Framsókn mannréttinda Magnús Már Guðmundsson skrifar 4. mars 2015 07:00 Vitundarvakning meðal ungs fólks um hefndarklám, heimildarmynd um fátækt á Íslandi, námskeið til að auka samfélagsvitund ungra Víetnama, átak gegn fordómum um psoriasis, skráning sögu hælisleitenda á Íslandi, námskeið fyrir fatlaðar stelpur og þýðing og talsetning á teiknimynd þar sem aðalpersónan er samkynhneigð voru meðal þeirra verkefna sem hlutu styrki mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar í lok síðasta árs. Ráðinu bárust 33 umsóknir frá einstaklingum og félagasamtökum í haust, en 18 verkefni hlutu styrkveitingu að þessu sinni. Um er að ræða styrki til verkefna sem samræmast mannréttindastefnu borgarinnar og ætlað er að stuðla að jafnræði borgarbúa og farsælu og fjölbreytilegu mannlífi. Mörg sveitarfélög bjóða upp á að íbúar og grasrótarsamtök leiti til þeirra með ósk um styrkveitingu í tiltekin verkefni sem ætlað er að bæta mannlífið með einhverjum hætti. Í Reykjavík eru árlega veittir styrkir til ýmissa verkefna, meðal annars á sviði velferðarmála, íþrótta- og æskulýðsmála, menningarmála og mannréttindamála. Á flestum sviðum eru styrkir einungis veittir árlega og umsóknarfrestur þá á haustin, en mannréttindaráð úthlutar styrkjum tvisvar á ári, bæði á haustin og vorin. Á undanförnum árum hafa fjölmargir einstaklingar og félagasamtök sótt um styrki vegna ólíkra verkefna sem snúa að mannréttindum til mannréttindaráðs borgarinnar. Verkefni sem hefðu mörg hver ekki komist á legg nema vegna styrkveitinga ráðsins. Ljóst má vera að innan grasrótarinnar er fullt af hugmyndaríku hugsjónafólki sem vill vinna gegn mismunun svo allir fái notið sjálfsagðra mannréttinda og bæta samfélagið með fjölbreyttum verkefnum. Til að styðja við gerjun og áframhaldandi þróun slíkra verkefna mun mannréttindaráð áfram veita styrki til slíkra verkefna. Nú styttist í næstu styrkveitingu ráðsins og verður auglýst eftir almennum styrkumsóknum nú í mars. Áhugasamir eru hvattir til að kynna sér málin og sækja um, en allar helstu upplýsingar má finna á vefslóðinni reykjavik.is/styrkir. Það er von mín að mannréttindaráði haldi áfram að berast ólíkar og spennandi umsóknir frá borgarbúum svo borgin geti áfram blómstrað á sviði jafnræðis og mannréttinda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Már Guðmundsson Mest lesið Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Sjá meira
Vitundarvakning meðal ungs fólks um hefndarklám, heimildarmynd um fátækt á Íslandi, námskeið til að auka samfélagsvitund ungra Víetnama, átak gegn fordómum um psoriasis, skráning sögu hælisleitenda á Íslandi, námskeið fyrir fatlaðar stelpur og þýðing og talsetning á teiknimynd þar sem aðalpersónan er samkynhneigð voru meðal þeirra verkefna sem hlutu styrki mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar í lok síðasta árs. Ráðinu bárust 33 umsóknir frá einstaklingum og félagasamtökum í haust, en 18 verkefni hlutu styrkveitingu að þessu sinni. Um er að ræða styrki til verkefna sem samræmast mannréttindastefnu borgarinnar og ætlað er að stuðla að jafnræði borgarbúa og farsælu og fjölbreytilegu mannlífi. Mörg sveitarfélög bjóða upp á að íbúar og grasrótarsamtök leiti til þeirra með ósk um styrkveitingu í tiltekin verkefni sem ætlað er að bæta mannlífið með einhverjum hætti. Í Reykjavík eru árlega veittir styrkir til ýmissa verkefna, meðal annars á sviði velferðarmála, íþrótta- og æskulýðsmála, menningarmála og mannréttindamála. Á flestum sviðum eru styrkir einungis veittir árlega og umsóknarfrestur þá á haustin, en mannréttindaráð úthlutar styrkjum tvisvar á ári, bæði á haustin og vorin. Á undanförnum árum hafa fjölmargir einstaklingar og félagasamtök sótt um styrki vegna ólíkra verkefna sem snúa að mannréttindum til mannréttindaráðs borgarinnar. Verkefni sem hefðu mörg hver ekki komist á legg nema vegna styrkveitinga ráðsins. Ljóst má vera að innan grasrótarinnar er fullt af hugmyndaríku hugsjónafólki sem vill vinna gegn mismunun svo allir fái notið sjálfsagðra mannréttinda og bæta samfélagið með fjölbreyttum verkefnum. Til að styðja við gerjun og áframhaldandi þróun slíkra verkefna mun mannréttindaráð áfram veita styrki til slíkra verkefna. Nú styttist í næstu styrkveitingu ráðsins og verður auglýst eftir almennum styrkumsóknum nú í mars. Áhugasamir eru hvattir til að kynna sér málin og sækja um, en allar helstu upplýsingar má finna á vefslóðinni reykjavik.is/styrkir. Það er von mín að mannréttindaráði haldi áfram að berast ólíkar og spennandi umsóknir frá borgarbúum svo borgin geti áfram blómstrað á sviði jafnræðis og mannréttinda.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun