Opið bréf til þingmanna Lára G. Sigurðardóttir skrifar 4. mars 2015 07:00 Það hryggir mig að þurfa að setjast niður og skrifa þetta bréf. Á meðan Landspítalinn og heilsugæslan eru komin að þolmörkum leggja nokkrir þingmenn kapp á að auka álagið á heilbrigðiskerfið.Engin brjóstbirta í Kollubúð Þeir halda því fram að það að gera áfengissölu frjálsa sé allt í lagi og skerði ekki lýðheilsu okkar. Ein röksemd þeirra er að Jón Jónsson á Hvanneyri eigi rétt á sama aðgengi og Jónas Jónasson í Borgarnesi. Samt hef ég aldrei heyrt Jón Jónsson kvarta undan því að hann þurfi að keyra til Borgarness til að kaupa sér áfengi eða finnist það brjóta gegn einstaklingsfrelsinu að geta ekki keypt sér brjóstbirtu í Kollubúð.Ungmenni kaupa áfengi Ofneysla áfengis er eitt stærsta heilbrigðisvandamál sem við horfumst í augu við. Teymi sérfræðinga hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) hefur komist að þeirri niðurstöðu að áhrifaríkustu leiðirnar til að minnka áfengisneyslu eru allar á valdi stjórnvalda. Þær eru takmörkun á framboði áfengis, verðstýring og bann við áfengisauglýsingum. Enda sýna gögn frá OECD að neysla áfengis miðað við höfðatölu er allt að tvöfalt meiri í löndum þar sem áfengissala er frjáls – þar með talin drykkja ungmenna undir lögaldri. Auk þess sýna rannsóknir að þrefalt fleiri ungmenni geta keypt áfengi í matvörubúðum en áfengisbúðum án þess að vera spurð um skilríki.Mikil ábyrgð fylgir því að kjósa Vonandi er óþarfi að skrifa þetta bréf en ef þú, ágæti þingmaður, átt eftir að gera upp hug þinn hvort leyfa eigi frjálsa áfengissölu þá bið ég þig um að hafa hugfast, að ef þú kýst með frumvarpinu þá gætir þú einnig verið að velja eftirfarandi:1. Tvöföldun á heildaráfengisneyslu Íslendinga.2. Þreföldun á áfengisaðgengi íslenskra ungmenna.3. Fjölgun krabbameinstilfella – áfengisneysla eykur líkur krabbameini í níu líffærum.4. Fjölgun geðsjúkdóma eins og þunglyndis og kvíðaraskana ásamt örorku.5. Fjölgun annarra sjúkdóma svo sem skorpulifrar, briskirtilsbólgu, gáttaflökts, heilablæðinga og smitsjúkdóma.6. Aukningu á tíðni fósturskaða vegna áfengisneyslu.7. Fjölgun alvarlegra slysa og banaslysa í umferðinni.8. Aukið heimilisofbeldi og vanrækslu barna.9. Fjölgun líkamsárása og glæpa.10. Aukningu á tíðni sjálfsvíga. Það er mikil ábyrgð sem fylgir því að samþykkja umrætt frumvarp og mikilvægt að geta staðið heils hugar við ákvörðun sína eftir að hafa skoðað allar hliðar málsins. Gríðarleg vinna hefur verið lögð í að rannsaka skaðlegar afleiðingar áfengisneyslu ásamt því að finna leiðir til að lágmarka skaðann á heilsu þjóðarinnar. Með því að auka aðgengi að áfengi erum við að kasta frá okkur þeim árangri sem þessi vinna hefur skilað.Þú stendur vörð um heilsu fólksins Eins og fyrr sagði eru allar mikilvægustu forvarnaraðgerðir til að auka lýðheilsu Íslendinga lagðar í hendur ykkar þingmanna. Ykkur ber skylda til að gera allt sem í ykkar valdi stendur til að draga úr áfengisneyslu en ekki auka hana og standa þannig vörð um heilsu fólksins í landinu. Ef þingmaður heldur því fram að það að gera áfengisneyslu frjálsa auki ekki áfengisneyslu, sérstaklega meðal ungmenna, þá vil ég sjá þær rannsóknir sem styðja þessar staðhæfingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Það hryggir mig að þurfa að setjast niður og skrifa þetta bréf. Á meðan Landspítalinn og heilsugæslan eru komin að þolmörkum leggja nokkrir þingmenn kapp á að auka álagið á heilbrigðiskerfið.Engin brjóstbirta í Kollubúð Þeir halda því fram að það að gera áfengissölu frjálsa sé allt í lagi og skerði ekki lýðheilsu okkar. Ein röksemd þeirra er að Jón Jónsson á Hvanneyri eigi rétt á sama aðgengi og Jónas Jónasson í Borgarnesi. Samt hef ég aldrei heyrt Jón Jónsson kvarta undan því að hann þurfi að keyra til Borgarness til að kaupa sér áfengi eða finnist það brjóta gegn einstaklingsfrelsinu að geta ekki keypt sér brjóstbirtu í Kollubúð.Ungmenni kaupa áfengi Ofneysla áfengis er eitt stærsta heilbrigðisvandamál sem við horfumst í augu við. Teymi sérfræðinga hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) hefur komist að þeirri niðurstöðu að áhrifaríkustu leiðirnar til að minnka áfengisneyslu eru allar á valdi stjórnvalda. Þær eru takmörkun á framboði áfengis, verðstýring og bann við áfengisauglýsingum. Enda sýna gögn frá OECD að neysla áfengis miðað við höfðatölu er allt að tvöfalt meiri í löndum þar sem áfengissala er frjáls – þar með talin drykkja ungmenna undir lögaldri. Auk þess sýna rannsóknir að þrefalt fleiri ungmenni geta keypt áfengi í matvörubúðum en áfengisbúðum án þess að vera spurð um skilríki.Mikil ábyrgð fylgir því að kjósa Vonandi er óþarfi að skrifa þetta bréf en ef þú, ágæti þingmaður, átt eftir að gera upp hug þinn hvort leyfa eigi frjálsa áfengissölu þá bið ég þig um að hafa hugfast, að ef þú kýst með frumvarpinu þá gætir þú einnig verið að velja eftirfarandi:1. Tvöföldun á heildaráfengisneyslu Íslendinga.2. Þreföldun á áfengisaðgengi íslenskra ungmenna.3. Fjölgun krabbameinstilfella – áfengisneysla eykur líkur krabbameini í níu líffærum.4. Fjölgun geðsjúkdóma eins og þunglyndis og kvíðaraskana ásamt örorku.5. Fjölgun annarra sjúkdóma svo sem skorpulifrar, briskirtilsbólgu, gáttaflökts, heilablæðinga og smitsjúkdóma.6. Aukningu á tíðni fósturskaða vegna áfengisneyslu.7. Fjölgun alvarlegra slysa og banaslysa í umferðinni.8. Aukið heimilisofbeldi og vanrækslu barna.9. Fjölgun líkamsárása og glæpa.10. Aukningu á tíðni sjálfsvíga. Það er mikil ábyrgð sem fylgir því að samþykkja umrætt frumvarp og mikilvægt að geta staðið heils hugar við ákvörðun sína eftir að hafa skoðað allar hliðar málsins. Gríðarleg vinna hefur verið lögð í að rannsaka skaðlegar afleiðingar áfengisneyslu ásamt því að finna leiðir til að lágmarka skaðann á heilsu þjóðarinnar. Með því að auka aðgengi að áfengi erum við að kasta frá okkur þeim árangri sem þessi vinna hefur skilað.Þú stendur vörð um heilsu fólksins Eins og fyrr sagði eru allar mikilvægustu forvarnaraðgerðir til að auka lýðheilsu Íslendinga lagðar í hendur ykkar þingmanna. Ykkur ber skylda til að gera allt sem í ykkar valdi stendur til að draga úr áfengisneyslu en ekki auka hana og standa þannig vörð um heilsu fólksins í landinu. Ef þingmaður heldur því fram að það að gera áfengisneyslu frjálsa auki ekki áfengisneyslu, sérstaklega meðal ungmenna, þá vil ég sjá þær rannsóknir sem styðja þessar staðhæfingar.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar