Dansar á mörkum málverka og skúlptúra Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 26. febrúar 2015 13:00 "Yfirleitt geri ég allt abstrakt en margir sjá eitthvað hlutbundið út úr því,“ segir Logi. „Þetta er málverkasýning, sett fram á annan hátt en algengast er því sumt er þar á mörkum málverka og skúlptúra,“ segir Logi Bjarnason sem opnar sýningu í Hallsteinssal í Safnahúsi Borgarfjarðar á laugardaginn milli 13 og 16. „Ég leik mér svolítið með hugtökin skúlptúr, málverk, gjörningur og líka með hið hlutbundna og óhlutbundna. Yfirleitt geri ég allt abstrakt en margir sjá eitthvað hlutbundið út úr því eða tengja við eitthvað sem þeim finnst kunnuglegt,“ heldur hann áfram. „Ég lærði ýmsar tilraunakenndar aðferðir úti í Þýskalandi svo ég hef tileinkað mér ýmsa tækni. Samt er ég málari í grunninn.“Skúlptúr gerður eftir hlaupaleiðunum í Borgarnesi.Logi er úr Borgarnesi, býst hann við að Borgnesingar geti tengt sig við eitthvað á sýningunni? „Já, örugglega. Einn skúlptúrinn er til dæmis gerður eftir hlaupaleiðunum í bænum.“ Eftir nám við Myndlistarskólann í Reykjavík, Listaháskólann og Städelschule í Frankfurt er Logi sestur að í Reykjavík og er meðal þeirra sem á verk á sýningunni Nýmálað 1 í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Skyldi hann sitja mikið á kaffihúsum? „Já, ég geri það,“ svarar hann hlæjandi. „Ég er einn af þessum lattelepjandi.“ Menning Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Þetta er málverkasýning, sett fram á annan hátt en algengast er því sumt er þar á mörkum málverka og skúlptúra,“ segir Logi Bjarnason sem opnar sýningu í Hallsteinssal í Safnahúsi Borgarfjarðar á laugardaginn milli 13 og 16. „Ég leik mér svolítið með hugtökin skúlptúr, málverk, gjörningur og líka með hið hlutbundna og óhlutbundna. Yfirleitt geri ég allt abstrakt en margir sjá eitthvað hlutbundið út úr því eða tengja við eitthvað sem þeim finnst kunnuglegt,“ heldur hann áfram. „Ég lærði ýmsar tilraunakenndar aðferðir úti í Þýskalandi svo ég hef tileinkað mér ýmsa tækni. Samt er ég málari í grunninn.“Skúlptúr gerður eftir hlaupaleiðunum í Borgarnesi.Logi er úr Borgarnesi, býst hann við að Borgnesingar geti tengt sig við eitthvað á sýningunni? „Já, örugglega. Einn skúlptúrinn er til dæmis gerður eftir hlaupaleiðunum í bænum.“ Eftir nám við Myndlistarskólann í Reykjavík, Listaháskólann og Städelschule í Frankfurt er Logi sestur að í Reykjavík og er meðal þeirra sem á verk á sýningunni Nýmálað 1 í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Skyldi hann sitja mikið á kaffihúsum? „Já, ég geri það,“ svarar hann hlæjandi. „Ég er einn af þessum lattelepjandi.“
Menning Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira