, eða um það bil 175 prósent af vergri landsframleiðslu Grikklands. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir réttast að leggja niður þríeykið svonefnda, sendinefnd Evrópusambandsins, Evrópska seðlabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem stýrt hefur samningum við grísk stjórnvöld um skuldavanda ríkisins. „Við þurfum að finna aðra leið og það hratt,“ sagði hann í blaðagrein í gær. Þeir Juncker og Tsipras ætla svo að hittast á morgun til að ræða næstu skref.
Grikkland Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Sjá meira