Siðblinda í lífeyrissjóðum Ólafur Hauksson skrifar 4. mars 2015 00:00 Það lýsir undarlegri siðblindu að lífeyrissjóðir skuli telja sjálfsagt og eðlilegt að skipa menn með óviðfelldinn bakgrunn í stjórnir fyrirtækja í þeirra eigu. Fyrrum yfirlögfræðingur óþokkafyrirtækisins Dróma er fulltrúi lífeyrissjóðs verslunarmanna í Tryggingamiðstöðinni. Fyrrum forstjóri Icelandair, sem beitti sér ólöglega gegn samkeppni í millilandaflugi, er stjórnarformaður Icelandair Group í boði lífeyrissjóðanna sem eiga fyrirtækið. Svo virðist sem það þyki sjálfsagt af hálfu lífeyrissjóða að velja þessa menn til trúnaðarstarfa, þrátt fyrir að þeir hafi með störfum sínum beitt sér gegn hagsmunum fólksins sem borgar í þessa sömu lífeyrissjóði.Ósóminn úr Dróma Ekki þarf að hafa mörg orð um hvernig Drómi gekk í skrokk á fyrrum viðskiptavinum Spron og Frjálsa. Drómi skar sig úr með ógeðfelldum innheimtuaðgerðum enda fór svo að fyrirtækið var lagt niður. Núna situr fyrrum yfirlögfræðingur Dróma í stjórn Tryggingamiðstöðvarinnar sem fulltrúi fólksins sem Drómi þjösnaðist á. Lífeyrissjóðirnir sem eiga Icelandair Group hafa um árabil kosið fyrrum forstjóra Icelandair sem stjórnarformann fyrirtækisins. Fyrir þremur árum var Icelandair, dótturfélag Icelandair Group, dæmt til að greiða 80 milljóna króna sekt vegna grófra samkeppnislagabrota í forstjóratíð stjórnarformannsins.Gegn hagsmunum almennings Sektin var samt ekki það alvarlegasta. Þessi fyrrum forstjóri Icelandair vann beint gegn hagsmunum eigenda lífeyrissjóðanna með samkeppnislagabrotunum. Undir stjórn hans misnotaði Icelandair markaðsráðandi stöðu sína til að koma í veg fyrir samkeppni í millilandaflugi. Fyrirtækið fórnaði yfir 20 milljarða króna farþegatekjum til að drepa nýjan keppinaut í fæðingu. Icelandair forstjórans vildi ekki að almenningur nyti samkeppni og lægri flugfargjalda í ferðum til útlanda. Siðblindingjarnir í lífeyrissjóðunum láta sér fátt um finnast. Þrátt fyrir lögbrotin, 80 milljóna króna sektina og hrikalegt tekjutapið er forstjóranum fyrrverandi lyft á stall stjórnarformanns.Fylgir lesblinda siðblindu? Það er grátbroslegt í þessu samhengi að lífeyrissjóðirnir hafa sett sér metnaðarfullar siðareglur. Rauði þráður þeirra er samfélagsleg ábyrgð. Mikil áhersla er lögð á góða viðskiptahætti í samræmi við almennt og gott viðskiptasiðferði. Halda mætti að lesblinda fylgdi siðblindu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hauksson Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Það lýsir undarlegri siðblindu að lífeyrissjóðir skuli telja sjálfsagt og eðlilegt að skipa menn með óviðfelldinn bakgrunn í stjórnir fyrirtækja í þeirra eigu. Fyrrum yfirlögfræðingur óþokkafyrirtækisins Dróma er fulltrúi lífeyrissjóðs verslunarmanna í Tryggingamiðstöðinni. Fyrrum forstjóri Icelandair, sem beitti sér ólöglega gegn samkeppni í millilandaflugi, er stjórnarformaður Icelandair Group í boði lífeyrissjóðanna sem eiga fyrirtækið. Svo virðist sem það þyki sjálfsagt af hálfu lífeyrissjóða að velja þessa menn til trúnaðarstarfa, þrátt fyrir að þeir hafi með störfum sínum beitt sér gegn hagsmunum fólksins sem borgar í þessa sömu lífeyrissjóði.Ósóminn úr Dróma Ekki þarf að hafa mörg orð um hvernig Drómi gekk í skrokk á fyrrum viðskiptavinum Spron og Frjálsa. Drómi skar sig úr með ógeðfelldum innheimtuaðgerðum enda fór svo að fyrirtækið var lagt niður. Núna situr fyrrum yfirlögfræðingur Dróma í stjórn Tryggingamiðstöðvarinnar sem fulltrúi fólksins sem Drómi þjösnaðist á. Lífeyrissjóðirnir sem eiga Icelandair Group hafa um árabil kosið fyrrum forstjóra Icelandair sem stjórnarformann fyrirtækisins. Fyrir þremur árum var Icelandair, dótturfélag Icelandair Group, dæmt til að greiða 80 milljóna króna sekt vegna grófra samkeppnislagabrota í forstjóratíð stjórnarformannsins.Gegn hagsmunum almennings Sektin var samt ekki það alvarlegasta. Þessi fyrrum forstjóri Icelandair vann beint gegn hagsmunum eigenda lífeyrissjóðanna með samkeppnislagabrotunum. Undir stjórn hans misnotaði Icelandair markaðsráðandi stöðu sína til að koma í veg fyrir samkeppni í millilandaflugi. Fyrirtækið fórnaði yfir 20 milljarða króna farþegatekjum til að drepa nýjan keppinaut í fæðingu. Icelandair forstjórans vildi ekki að almenningur nyti samkeppni og lægri flugfargjalda í ferðum til útlanda. Siðblindingjarnir í lífeyrissjóðunum láta sér fátt um finnast. Þrátt fyrir lögbrotin, 80 milljóna króna sektina og hrikalegt tekjutapið er forstjóranum fyrrverandi lyft á stall stjórnarformanns.Fylgir lesblinda siðblindu? Það er grátbroslegt í þessu samhengi að lífeyrissjóðirnir hafa sett sér metnaðarfullar siðareglur. Rauði þráður þeirra er samfélagsleg ábyrgð. Mikil áhersla er lögð á góða viðskiptahætti í samræmi við almennt og gott viðskiptasiðferði. Halda mætti að lesblinda fylgdi siðblindu.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun