Fórnarlömb Dyflinnarkerfisins Toshiki Toma skrifar 10. febrúar 2015 07:00 Ég hef verið að fylgjast með málum nokkurra einstaklinga frá Afríku sem hafa sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi. Mál hvers og eins er sjálfstætt og einstakt en samt eru nokkur atriði sem þau eiga sameiginleg. Annars vegar sóttu allir um hæli áður í öðru Evrópulandi og hins vegar hafa íslensk stjórnvöld ákveðið að vísa þeim á brott eftir tveggja eða þriggja ára dvöl á Íslandi. Einn þeirra er nú þegar búinn að fá dóm frá héraðsdómi sér í óhag. Dómstólum ber að fara eftir núgildandi lögum og ég hef svo sem ekkert um það að segja. En ég hef mikið að segja um Dyflinnarkerfið sjálft en að mínu mati hefur það allt of marga og veigamikla galla og virkar ekki lengur eins og það ætti að gera. Grikkland og Ítalía geta þar af leiðandi ekki sinnt þeim gríðarlega fjölda flóttamanna sem þar eru. Í Noregi og Svíþjóð er kerfið að verða erfiðara fyrir flóttamenn af pólitískum ástæðum. Noregur er núna að senda flóttafólk aftur til heimalands síns þar sem það á á hættu að verða ofsótt en það er bersýnilega brot á grunnreglunni um „non-refoulement“ sem alþjóðlegi sáttmálinn um réttarstöðu flóttamanna frá 1951 kveður á um.Á borði þingmanna Dyflinnarkerfið hvetur aðildarríki til að vanda til verka og fjalla um hælisumsóknir af sanngirni og vandvirkni. En sú er ekki raunin í dag. Samkynhneigður maður frá Afríku eyddi níu árum á Ítalíu og sótti þar um hæli án árangurs, þótt ofbeldi og fordómar í garð samkynhneigðra sé þekkt vandamál í hans heimalandi. Annar maður frá Nígeríu sem misst hafði bróður sinn vegna Boko Haram eyddi tveimur árum í Svíþjóð og sótti þar um hæli án árangurs, þótt allir þekki til voðaverka Boko Haram. Við þurfum að horfast í augu við þá staðreynd að Dyflinnarkerfið er gallað þó að ég gangi ekki svo langt að segja að það sé alslæmt. Það sem ég tel hvað alvarlegast er að Dyflinnarkerfið veldur því að einstaklingar fá ekki almennilega meðferð hælisumsóknar sinnar og verða „fórnarlömb“ kerfisins. Ég veit að endurskoðun Dyflinnarsamstarfs Íslands við ESB er komin á borð alþingismanna. Af því tilefni, vil ég skora á þá sem geta breytt kerfinu, að einblína á að styrkja flóttamannastefnu landsins og beina sjónum að því sem skiptir máli, þ.e. að bjarga fólki í neyð og virða alþjóðlegar mannréttindaskuldbindingar sínar, en ekki að fylgja Dyflinnarreglugerðum í blindni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttamenn Toshiki Toma Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef verið að fylgjast með málum nokkurra einstaklinga frá Afríku sem hafa sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi. Mál hvers og eins er sjálfstætt og einstakt en samt eru nokkur atriði sem þau eiga sameiginleg. Annars vegar sóttu allir um hæli áður í öðru Evrópulandi og hins vegar hafa íslensk stjórnvöld ákveðið að vísa þeim á brott eftir tveggja eða þriggja ára dvöl á Íslandi. Einn þeirra er nú þegar búinn að fá dóm frá héraðsdómi sér í óhag. Dómstólum ber að fara eftir núgildandi lögum og ég hef svo sem ekkert um það að segja. En ég hef mikið að segja um Dyflinnarkerfið sjálft en að mínu mati hefur það allt of marga og veigamikla galla og virkar ekki lengur eins og það ætti að gera. Grikkland og Ítalía geta þar af leiðandi ekki sinnt þeim gríðarlega fjölda flóttamanna sem þar eru. Í Noregi og Svíþjóð er kerfið að verða erfiðara fyrir flóttamenn af pólitískum ástæðum. Noregur er núna að senda flóttafólk aftur til heimalands síns þar sem það á á hættu að verða ofsótt en það er bersýnilega brot á grunnreglunni um „non-refoulement“ sem alþjóðlegi sáttmálinn um réttarstöðu flóttamanna frá 1951 kveður á um.Á borði þingmanna Dyflinnarkerfið hvetur aðildarríki til að vanda til verka og fjalla um hælisumsóknir af sanngirni og vandvirkni. En sú er ekki raunin í dag. Samkynhneigður maður frá Afríku eyddi níu árum á Ítalíu og sótti þar um hæli án árangurs, þótt ofbeldi og fordómar í garð samkynhneigðra sé þekkt vandamál í hans heimalandi. Annar maður frá Nígeríu sem misst hafði bróður sinn vegna Boko Haram eyddi tveimur árum í Svíþjóð og sótti þar um hæli án árangurs, þótt allir þekki til voðaverka Boko Haram. Við þurfum að horfast í augu við þá staðreynd að Dyflinnarkerfið er gallað þó að ég gangi ekki svo langt að segja að það sé alslæmt. Það sem ég tel hvað alvarlegast er að Dyflinnarkerfið veldur því að einstaklingar fá ekki almennilega meðferð hælisumsóknar sinnar og verða „fórnarlömb“ kerfisins. Ég veit að endurskoðun Dyflinnarsamstarfs Íslands við ESB er komin á borð alþingismanna. Af því tilefni, vil ég skora á þá sem geta breytt kerfinu, að einblína á að styrkja flóttamannastefnu landsins og beina sjónum að því sem skiptir máli, þ.e. að bjarga fólki í neyð og virða alþjóðlegar mannréttindaskuldbindingar sínar, en ekki að fylgja Dyflinnarreglugerðum í blindni.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar